Feykir


Feykir - 05.01.2022, Blaðsíða 8

Feykir - 05.01.2022, Blaðsíða 8
Doktorsvörn Herdísar Steinsdóttir í Danmörku Námið hefur borið hana víða um heiminn Íslendingar hafa löngum sótt sér sérhæfða framhaldmenntun út fyrir landssteinana og hefur Danmörk fóstrað margan stúdentinn á liðnum öldum, enda flestir sammála um að danska menntakerfið og umgjörð sú er nemendum stendur þar til boða sé til fyrirmyndar. Í tilfelli Herdísar Guðlaugar Steinsdóttur frá Hrauni á Skaga var háskólanám í Óðinsvéum ekki erfið ákvörðun enda dönsk að hálfu, dóttir Merete Rabølle og Steins Rögnvaldssonar, en hún varði doktorsritgerð sína í líffræði við SDU eða Suður Danska Háskólann þann 12. nóvember síðastliðinn. Herdís hefur lifað viðburðaríku lífi þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gömul en námið hefur borið hana víða um heiminn við rannsóknir og úrvinnslu gagna sem tengdust lokarit- gerðinni. Hún fékk fáeinar spurningar sem snéru að viðfangsefninu og hverju hún komst að. „Ritgerðin fjallaði um loft- firrta metan oxun í súrefnis- snauðum hafsvæðum,“ segir Herdís hefur farið víða í náms- og rannsóknarverkefnum sínum. Á myndinni hér neðst fyrir miðju sést Herdís verja doktorsritgerð sína í Óðinsvéum. Herdís við rannsóknir nálægt Mexíkó. MYNDIR: AÐSENDAR Herdís. „Heilt yfir litið hefur súrefnismagn róttæk áhrif á líf- kerfi sjávar, eins og raun hefur borið vitni í Kolgrafarfirði þar sem súrefnisþurrð hefur nú oftar en einu sinni valdið síldardauða. Víðtækar mæling- ar sýna einnig að súrefnisþurrð eykur þéttni metans og verður sífellt algengari á heimsmæli- kvarða.“ Stóra spurningin, sem var hvatinn að ritgerðinni, var því hvort að súrefnisþurrð myndi auka metanlosun frá sjó til andrúmsloftsins, eða hvort örverur þar gætu miðlað loftfirrtri metan oxun og þar með takmarkað eða jafnvel komið í veg fyrir aukna losun. Rannsóknin sýndi að þó svo að þéttni metans ykist við súr- efnissnauðar aðstæður voru litlar líkur á aukinni losun til andrúmsloftsins, þar sem skil- virk loftfirrt metan oxun fór fram. Þar sem metan er sterk gróðurhúsalofttegund, þá hefði það hugsanlega haft áhrif á loftslagsbreytingar „Við höfum hér öðlast aukna þekkingu á þeim þáttum sem stjórna (og stjórna ekki) virkni metan oxunar, með því að sýna fram á að loftfirrt metan oxun getur verið jafn skilvirk og loftháð metan oxun. Eftir því sem ég best veit er þetta því fyrsta rannsóknin sem gerð hefur verið á virkni, ferlum, og stjórn loftfirrtrar metan oxunar í súrefnis- snauðum hafsvæðum. Ein ástæða fyrir vöntun á rann- sóknum á þessu sviði eru aðferðafræðilegar áskoranir tengdar því að mæla loftfirrta ferla á hnetti þar sem „skaða- mengandi“ súrefni leynist allstaðar. Hluti rannsóknanna fólst því í að þróa aðferðir til þessa.“ Herdís var m.a. við rann- sóknir undan ströndum Kosta Ríka, í Kyrrahafi við strendur Mexíkó, í Kaliforníu og eitt sumar á rannsóknarskipi á Grænlandssundinu milli Sval- barða og Grænlands. Námið dró hana einnig til Spánar og Póllands og hluta úr sumri vann hún hjá Biopol á Skaga- strönd. „Einlæglega þakklát fjölskyldunni minni“ Skólagangan er vissulega orðin nokkuð löng. Fyrst í grunn- skólanum á Sauðárkróki þar sem hún varði, auk skólatím- ans, um það bil einni vinnuviku á mánuði í skólabílnum í tíu ár, síðan stúdent frá FNV og í beinu framhaldi háskólanám í Danmörku. En hvað ætli taki nú við? Þessa dagana er hún að vinna að rannsóknaráætlun í Ísrael þar sem hugmyndin meðal annars er að rannsaka örverusamfélögin í kóral vist- kerfunum í Rauðahafinu, og læra sitthvað um menningu Miðausturlanda í leiðinni, en til Ísraels er hún að flytja ásamt kærastanum Grigory Solo- matov sem er að ljúka doktors- námi í stærðfræði og hefur störf í Tel Aviv eftir áramótin. Hún verður því komin nokkuð langt að heiman frá Skaganum og heiðinni sem hefur togað hana til sín á haustin þegar tími hefur gefist, til að smala með foreldrum sínum á Hrauni og systur, Karen bónda í Víkum. Í síbylju umræðunnar um mismunandi möguleika fólks og aðgengi að námi þar sem landsbyggðin hefur stundum verið töluð niður og brottfall úr námi þar tíundað meira en gengur og gerist, þá er Herdís góður fulltrúi þeirra sem hafa ekki látið slíkt hrína á sér. Þvert á móti er gaman að lesa í þakkarorðum hennar hvernig það veganesti sem uppeldið og uppruninn eru, reynast þegar tekist er á við verkefni á heimsvísu. „Ég er einlæglega þakklát fjölskyldunni minni fyrir að minna mig reglulega á hvar ræturnar liggja, heima á mínu kæra Hrauni á Skaga. Og foreldrum mínum fyrir að vera einstakar fyrirmyndir og kenna mér mikilvægi þess að leggja sig ávallt fram, hvort sem verkefnið sé að smala fé, gera við girðingar, eða að skrifa doktorsritgerð,“ segir Herdís að lokum. VIÐTAL Gunnar Rögnvaldsson 8 01/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.