Feykir


Feykir - 05.01.2022, Blaðsíða 4

Feykir - 05.01.2022, Blaðsíða 4
Árni Björn er Maður ársins á Norðurlandi vestra „Heppinn með fólkið í kringum mig“ Árni Björn Björnsson á Sauðárkróki er Maður ársins 2021 á Norðurlandi vestra að mati lesenda Feykis og Feykir.is. Árni Björn er eigandi veitinga- staðarins Hard Wok Cafe á Aðalgötunni á Sauðárkróki, ásamt Ragnheiði Ástu Jóhannsdóttur konu sinni. Líkt og undanfarin ár stóð Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra. Blaðinu bárust sjö tilnefningar og gafst lesendum kostur á að velja á milli þeirra. Þátttaka var góð og varð niðurstaðan sú að vertinn Árni Björn hlaut flest atkvæðin í kosningunni. Þau Árni Björn og Ragn- heiður Ásta hafa verið dugleg að rétta fram hjálparhönd við ýmis málefni og styðja við það sem er að gerast í samfélaginu. „Til dæmis karfan, stuðningur við fjölskyldu Erlu og svo ótal- margt annað. Þau gera mjög mikið fyrir okkar samfélag og alltaf tilbúin að rétta hjálpar- hönd,“ segir í meðmælum þeirra er tilnefndu Árna. Árni segir útnefninguna koma sér skemmtilega á óvart en vill ekki eigna sér hana einn. Margir hafa lagt hönd á plóg í þeim söfnunum sem farið hafa fram á hans vegum og eiga stóran hlut í þessum verkefnum. „Við vonum náttúrulega alltaf að aldrei þurfi að safna en því miður þá gerist það að fólk verður fyrir skakkaföllum og þá reynum við bara að létta undir. Að gefa svona einn dag marg- faldar áhrifin, t.d. með því að leggja fram 100 þúsund krónur sem getur orðið að einni mill- jón með hjálp fólks. Venjulega fáum við birgja til að styðja við okkur þannig að við erum kannski að leggja tiltölulega lítið fram peningalega séð,“ útskýrir hann. „Maður horfir bara á hlutina þannig og þetta brýtur líka upp hversdags- leikann og svo kynnist maður nýju fólki.“ Tækifæri í Kóvidinu Árni segir reksturinn ganga vel á Hard Wok og segir tækifæri hafa leynst í Kóvidinu. Þannig hafi árið 2020 t.d. toppað öll önnur ár á undan. „Við fundum alveg fyrir Covid í mars og apríl en reyndum að vera dugleg við að hafa alls kyns fjölbreytni í boði til að búa til tekjur og borga starfsfólki. Og svo hefur árið 2021 slegið öll met. Við höfum ekki látið Covidið stoppa okkur heldur brugðist við breyttum aðstæðum, stund- um erfitt en alltaf gengið upp.“ Árni segist mjög ánægður með fólkið í kringum sig og segir frá einum viðskiptavin sem hældi starfsfólkinu. Árni sagðist þá vera heppinn með fólk og sagði þá viðskipta- vinurinn að það væri hæfileiki að vera heppinn. „Þannig að ég hlýt að vera hæfileikaríkur. Ég trúi því að maður laði að sér það sem maður gefur af sér,“ segir hann „...það gefur að gefa. Ég er mjög heppinn með fólkið í kringum mig hvort sem um er að ræða starfsfólk, fjölskyldu, vini eða samfélag og ekki síst góða viðskiptavini. Þessu fólki er ég þakklátur.“ /PF Feykir sagði frá því snemma í desember að tvö ungmenni af Norðurlandi vestra höfðu þá verið valin í U21-landsliðshóp Landssambands hestamanna fyrir árið 2022. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, úr Hesta- mannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra og Þórgunnur Þórarins- dóttir, Skagfirðingi. Guðmar svaraði spurningum Feykis í síðasta blaði ársins, sem kom út fyrir jólin, og nú er komið að Þórgunni. Hún býr á Sauðár- króki, dóttir þeirra Þórarins Eymundssonar, hestahvíslara, og Sigríðar Gunnarsdóttur, sóknarprests. Þórgunnur segir tilfinninguna hafa verið mjög góða þegar hún fékk að vita að hún hefði verið valin í U21-landsliðshóp LH 2022 enda mjög spennandi og mikill heiður. „Það er skemmtilegt að uppskera vel eftir gott ár og vita að maður hafi verið að gera vel. Þetta er líka mikil hvatning fyrir mig að gera ennþá betur,“ segir hún. Segðu frá keppnum sumarsins og hvernig hafa þær gengið hjá þér? „Keppnir sumarsins gengu oftast mjög vel. Það var mikil keyrsla í sumar og mikið ferðalag á okkur fjölskyldunni eins og vanalega. Ég lærði mikið í sumar og hestarnir mínir stóðu sig frábærlega. Aðalmót sumarsins voru Fjórðungsmót Vesturlands og Íslandsmót yngri flokka. Á Fjórðungsmótið mætti ég með Hnjúk frá Saurbæ. Hann er átta vetra stóðhestur úr ræktun for- eldra minna. Við fórum í Borgar- nes að keppa í unglingaflokki og það gekk prýðilega, við höfnuðum í þriðja sæti. Ég hafði ekki háar væntingar til hans þar sem hann var bara að stíga sín fyrstu skref í keppni og við höfðum ekki verið lengi saman. Íslandsmót barna og unglinga var svo nokkrum dögum seinna. Ég vissi að Hnjúkur átti helling inni fyrir það mót og við fórum beinustu leið í A-úrslit eftir forkeppni V1. Einnig urðum við Íslandsmeistarar í fimikeppni á því móti. Hann stóð sig alveg framar vonum. Ég mætti líka með þá Takt frá Varmalæk og Djarf frá Flatatungu á mótið. Þeir fóru báðir í A-úrslit í fimmgangi og ég endaði svo í 2. sæti með Takt í úrslitum. Einnig tók ég þátt í minni mótum eins og stórmóti Hrings. Þar náði ég mínum fyrsta tíma í 100 m skeiði á Gullbrá frá Lóni, 7.72 sekúndur. Það var mjög skemmtileg upplifun.“ Þau eru sigursæl feðginin, ásamt litlu systur, Hjördísi Höllu, sem nældi sér í tvo Íslands- meistaratitla síðasta sumar svo það er forvitnilegt að vita hvort ekki sé hörð samkeppni um keppnishrossin. En eins og gott lið á að vera segir Þórgunnur samkomulagið með keppnis- hrossin alltaf gott: „Við erum öll bara með okkar keppnishesta en auðvitað skiptumst við stundum á,“ segir hún. Íþróttafélag: -Hestamannafélagið Skagfirðingur. Helstu íþróttaafrek: -Íslands- meistari í fimi unglinga og að vera valin í U-21 landsliðið. Skemmtilegasta augnablikið: -Á svo mörg skemmtileg móment, það var virkilega gaman að taka þátt í landssýningunni í Borganesi í sumar. Það var geggjað veður og við Djarfur frá Flatatungu vorum í góðum gír. Þórgunnur og Hnjúkur frá Saurbæ á Íslandsmóti yngri flokka í Hafnarfirði síðastliðið sumar. MYND: SIGRÍÐUR G. Reynir að undirbúa sig vel fyrir hverja keppni ÍÞRÓTTAGARPURINN | palli@feykir.is Þórgunnur Þórarinsdóttir Neyðarlegasta atvikið: -Þegar ég lendi í rokum inni á keppnis- vellinum. Einhver sérviska eða hjátrú? -Ég er ekki hjátrúarfull. Það er kannski engin sérviska en ég vil alltaf vera eins vel undirbúin og ég get og vera búin að græja allt degi fyrir keppni. Mér líður mikið betur þegar ég veit að allt er klárt og þá verða líka minni líkur á ein- hverju óþarfa stressi. Uppáhalds íþróttamaður? -Sara Björk Gunnarsdóttir, [knattspyrnu- kona]. Ef þú mættir velja þér and- stæðing, hver væri það og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Ég myndi vilja keppa í kappreiðum á Gullbrá okkar frá Lóni við meistara Konráð Val á Kjarki frá Árbæjar-hjáleigu. Hvernig myndir þú lýsa þeirri rimmu? -Það yrði allt sett í botn og við Gullbrá gæfum þeim ekkert eftir. Helsta afrek fyrir utan íþrótt- irnar? -Að fara í göngur hjá Einari frænda mínum í Flatatungu. Lífsmottó: -Hugurinn ber þig hálfa leið. Helsta fyrirmynd í lífinu: -For- eldrar mínir eru mínar helstu fyrirmyndir í lífinu. Þau standa alltaf við bakið á mér í öllu sem ég geri og hafa kennt mér nánast allt sem ég kann. Ég er ævinlega þakklát fyrir að eiga þau að. Hvað er verið að gera þessa dagana? -Það er bara verið að þjálfa hesta á fullu og vinna í hesthúsinu alla daga. Undirbún- ingur fyrir komandi keppnis- tímabil gengur vel og er ekki síður skemmtilegt en að keppa. Svo er ég bara í skólanum og eitthvað að reyna að læra á bíl og alls konar fleira gaman. Hvað er framundan? -Það er að halda áfram að þjálfa og verða betri með hverjum deginum, svo byrja mótin í febrúar. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Megi 2022 færa okkur öllum gæfu og gleði. Til hamingju Árni Björn! MYND: PF VIÐTAL Páll Friðriksson 4 01/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.