Vesturbæjarblaðið - mar. 2023, Blaðsíða 8

Vesturbæjarblaðið - mar. 2023, Blaðsíða 8
8 Vesturbæjarblaðið MARS 2023 Búið er að gera einn grásleppu­ skúranna við Ægisíðu upp. Skúrarnir hafa verið í umsjá Borgar sögu safns Reykjavíkur frá 2017. Vorið 2020 var sá grásleppu­ skúr sem stóð vestast fjarlægður til viðgerðar en viðgerðaráætlun var á vegum Borgasögusafnsins. Reynt var að nota allt nýtilegt sem til var af byggingarefni. Eitt af því sem kom í ljós við endur bygginguna voru leifar af tjörupappaklæðingu sem var á skúrnum eftir miðja síðustu öld og einnig gluggasetning. Fyrir nokkrum misserum var skipt um jarðveg í kringum skúrana. Einnig fór fram fornleifarannsókn á þeim hluta svæðisins sem hróflað var við og þá fundust m.a. aldargömul ummerki um mannanna verk á svæðinu. Grásleppuútgerð frá Ægisíðu á sér langa sögu. Þegar mest var þá voru sextán bátar gerðir þaðan út. Því eru um merkar atvinnuminjar að ræða fyrir Reykjavík. Hætt var að róa frá Ægisíðunni fyrir rúmum tveimur áratugum. Skúrarnir hafa látið mjög á sjá og eru lýti í augum sumra en aðrir sjá í þeim fegurðina og söguna. Þar hafa tekist á gamalkunnug sjónarmið um mengun eða minjar. Í byrjun árs 2005 var hafist handa um að rífa flesta skúrana. Talin var hætta á því að skúrarnir gætu brotnað og hlutar af þeim fokið í slæmu veðri og valdið hættu og tjóni. Einnig var talið að fíkniefnaneytendur hefðust við í skúrunum yfir sumartímann, enda sumir af þeim opnir. Hugmyndir um minningarreit Nokkrir skúranna fengu að standa áfram. Um var að ræða skúra sem einhver kannaðist við að eiga og vildi halda. Sú hugmynd kom fram að hafa nokkurs konar minjareit um þessa grásleppuútgerð á þessum stað í framtíðinni. Af þeim sökum voru spil og bátagrindur sem notuð voru til að ná bátunum á land ekki sett í brotajárn, heldur geymt í geymslum borgarinnar og ef til vill notað þegar ákveðið hefur verið hvernig staðið verður að minningarreitnum. Endurvakning útgerðarinnar Ári síðar 2006 lagði Kjartan Magnússon borgarfulltrúi til að endurvekja grásleppuútgerð í Grímsstaðavör við Ægissíðu í Reykjavík. Hann lagði tillöguna um endurvakningu útgerðarinnar og friðun grásleppuskúranna fram í menningarmálanefnd. Kjartan benti þá á að skúrarnir við Ægissíðu væru elstu minjar um smábátaútgerð í Reykjavík og því afar mikilvægt sé að varðveita þá. Viðgerðir hafnar – hugmyndir um sjósund Stefán Pálsson sagnfræðingur lagði til lagfæringar á skúrunum og öðrum mannvirkjum sem við þá standa í grein 14. október 2004. „Með vinnu og alúð mætti endurvekja blæ þess tíma þegar róið var úr annarri hverri vör og fiskiskúrar stóðu með fram allri strandlengju borgarinnar,“ sagði í greininni. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og sérfræðingur í sögu Reykjavíkur var sama sinnis. „Mér finnast skúrarnir setja ákveðinn sjarma á þetta svæði. Þeir eru orðnir fastir punktar í Reykjavík og tengjast minningum fólks,“ sagði Guðjón í viðtali. Ellý K. J. Guðmundsdóttir þáverandi forstöðumaður Umhverfis og heilbrigðisstofn Reykjavíkur segði reynt yrði að leysa málið þannig að um það ríki sátt. „Ég held að það sé enginn ágreiningur um þetta, allir eru sammála um að þetta eru minjar en þær líta ekki vel út í augnablikinu.“ Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður var sama sinnis og kvað fulla ástæðu til að varðveita skúrana og gera þá upp svo prýði sé af á því fjölfarna útivistarsvæði sem Ægisíða er. „Þetta eru minjar um sjósókn við Skerjafjörðinn og merkur þáttur í sögu borgarinnar,“ sagði Guðný. Nú hafa viðgerðir á fyrsta grásleppuskúrnum staðið yfir um tíma og ljóst má vera að þessar minjar um sjósókn og útveg fyrri tíma fái að standa. Þá hefur verið unnið að því að útbúa aðstöðu til sjósunds við grásleppuskúrana. Grásleppuskúrarnir við Ægissíðu. Grásleppuskúrarnir við Ægisíðu Minjar um merka starfsemi Löng hefð er fyrir því að kalla hrognkelsi tveimur nöfnum, hrygnan er nefnd grásleppa og hængurinn rauðmagi. Vilja byggja á Sólvallagötu 47 Nýverið barst skipulagsfulltrúanum í Reykjavík fyrirspurn um Sólvallagötu 47. Fyrirspyrjandi var Jakob Líndal arkitekt þar sem spurst var fyrir um að hvort rífa mætti núverandi íbúðarhús á lóðinni eða flytja það. Á lóðinni við Sólvallagötu 47 stendur litið einbýlishúsi á stórri lóð á milli tveggja fjölbýlishúsa. Ætlun fyrirspyrjanda er að leita leyfis til að byggja nýtt fjölbýlishús þess í stað. Staðsetningin þykir henta til þess að byggja fjölbýli og fjölga þar með íbúðum í hjarta Vesturbæjarins. Málinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra. Sólvallagata 47. IÐA byggir eftirtektar verða blokk við Frakkastíg Bygginga­ og ráðgjafafélagið Iða hefur gengið frá hluta­ fjáraukningu og fengið öfluga fjárfesta í lið með sér. Ætlunin er að byggja framúrstefnulegt fjölbýlishús við Frakkastíg 1 í miðborg Reykjavíkur. Hönnun hússins er einkar eftirtektarverð. Þá verður húsið reist eftir aðferðum hringrásarhagkerfisins. Björt Ólafsdóttir fyrrum umhverfis- og auðlindaráðherra og nú framkvæmdastjóri IÐU segir á facebooksíðu sinni að gengið hafi verið frá hlutafjáraukningu og fengnir öflugir fjárfestar til að hleypa af stokkunum áhugaverðu og krefjandi verkefni til að hanna og byggja fjölbýlishús á Frakkastíg 1. Hún segir að eitt skref í byggingaiðnaðinum vera að huga að byggingarefnunum og vera ekki sífellt að henda dýrmætum auðlindum, heldur upphanna og skapa nýtt. Samhliða uppbyggingunni á Frakkastíg er IÐA að vinna fyrir geirann í heild sinni og hefur fengið til þess styrk úr ASKI Mannvirkjasjóði. Danska arkitektastofan Lendager með Arnhildi Pálmadóttur arkitekt í broddi fylkingar sem sér um hönnun hússins við Frakkastíg 1. Þannig hugsa hönnuðir sér útlit blokkarinnar við Frakkastíg 1. Til hliðar má sjá Arnhildi Pálmadóttur arkitekt og Björt Ólafsdóttur framkvæmdastjóra. www.borgarblod.is

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.