Vesturbæjarblaðið - jan. 2023, Blaðsíða 12

Vesturbæjarblaðið - jan. 2023, Blaðsíða 12
12 Vesturbæjarblaðið JANÚAR 2023 Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararstofa Hafnarfjarðar www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði Stemning og stuð í Frosta Mikið var um að vera í félagsmiðstöðinni Frosta í desember. Í byrjun mánaðar var spænskt kvöld þar sem unglingarnir elduðu ýmislegt gómsætt í spænsku eldhúsi. Um miðjan desember voru haldin jólaböll fyrir 10- til 12 ára og Hagaskóla, Það var stuð og stemning á báðum dansleikjum en unglingar úr Hagaskóla hjálpuðu til með miðstigs ballið bæði með afgreiðslu í sjoppu og að skífuþeyta. Þá er ýmislegt spennandi á döfinni í janúar, Danskeppni Samfés, hönnunarkeppnin Stíll og söngkeppni Tjarnarinnar. Söngkeppnin er undankeppni fyrir söngkeppni Samfés einn stærsta viðburð ársins. Það verður stemning og stuð í Frosta eftir áramót og hlakkar starfsfólk til að gera skemmtilega og gefandi hluti með börnum og unglingum Vesturbæjar. Jólaskreytingar í Frosta í aðdraganda jóla. Nú stunda rúmlega 130 nemendur nám í alþjóðadeildinni og um 230 í íslensku deildinni í Landakotsskóla. Alls voru 24 erlendir nemendur skráðir í skólann þegar alþjóðadeildin þar var stofnuð 2015. Alþjóðlegum nemendum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og nú stunda um 50 indverskir nemendur nám við skólann svo dæmi sé tekið. Alls eru nemendur af 42 þjóðernum í Landakotsskóla og fjöldi tungumála sem eru töluð þar er viðlíkur. Kennslan við alþjóðadeildina fer fram á ensku og athyglisvert er að sjá hversu vel nemendunum tekst að aðlagast íslensku skólasamfélagi, sama frá hvaða landi þau koma. Ýmsar ástæður eru fyrir því að hinir erlendu nemendur eru hér á landi. Margir eru komnir vegna atvinnutækifæra foreldra og á síðasta ári bættust nemendur við vegna fólks sem komið hefur hingað vegna stríðsins í í Úkraínu. Í Landakotsskóla má sjá nemendur frá Úkraínu og Rússlandi sitja hlið við hlið í skólastofum þar sem stríðsátök heimalanda þeirra eru víðs fjarri. Landakotsskóli Tónmenntakennsla í Landakotsskóli. Alþjóðadeildin vex stöðugt Dansgarðurinn - Óskandi á Eiðistorgi býður upp á fjölbreytt dansnám og hreyfingu, allt frá fjölskyldukrílatímum í metnaðar fullt grunnnám í listdansi og fjölbreytta hreyfingu fyrir fullorðna eins og pilates, flamenco og ballett. Það má segja að dansskólinn Óskandi á Eiðistorgi sé falin perla í hverfinu okkar segir Guðrún, skólastjóri Óskanda. Óskandi var opnað með það að leiðarljósi að bjóða upp á jákvætt, faglegt og uppbyggilegt umhverfi þar sem áhersla er á samvinnu, vellíðan, metnað og sköpun. Samvinna kallar á samtal og er þroskandi og mikilvægur hluti skólastarfs. Vellíðan skiptir miklu máli, manneskjan lærir best þegar hún er í umhverfi sem henni líður vel í, fær verkefni við hæfi og upplifir árangur. Metnaður er lagður í starfið og ef nemendur leggja metnað í nám sitt þá uppskera þeir eins og þeir sá og eiga síðan auðveldara með að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni. Síðast en ekki síst er sköpun en sköpun örvar forvitni, ímyndunarafl og opnar á nýja möguleika. Sköpun er eiginleiki sem við öll fæðumst með en bælum oft niður þegar við eldumst. Það að halda áfram að skapa og uppgötva er mikilvægur eiginleiki sem við búum yfir og getum styrkt. Á vorönn verður margt í boði fyrir allan aldur. Fyrir yngstu dansarana okkar er það kríladans sem er fjölskyldusamverustund fyrir börn frá 3 mánaða með forráðamanni þar sem við spjöllum um hreyfiþroskann, syngjum, leikum og dönsum saman. Gólfið er fyrsti leikvöllur barnsins og mikilvægt að barn fái tækifæri til að vera á gólfinu í frjálsum leik. Þessar samverustundir eru yndislegar og gaman að fylgjast með hvað er að gerast hjá hverju barni segir Guðrún sem er með samverustundirnar. Fyrir aðeins eldri nemendur eða frá 3 ára er hægt að sækja balletttíma þar sem ballett er kynntur í gegnum sköpun og leik. Frá 4 ára eru skapandi danstímar og síðar nútímadanstímar í boði. Þegar nemendur eru um 8 - 9 ára er boðið upp á grunnnám í listdansi sem er kennt samkvæmt aðalnámskrá listdansskóla frá Menntamálaráðuneytinu. Einungis örfáir skólar á landinu bjóða upp á þetta nám sem samanstendur af klassískum ballett, nútímalistdansi, spuna, táskótækni, karakterdönsum og dansverkum. Þannig það þarf ekki að leita langt í metnaðarfullt listdansnám, segir Guðrún. Hreyfing er mikilvæg fyrir unga sem aldna og mikilvægt að hver og einn finni hreyfingu við hæfi. Við höfum frá upphafi boðið upp á ballett fyrir fullorðna enda er það mjög skemmtileg leið til að hreyfa sig en upp á síðkastið höfum við bætt við flamencotímum sem hefur verið mjög skemmtilegt. Alejanda sem kennir þá tíma er mjög fær og leggur mikla ást og metnað í tímana sína. Einnig bjóðum við upp á pilatestíma í hádeginu á mánudögum og miðvikudögum. Pilates sem var hannað af Joseph Pilates fyrir um einni öld og er eitt af fáum æfingakerfum sem staðist hefur tímans tönn. Pilates er hannað til að styrkja, liðka og leiðrétta líkamsstöðu á náttúrulegan og heilbrigðan hátt, gert með skilningi, öndun og virðingu fyrir líkamanum. Það sem er svo frábært við pilates er að það hentar fjölbreyttu getustigi. Það hentar bæði þegar fólk er að byrja aftur að hreyfa sig eftir veikindi eða meiðsli en líka fyrir fólk sem er nú þegar í annarri hreyfingu. Katla sem kennir tímana er algjör reynslubolti og nær að bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega pilatestíma í hlýju umhverfi. Það nýjast sem við erum að bjóða upp á núna eru fjölskyldutímar fyrir börn frá 9 ára með foreldri/foreldum. Góð tengsl foreldra og barna eru mjög mikilvæg, ekki síst þegar börnin eldast. Við byrjuðum janúar á salsafjölskyldutíma en planið er að bjóða upp á fjölbreytta danstíma einu sinni í mánuði þar sem foreldrar, ásamt börnum og unglingum, geta komið saman einu sinni í mánuði og dansað og átt gæðastund saman. Falin perla á Eiðistorgi Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Erum að taka upp nýjar vörur VOR 2023

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.