Vesturbæjarblaðið - mar 2023, Qupperneq 19
19VesturbæjarblaðiðMARS 2023
Gómsæti í göngufæri
Geirsgata 1 • Sími 511 1888
GETRAUNIR.IS
107
GETRAUNANÚMER KR
Ársól Clara Arnardóttir, Eiríkur
Logi Gunnarsson og Lára Ívarsdóttir
sigruðu í sínum flokkum á Íslands
mótinu í borðtennis, sem fram fór í
Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnar
firði dagana 3. til 5. mars.
Ársól sigraði í 1. flokki kvenna,
Eiríkur í 1. flokki karla og Lára í 2.
flokki kvenna. Aldís Rún Lárusdóttir
var eini KR-ingurinn sem lék til úrslita
í meistara flokki, en hún lék til úrslita í
tvíliðaleik kvenna með Sól Kristínardóttur
Mixa úr BH. Þær töpuðu í úrslitum
fyrir Evu Jósteinsdóttur og Lilju Rós
Jóhannesdóttur úr Víkingi, eftir að
hafa slegið út meistara fyrra árs í
undanúrslitum. Aldís fékk auk þess
brons í einliðaleik í meistaraflokki og í
tvenndarleik með Davíð Jónssyni. Ellert
Kristján Georgsson og Gestur Gunnarsson
unnu til bronsverðlauna í tvíliðaleik
karla og Ellert og Þóra Þórisdóttir unnu
brons í tvenndarleik. KR vann tæplega
helming allra verðlauna á mótinu eða 17,5
alls, en keppt var í 9 flokkum og eru fern
verðlaun veitt í hverjum flokki. KR átti alla
verðlaunahafa í 1. og 2. flokki kvenna.
Ársól, Eiríkur og Lára
Íslandsmeistarar í borðtennis
Borðtennisfólk úr KR.
KRingar eru búnir að finna
markvörð til að fylla í skarðið
sem Beitir Ólafsson skildi eftir
sig þegar hann ákvað að setja
fótboltaskóna á hilluna. Hinn nýi
markvörður heitir Simen Lillevik
Kjellevold mun verja KRmarkið í
bestu deild karla í sumar. Hann er
28 ára gamall Norðmaður.
Kjellevold hefur spilað í Noregi
allan ferilinn og þar á meðal hjá
liðum eins og Stabæk, Kongsvinger
og Strömmen. Hann lék síðast með
Grorud IL í norsku b-deildinni þar
sem hann fékk á sig 69 mörk í 30
leikjum. Ole Martin Nesselquist, nýr
þjálfari KR, þekkir Kjellevold mjög
vel en hann fékk hann til Strömmen
fyrir þremur árum síðan. Kjellevold
verður ekki fyrsti norski markvörður
KR-inga því áður hafa þeir André
Hansen og Lars Ivar Moldskred
spilað með liðinu í efstu deild.
Simen Lillevik Kjellevold
í markið hjá KR
Simen Lillevik Kjellevold.
Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892
Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað
Sverrir Einarsson
S: 896 8242
Jón G. Bjarnason
S: 793 4455
Jóhanna
Eiríksdóttir
Útfararstofa Íslands
www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi
Útfararstofa Hafnarfjarðar
www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði
- KR vann nær helming allra verðlauna
Ný stjórn knattspyrnudeildar var kosin í gær á aðalfundi deildarinnar.
Stjórn knattspyrnudeildar 2023-2024: Páll Kristjánsson, formaður - aðrir meðstjórnendur:
Berglind Guðmundsdóttir, Einar Örn Jónsson, Indriði Sigurðsson, Katrín Ómarsdóttir,
Ólafur Már Ólafsson, Sindri Snær Jensson, Valdís Arnórsdóttir
Við hlökkum til komandi starfsárs með nýrri stjórn segir á heimasíðu KR.
Ný stjórn knattspyrnu deildar KR