Vesturbæjarblaðið - jan. 2023, Blaðsíða 6

Vesturbæjarblaðið - jan. 2023, Blaðsíða 6
6 Vesturbæjarblaðið JANÚAR 2023 Tvö fjölbýlishús að rísa við Snorrabraut Nú stendur yfir bygging tveggja fjölbýlishúsa og verslunarrýma við Snorrabraut. Áformað er að þriðja fjölbýlishúsið muni rísa á lóð bensínstöðvar ÓB á horni Snorrabrautar og Egilsgötu. Byggingavinnan er lengst komin á Snorrabraut 62. Þar eru atvinnu­ rými á jarðhæð þegar komin í sölumeðferð. Þá stendur til að hefja sölu 35 íbúða í vor. Athygli vekur að engin sérmerkt bílastæði fylgja þessari húsbyggingu. Engin aukabílastæði munu fylgja húsinu heldur verður um lágmarksfjölda bílastæða að ræða sem eru nú þegar flest á lóðinni. Verið er að höfða til fólks með bíllausan lífsstíl og bent hefur verið á að meðal annars á að þetta sé mjög heppi­ leg stað setning fyrir fólk sem starfi á Landspítalanum og í næsta nágrenni. Á næstu lóð á Snorra­ braut 54 er verið að grafa grunn fyrir bílakjallara og viðbyggingu við húsið. Stefnt er að afhenda megi íbúðir þar haustið 2024 en þær verða 39 talsins. Þá verða þrjátíu bílastæði í bílakjallaranum. Tölvugerð mynd af ásýnd Snorrabrautar að byggingu lokinni. Nýtt sorp flokkun ar - kerfi í vor Á vormánuðum 2023 verður innleitt nýtt samræmt flokkunar­ kerfi á höfuðborgarsvæðinu þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Þrátt fyrir að lög um hringrásar­ hagkerfi taki gildi um áramót hefjast tunnuskiptin ekki fyrr en í vor og því urðu engar breytingar við heimili um liðin áramótin. Meginmarkmið er að fjölga tunnum hjá íbúum eins lítið og hægt er og í flestum tilfellum verður leitast við að koma tunnum fyrir í því rými sem er þegar til staðar við heimili. Breytingar á tunnum íbúa, ef einhverjar verða, hefjast í fyrsta lagi í vor. Íbúar í Reykjavík þurfa ekki að gera neinar ráðstafanir þegar tunnuskiptin koma til framkvæmda. Með lögum um hringrásarhagkerfi, sem tóku gildi um liði áramótin varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili: pappír, plastumbúðir, lífrænan úrgang (matarleifar) og blandaðan úrgang. Sorphirða í Reykjavík. Sjósund við Ægisíðu Nýtt líf er að færast í fjöruna við gömlu grásleppuskúrana á Ægisíðu. Hafnar eru framkvæmdir við byggingu á aðstöðu fyrir sjósundsiðkendur. Þar munu brátt rísa búningsklefar og útisturtur fyrir fólk sem hyggst stinga sér til sunds. Samkvæmt verklýsingu á að hanna aðstöðuna í svipuðum stíl og gömlu skúrana en fyrir um það bil ári var annar skúranna gerður upp. Þá er áætlað að tengingin við sæinn og atvinnusögu skúranna yrði í hávegum höfð. Sem dæmi verður sjávargrjóti hlaðið upp við veggi skýlisins. Um er að ræða hugmynd sem hlaut góðar viðtökur í hugmyndasöfnuninni Hverfið mitt fyrir um það bil tveimur árum. Áætlaður kostnaður við verkefnið er 10 milljónir króna. Framkvæmdir við Ægisíðuna. Myndin var tekin áður snjóa fór á jólaföstunni. Borgarráð samþykkti fyrir áramót að fresta tíma­ mörkum samkomulags við Festi ehf. vegna fyrir­ hugaðrar uppbyggingar á lóðinni Ægisíðu 102. Því var rekstri bensínstöðvar N1 og smurstöðvarinnar við Ægisíðu ekki hætt um liðin áramót líkt og tiltekið var í samkomulagi sem gert var sumarið 2021. Ástæður frestunarinnar eru að ekki hefur verið gengið frá samþykkt á nýju deiliskipulagi á lóðunum Ægisíðu 102 og Fiskislóð 15 til 21 vegna atvika sem ekki má rekja til lóðarhafa voru teknar upp viðræður um endurskoðun á því tímamarki sem rekstri eldsneytisstöðvar á Ægisíðu 102 hafði verð sett. Í greinargerð skrifstofu borgarstjóra og borgarritara kemur fram að nú sé beðið eftir niðurstöðu Borgarsögusafns um verndun bensínstöðva auk þess sem skipulagsfulltrúi sé að vinna að minnisblaði um uppbyggingu á þeim lóðum þar sem samið hefur verið um að bensínstöðvar víki. Þegar rekstri bensínstöðvarnar verður hætt verður heimilt að taka í notkun tvær dælur við verslun Krónunnar á Fiskislóð 15 til 21. Bensínstöð N1 við Ægisíðu. Bensínstöðinni ekki lokað um áramótin Ægisíða

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.