Feykir - 05.01.2022, Blaðsíða 12
Allir með Feyki!
Það er mikilvægt að halda úti fjölmiðli sem segir fréttir
og fjallar um fólk af Norðurlandi vestra.
Allir íbúar á svæðinu – sem og brottfluttir – eru Feyki mikilvægir
sem umfjöllunarefni og áhangendur.
Stefna Feykis er að gefa út vandað svæðisfréttablað jafnframt því að halda
úti vefmiðli – á jákvæðum nótum. Blaðið kemur út 48 sinnum á ári og fer
til áskrifenda og er selt í lausasölu í landshlutanum.
Áskrifendur eru Feyki nauðsynlegir.
Er ekki upplagt að gerast áskrifandi að
góðu blaði og fréttum af þínu fólki?
Hafðu samband í síma 455 7171
eða sendu póst á feykir@feykir.is BORGARFLÖT 1 | 550 SAUÐÁRKRÓKUR | SÍMI 455 7176 | FEYKIR.IS
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
01
TBL
5. janúar 2022 42. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Dregið var í Draugamóti
Molduxa á milli jóla og nýárs en
um fjáröflunarleik var að ræða
sem kom í stað körfuboltamóts
sem haldið hefur verið fyrir
almenning annan dag jóla í
rúman aldarfjórðung. Ekki er
hægt að segja að stemningin
hafi verið mikil að þessu sinni
þar sem einungis þrír aðilar
tóku þátt í liðakeppninni en
fjórir í einstaklingsflokki.
Líkt og árið áður reyndist ekki
hægt að halda Jólamót Molduxa
vegna Covid aðstæðna og því
brugðið á það ráð að efna til
fjáröflunarleiks þar sem allur ágóði
af mótunum hafa runnið til körfuknattleiksdeildar
Tindastóls. Árið 2020 tóku fjölmörg lið þátt og
sama má segja um einstaklingaflokkinn en nú var
stemningin í algjöru lágmarki þar sem aðeins þrír
aðilar skráðu sig til leiks. En vegna mikils áhuga
þessara þriggja náðust 14 lið í pottinn þar sem
Molduxar sendu tíu lið, Agent MoMo þrjú og
meistararnir frá því í fyrra, Bústaðaálfar, eitt. Fjórir
tóku þátt í einstaklingskeppninni, hjónin Aldís Una
Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson, Haraldur
Leifsson og brottflutti Króksarinn Sigurður Jóhann
Hallbjörnsson.
„En samt sem áður eru Molduxar stoltir að geta
enn og aftur önglað saman smá upphæð, með hjálp
þátttakenda, og lagt körfuboltadeildinni lið sem
ekki veitir af í þessum Covid leiðindum. Með hjálp
einhverrar vítisvélar af Netinu var sigurliðið dregið
út og reyndist vera Agent MoMo þ(yngsta) liðið.
Fær það gjafabréf upp á tíu manna flatbökuveislu á
Hard Wok Cafe og gullpening um hálsinn.
Allir einstaklingarnir fengu verðlaun, Sigurður
Jóhann fær tvær pizzur af matseðli hjá Sauðá, Stefán
hamborgaramáltíð á N1 og Aldís sólskin í glasi og
Draugamót Molduxa
Agent MoMo meistarar
Kraftframherji Agent MoMo, Jóhannes Björn Þorleifsson, tekur við verðlaunum úr hendi Vignis
Kjartanssonar, formanns kærunefndar Jólamóts og þingforseta Molduxa. MYND: PF
Huldufólk séð
Það halda menn að það
muni vera til ennþá þó fáir
hafi af því að segja. – Það var
eitt sinn og ekki mörg ár
síðan að einn maður var á
ferð frá kirkju og var komið
fram á nótt því hann átti
langa leið heim til sín. Það
var stór hóll á leiðinni, þó
dálítið úr vegi. Maðurinn
reið ungum hesti frískum, valla fulltömdum. Þegar
hann var kominn yfir af hólnum þá gat hann ekki
látið hestinn fara götuna, heldur þýtur hann upp
undir hólinn og stendur þar; og þó hann keyri
hann þá dugir það ekki. So fer maðurinn af baki og
þykir þetta undarlegt. Í því sér hann hvar maður
stendur við hest þar lítið frá. Maðurinn var dálítið
kenndur og kallar til hins að hann skuli gefa sér í
staupinu, en hinn anzaði öngu og hvarf so. En
maðurinn fór á bak og reið sína leið og heim. /PF
Þjóðsögur Jóns Árnasonar
Álfar
Góð þátttaka var í Jólakrossgátu Feykis líkt og fyrri ár
og flestar lausnir réttar sem sendar voru inn.
Með hjálp tölvunnar var dregið úr réttum lausnum og
dreifðust vinningar um allt Norðurland. Lausnarorðið
er: Jólasveinarnir eru komnir af tröllakyni. Í verðlaun eru
bækur frá bókaútgáfunum Hólar og Veröld og þau hljóta:
Kristján Helgi Björnsson Hvammstanga;
Guðni á ferð og flugi :: Guðjón Ragnar Jónasson skráði
Jóhanna Björnsdóttir Sauðárkróki;
Fugladagbókin :: Sigurður Ægisson
Katrín Ösp Stefánsdóttir Akureyri;
Spæjarahundurinn :: Guðjón Ingi Eiríksson
Feykir þakkar öllum þeim sem tóku þátt og óskar vinn-
ingshöfum til hamingju með bækurnar. /PF
Þrjú heppin fá vinning
Jólakrossgáta Feykis
sælkerasamlokur hjá Lemon Sauðárkróki og
Haraldi verður komið á óvart hjá N1. Molduxar
þakka þátttökuna og þessum frábæru fyrirtækjum
að styrkja verkefnið. Áfram Tindastóll!,“ segir á
Facebook-síðu Molduxa. Innkoma leiksins var
288.000 krónur og að viðbættum smá jólabónus
millifærðu Molduxar inn á körfuboltadeildina
kr. 300.000.
„Við erum verulega þakklátir fyrir að hafa
loksins landað sigrinum. Við þurftum reyndar
utanaðkomandi hjálp en þetta er langþráð,“ sagði
Jóhannes Björn Þorleifsson, sá er bar ábyrgð á
skráningu Agent MoMo liðanna á mótið. „Þetta er
ellefu ára gamalt lið og eru þetta fyrstu verðlaunin
sem það krækir í. Og þetta er líklega fyrsti
peningurinn sem ég fæ á ævinni. Ég er gríðarlega
stoltur af þessu og þakklátur.“
Jóhannes segir liðið vera hugarfóstur Magnúsar
á Þverá, hann sé einvaldur í liðinu og honum fylgt í
einu og öllu. „Við höfum aldrei æft en við höldum
samkomur innan liðsins og gleði en þetta lið mun
aldrei æfa,“ segir kappinn um leið og hann kveður
með „Áfram Tindastóll!“ /PF
Í tuttugasta sinn hafa lesendur Húnahornsins valið
Jólahús ársins á Blönduósi og að þessu sinni varð
Heiðarbraut 12 fyrir valinu. „Húsið er ríkulega
skreytt jólaljósum sem fangar hinn sanna jólaanda og
sannarlega vel að viðurkenningunni komið. Eigendur
hússins eru Heiðbrá Hrund Kristjánsdóttir og
Kristján Jóhannsson,“ segir í frétt miðilsins.
Þau hús sem tilnefnd voru oftast, fyrir utan
Heiðarbraut 12, voru Urðarbraut 15, sem vann leikinn í
fyrra, Brekkubyggð 17, Hlíðarbraut 17 og Blöndubyggð
6b. Þegar allar tilnefningar voru taldar hlaut Heiðar-
braut 12 þær flestar. Þetta er í annað sinn sem hús við
Heiðarbraut fær viðurkenningu í jólaleiknum en fyrra
skiptið var árið 2014. /ÓAB Heimild: Húni.is
Heiðarbraut 12 valið
Jólahús ársins á Blönduósi