Feykir - 05.01.2022, Blaðsíða 7
Stefán Vagn Stefánsson
Stefán er í stóru hlutverki sem oddviti síns flokks og
ekki síður sem fyrsti þingmaður kjördæmisins og
formaður atvinnuveganefndar.
Reynsla hans í sveitarstjórnar-
málunum sem og í fyrri störfum
nýtist honum vel og má segja að
Stefán sé meistari í pólitík. Hann
kann að leiða fólk saman að settu
markmiði og nýtur trausts.
Hæfileikar hans í pólitíkinni
munu færa honum bæði virðingu
og velgengni.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún, utanríkis- og þróunarsamvinnuráð-
herra, er kona mikilla verka og gjarna með mörg járn í
eldinum. Hún er sterk á hinu
pólitíska sviði og er að feta nýjar
slóðir sem utanríkisráðherra.
Einna helst þyrfti hún að gæta sín
á að hafa ekki of margt í gangi í
einu því orka hvers og eins er
takmörkuð og á líka við kjarn-
orkukonur. Ef Kolbrún nær að
halda jafnvægi á orku og at-
höfnum er framtíð hennar björt og árangursrík í nýju
embætti. Það er ekki að sjá í spilunum að hún setjist í
formannsstólinn á næstunni.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
Lilja Rannveig, Framsóknarflokki, náði athyglisverðum
árangri í kosningunum. Hún kemur ný inn í þing-
mannalið kjördæmisins og er 3. þingmaður þess. Hún
er að hefja skemmtilegan og
krefjandi kafla í sínu lífi en það
sem hjálpar henni til að ná
árangri í störfum sínum er að
hún hefur mikinn áhuga, góða
útgeislun og hugrekki sem þarf
til að taka erfiðar ákvarðanir.
Hún er snjöll og tryggur
einstaklingur og ætti ætíð að
vera heiðarleg og sýna áreiðanleika í samskiptum við
aðra. Þá farnast henni vel.
Bjarni Jónsson
Bjarni kemur nú í fyrsta sinn sem kjördæmakjörinn
þingmaður fyrir Vinstri grænna á Alþingi og fékk
embætti formanns utanríkis-
málanefndar. Hann er ekki alveg
reynslulaus þar sem hann hefur
setið á Alþingi sem varaþing-
maður og tók fyrst sæti sem slíkur
í mars 2017. Bjarni er duglegur og
áræðinn í störfum sínum fyrir
kjördæmið en hann mætti taka
góðum ábendingum vel frá
öðrum, það gæti þurft til að komast rétta leið. En rétta
sýna mér skírt en mér sýnist ekki. Það sem þær segja
mér er að sumarið verður mikið ævintýri og mörg stig
í pottinum eftir marga glæsta sigra. Ég gæti samt trúað
að þær taki þátt í baráttunni um sætið sem fer upp.
Í körfuboltanum ætti enginn að gera ráð fyrir titlum
á Krókinn í meistaraflokkum Tindastóls. Þó stemningin
núna sé ekki alveg eins og best verður á kosið verður
liðið samt í topp fimm í lok tímabils. Í úrslitakeppninni
verður allt eins og á að vera, hörku leikir, fín úrslit og
spenna í algleymingi. En því miður nær liðið ekki í
úrslitaleikinn og tilfinningar stuðningsmanna bresta
með látum. Ljóst er að töluverðar breytingar munu eiga
sér stað eftir tímabilið og biðin langa eftir titli heldur
áfram.
Konurnar halda áfram að berjast í sinni deild og svo
sum ekki mikið um það að segja. Þær safna reynslu í
sarpinn og eiga bara að njóta þess. Þær eru ekki að fara
að blanda sér í toppbaráttuna en fólk ætti að styðja
heilshugar við bakið á þeim og sýna þeim stuðning á
pöllunum. Þær eiga það skilið.
Það eru einhverjar dökkar blikur yfir golfíþróttinni
í Skagafirði og líklegt að komi upp einhver erfið mál
innan klúbbsins. Ég sé mikið stress og áhyggjur yfir
einhverju misjöfnu, líkt og falin vandamál muni koma
upp á yfirborðið. Þetta mun hafa einhverja eftirmála
sem illt er að henda reiður á. En annars er klúbburinn
á góðu skriði og á góða tíma framundan þegar þetta
fyrrnefnda er yfirstigið.
Einhverjir erfiðleikar munu einnig hrjá hestafólk í
Skagafirði og sú velgengni sem var á síðasta ári lætur á
sjá á einhverjum vettvangi hestasamfélagsins. Sé ekki
alveg hvað verður en einhverjir erfiðleikar yfirvofandi.
Húnvetningar munu halda sínu striki og ná eftir-
tektarverðum árangri á keppnisbrautunum.
Frjálsíþróttafólkið í UMSS mun eiga ljómandi gott
keppnisár líkt og áður og án efa að einhverjar medalíur
eigi eftir að koma í hús. Einhver innan hópsins mun ná
eftirtektarverðum árangri.
Þingmenn
Ekki er langt síðan Alþingiskosningar fóru fram og það
helsta sem fólk man eftir og jafnvel stendur upp úr er
talningarklúðrið í Borgarnesi sem hafði þau áhrif í
okkar kjördæmi að Bergþór Ólason, Miðflokki, fór á
þing á kostnað Viðreisnarmannsins Guðmundar
Gunnarssonar, sem datt út eftir fræga endurtalningu.
Nokkrar breytingar urðu á þingmannaliði kjördæmis-
ins bæði hvað varðar ný andlit og sætaskiptingar og
telur seiðskrattinn þingmennina yfir höfuð eiga eftir að
standa sig með ágætum. Ekki breytast niðurstöður
neitt þótt búið sé að kæra úrslitin en vissulega fær
íslenska ríkið tiltal frá dómstól utan úr Evrópu og gert
að tryggja að farið verði eftir öllum reglum um kosn-
ingar í framtíðinni. „Burtséð frá því er það ótrúlegt að
ekki skyldi hafa verið gerðar athugasemdir áður þar
sem þetta fyrirkomulag hefur viðgengist lengi,“ segir
hinn dularfulli seiðskratti sem hefur þetta að segja um
þingmennina okkar:
leiðin er ekki alltaf sú sem virðist hin færasta í upphafi
svo óvæntir viðburðir eða skyndileg breyting gætu leitt til
þess að Bjarni eigi erfitt uppdráttar í þingflokknum eða í
ríkisstjórninni og jafnvel að það kosti vinaslit. Gott er að
muna að enginn er annars bróðir í leik.
Haraldur Benediktsson
Haraldur kemur ekki eins hnarreistur á Austurvöllinn
og fyrir fjórum árum er hann leiddi Sjálfstæðisflokk-
inn í kjördæminu. Hann tapaði sæti sínu til Þórdísar
Kolbrúnar í prófkjöri og líkaði illa
en ákvað eftir mikla yfirlegu að
þiggja sætið þótt honum hafi
fundist illa vegið að sér líkt sem
hnífur í bak. Haraldur mun sjá að
enn stendur hann frammi fyrir
öflugri andstöðu í sínu pólitíska
framapoti en með varfærni mun
hann yfirstíga hindranir og ná að
sýna hvað í honum býr. Hann ætti helst að passa sig á að
rasa ekki um ráð fram því þá er hætta á að afdrifarík
mistök muni fella hann og óvirðing hljótast af.
Eyjólfur Ármannsson
Eyjólfur er nýr á sjónarsviði pólitíkurinnar en hann
náði glæsilegri kosningu fyrir Flokk fólksins í Norð-
vesturkjördæmi. Eins og ein-
hverjir muna rataði hann í frétt-
irnar fyrir brandara sem ekki féll í
kramið hjá nútíma Íslendingum.
En Eyjólfur er ekki bara brand-
arakarl því hann á eftir að gera
góða hluti í pólitíkinni og njóta
síaukinna vinsælda og velgengni
hans er rétt komin af stað í þessu starfi. En Eyjólfur þarf
að vara sig á því að láta ekki velgengni sína og allan hans
ávinning stíga sér til höfuðs eða hafa áhrif á sinn póli-
tíska þroska.
Halla Signý Kristjánsdóttir
Halla Signý er ekki öfundsverð fyrir sína stöðu í
Framsóknarflokknum. Þrátt fyrir að að vera varafor-
maður þingflokksins eru aðstæð-
urnar hreint ekki eins og hún
myndi vilja hafa þær. Hún fékk
slæma útreið í prófkjöri flokksins
og það má vera að það hafi áhrif á
vinnu hennar og samskipti við
flokkssystkini. Vertu heiðarleg og
haltu trúnað, það er þinn hagur!
Halla ætti að huga vel að heilsu
sinni, sérstaklega andlegu hliðinni, þar sem mikið
reynir á hana. Einnig gætu fjárhagsleg vandræði verið
framundan en ekki örvænta því ýmsar lausnir eru
mögulegar til að sneiða hjá þeirri vá.
Bergþór Ólason
Bergþór stendur vel undir nafni sem kletturinn sem
brýtur á. Hann flaug inn á þing úr hringekju upp-
bótarþingmanna á kostnað Guð-
mundar Gunnarssonar eins og
áður segir. Hann gegnir stöðu þing-
flokksformanns Miðflokksins, sem
er sá fámennasti á Alþingi nú og
telur aðeins tvo eftir að Birgir
Þórarinsson ákvað að yfirgefa fé-
laga sína skömmu eftir kosningar.
Eftir gamlar syndir kemur að
því að Bergþór nær vopnum sínum á ný þar sem hann
hefur mikla hæfileika og eflist bara í mótlætinu. Farsælt
verður honum að fara sínar eigin leiðir og láta ekki
stjórnast um of af hópþrýstingi. En allt þetta reynir á
þrek Bergþórs og hans nánustu og þarf hann að gæta vel
að heilsu sinni og sinna ástvina.
Mikið hefur verið landað í Skagastrandarhöfn á liðnu ári og má búast
við að svo verði einnig á nýju ári. MYND: FE
Stemningsmynd úr klefanum að leik loknum hjá Kormáki Hvöt.
SKJÁSKOT AF FACEBOOK
01/2022 7