Vesturbæjarblaðið - Mar 2023, Page 5

Vesturbæjarblaðið - Mar 2023, Page 5
neyslunni mátti bara að snúa við því baki. “Þetta er hugsunarháttur fyrri tíðar sem er á undanhaldi. Það getur líka verið erfitt fyrir fólk sem vill og er að reyna að taka á sínum málum að vera ekki í tengslum við þá sem því þykir vænt um. Við fjölskyldur sínar eða vini. Kannski búið að brenna allar brýr að baki sér. Þetta getur verið hluti vandans. Því skiptir máli að standa með fólki í svona aðstæðum. Ég hef hitt mæður úr öðrum sveitarfélögum sem hafa sagt mér hversu erfitt sé að horfa á eftir barninu sínu á götuna í Reykjavík og þurfa síðan að koma úr öðru sveitarfélagi til þess að leita eftir aðstoð.” Betra að fólk geti fengið þjónustu í nærumhverfi sínu H e i ð a s e g i r m i s m u n a n d i þjónustu í boði eftir sveitarfélögum og engin launung á því að fólk með vanda af þessu tagi leitar inn í Reykjavík. Hún segir að betra væri að þessi málaflokkur væri meira lands verkandi þannig að fólk geti fengið meiri þjónustu í sínu nærumhverfi og geti verið nálægt þeim sem því þykir vænt um og verið í umhverfi sem það þekkir. Einnig geti verið gott að dreifa fólki sem á í erfiðum félagslegum vanda í stað þess að hópa því of mikið saman eins og hefur verið gert. Nauðsynlegt sé fyrir fólk og ekkert síður fólk sem er í viðkvæmri stöðu að hitta og umgangast breytilega hópa. Eigum ekki að flokka fólk “Ég hef verið að leggja áherslu á í mínu starfi að velferðarmálum að við gerum minna að því að flokka fólk. Við verðum að vera umburðarlyndari gagnvart því að við erum allskonar og alls staðar í samfélaginu. Eldra fólk á ekki endilega bara að hitta annað eldra fólk. Eins er með yngra fólkið. Fólk þarf að hafa tækifæri til að blandast saman. Hluti af þessu er að við höfum verið að opna húsnæði sem einkum hefur verið fyrir félagsstarf eldri borgara fyrir yngra fólki. Markmiðið er að fólk nái að blandast betur saman og geti miðlað hvort öðru af áhugamálum og reynslu. Ég veit að yngra fólk sem sumt er ekki a vinnumarkaði meðal annars af því að það er með ung börn er farið að notfæra sér þessa aðstöðu. Ég get nefnt Aflagrandann sem dæmi, einnig Gerðuberg í Breiðholti og Vitatorgið við Vitastíg. Þar er komin leikaðstaða fyrir börn. Þar hittist fólk af mismunandi kynslóðum, kynnist, fordómar minnka og allt verður skemmtilegra.” Heiða rifjar upp árin sem hún var í fæðingarorlofi. Kveðst þá hafa sótt Sólheimabókasafnið reglulega, Þar hafi fólk af flestum kynslóðum komið. “Þarna sá ég hvað fólk hefur gott af því að hittast yfir kaffibolla og tala saman á milli kynslóða.” Stendur upp á okkur að tala meira saman Karp í borgarstjórninni ber á góma. Telur Heiða of miklum tíma eytt í að karpa um hluti í stað þess að leita að lausnum. Hún hugsar sig um. “Reykjavík er stórkostleg borg. Borgarbúar eru eðlilega allskonar fólk og kjósa sér fulltrúa með mismunandi viðhorf. Ég er stolt af að starfa á þessum vettvangi. Mér finnst hins vegar standa upp á okkur og tala meira saman og reyna að ræða okkur niður á niðurstöður. Það verða allir aldrei sáttir með allt. En við mættum reyna meira að stuðla að sátt og samstöðu. Ég er ekki í stjórnmálum bara til þess að vera á móti einhverjum. Heldur til þess að koma ákveðnum viðhorfum á framfæri. Ég er alin upp við það viðhorf að enginn sé merkilegri en annar og allir jafnir. Þetta var mjög sterkt í mínu uppeldi og hefur ekkert breyst. Ég el börnin mín upp með þessu sjónarmiði,” segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi. 5Vesturbæjarblaðið MARS 2023 Neyðarskýlin eru aðeins skammtíma úrræði. Fundur um velferðarmál sem haldin var í Gerðubergi fyrir skömmu. Heiða Björg Hilmisdóttir stýrði fundi.Ég er alin upp við það viðhorf að enginn sé merkilegri en annar og allir jafnir. Þetta var mjög sterkt í mínu uppeldi og hefur ekkert breyst. Ég el börnin mín upp með þessu sjónarmiði. Við stækkum fermingargjöfina Við gefum fermingarbörnum allt að 12.000 króna mótframlag þegar þau spara fermingarpeninginn hjá okkur. Við erum betri saman

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.