Feykir - 05.01.2022, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F
Farandbikar Stefáns og Hrafnhildar
Laufey Harpa heiðruð
Vegna Covid ástands var fólki
ekki stefnt saman á síðasta ári
frekar en nú og frestaðist að
afhenda bikarinn. Nú var hins
vegar ákveðið að bíða ekki
lengur og afhenda viðurkenn-
inguna í látlausri athöfn í
húsnæði KS á Ártorgi.
Í greinargerð viðurkenn-
ingarinnar segir: „Laufey Harpa
Halldórsdóttir er fædd árið
2000. Hún var ekki gömul
þegar hún byrjaði að æfa
knattspyrnu með liði Tinda-
stóls. Hún vakti snemma
athygli og það var ljóst að þar
var á ferð góð íþróttakona.
Laufey hefur þroskast vel sem
knattspyrnukona og hefur á
undanförnum árum spilað stórt
hlutverk í liði Tindastóls. Á
síðasta tímabili var hún í liði
mfl. kvenna sem vann sér
keppnisrétt í efstu deild kvenna,
Pepsí Max deildinni. Laufey var
þar ein af burðarásum liðsins.“
Þetta er vitaskuld ársgömul
upptalning og ýmislegt sem
hefur breyst. Stelpurnar í
Tindastól búnar að leika í deild
hinna bestu og Laufey Harpa
búin að skipta um félag þar
sem hún mun leika með
Breiðablik á næstu leiktíð.
Laufey til Blika
„Það er mikilvægt að breyta til
og taka þau tækifæri sem
bjóðast þannig að það eru
mjög spennandi tímar fram-
undan,“ segir Laufey sem
væntanlega fer suður um
miðjan janúar. Hún stundar nú
nám í kennarafræðum í fjar-
námi frá Háskólanum á Akur-
eyri. Hún segir það hafa verið
mjög erfitt að kveðja upp-
eldisfélagið og heimabæinn en
ákveðið að taka skrefið og
reyna sig á öðrum miðum. „Ég
hlakka samt til að fylgjast með
Tinastól í sumar og vona að
þeim gangi vel!“
Það voru þeir bræður Ómar
Bragi og Stefán Vagn sem
veittu Laufeyju viðurkenning-
una sem kennd er við foreldra
þeirra. /PF
Laufey Harpa ásamt Stefáni Vagni og Ómari Braga við afhendinguna. MYND: PF
Kormákur Hvöt
Aco Pandurevic ráðinn þjálfari
Meistaraflokksráð Kormáks Hvatar
hefur ráðið Aco Pandurevic sem
aðalþjálfara fyrir sumarið 2022.
Samkvæmt tilkynningu frá ráðinu býr
Aco yfir leikmannareynslu úr
heimalandi sínu Serbíu, Slóvakíu og
Færeyjum, en á Íslandi hefur hann
spilað með Ægi frá Þorlákshöfn
síðastliðinn áratug.
„Aco hefur verið í þjálfarateymi
Þorlákshafnarbúa undanfarin þrjú
sumur og er handhafi UEFA-B gráðu í
þjálfun, auk þess að hafa komið að
þjálfun erlendis. Hann mun verða
búsettur á Blönduósi og flytur þangað
búferlum um leið og frost fer að liðast
úr jörðu á útmánuðum,“ segir í tilkynningunni.
Þar kemur einnig fram að stjórnin hafi miklar
væntingar til Aco og horfi mjög björtum augum
til baráttunnar í 3. deildinni í sumar.
„Aco hefur þegar tekið til starfa, en fyrsta
verkefnið verður að móta sterkan kjarna leik-
manna norðan heiða og undirbúningur fyrir
gríðarlega snúinn riðil í Lengjubikarnum."
Acai Rodriguez áfram með liðinu
Þá hefur Acai Nauset Elvira Rodriguez, einn allra
mikilvægasti leikmaður Kormáks Hvatar úr upp-
ferðarsumrinu 2021, gert samkomulag um að
Í lok árs var Laufeyju Hörpu Halldórsdóttur, fótboltakonu á
Sauðárkróki, veittur farandbikar og skjöldur til minningar um
Stefán Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupfélags
Skagfirðinga, og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur. Bikarinn var
fyrst veittur fyrir um áratug og hefur sú athöfn farið fram jafnhliða
úthlutun menningarstyrkja Kaupfélags Skagfirðinga.
Aco Pandurevic skrifar undir samning við Kormák Hvöt.
MYND AÐSEND
Körfuknattleiksdeild Tindastóls
Zoran Vrkic á Krókinn
Nú um áramótin var gerð breyting á karlaliði
Tindastóls í körfuboltanum þar sem hinn
eitilharði varnarmaður, Thomas Massamba, hélt
heim á leið en í hans stað kom tveggja metra
Króati, Zoran Vrkic.
Á Facebooksíðu körfuknattleiksdeildar Tinda-
stóls segir að Zoran þessi þyki góður skotmaður
og reynslumikill leikmaður sem hefur m.a. spilað
í efstu deildum á Spáni og Grikklandi. Hann er
fæddur 1987 og því á 35. aldursári. Það er vonandi
að þessi risi smellpassi í Stólana og leiki jafn
öfluga vörn og sóknarbolta og hann sýnir í
myndbandi sem sjá má á Feykir.is.
Af öðrum tíðindum úr herbúðum Tindastóls
þá heilsast þeim fjórum, er smituðust af Covid
fyrir jól, vel og komið hefur verið í veg fyrir
frekari útbreiðslu með viðeigandi sóttvarnar-
aðgerðum, samkvæmt því sem fram kemur á FB-
síðu deildarinnar. /PF
Zoran Vrkic á að geta sett'ann. MYND AF NETINU
Knattspyrnudeild Tindastóls
Sæþór Már ráðinn í starf
framkvæmdastjóra
Stjórn knattspyrnudeildar
Tindastóls hefur ráðið Sæþór
Má Hinriksson í starf fram-
kvæmdastjóra deildarinnar.
Sæþór Már mun vinna náið
með stjórn knattspyrnudeildar
Tindastóls, barna- og unglinga-
ráði félagsins og þjálfurum.
Sæþór, sem á rætur að
rekja að Syðstu-Grund í
Blönduhlíð, er með stúdents-
próf frá Fjölbrautaskóla Norð-
urlands vestra og diplómu-
gráðu í viðburðastjórnun frá
Háskólanum á Hólum. Hann
hefur þegar hafið störf. /ÓAB
spila áfram með liðinu sumarið 2022. Þetta er
gríðarlega mikilvægt skref í áttina að því að
tryggja að mikilvægustu púslin taki sér stöðu og
geri sig klár í þeirri spennandi baráttu sem er
framundan í 3. deild.
Acai spilaði 16 leiki með Kormáki Hvöt í
miðverðinum og skoraði næstum því eitt mark.
Hann les leikinn gríðarlega vel og kom ótal
sinnum til bjargar á síðustu stundu. Utan vallar er
Akai hvers manns hugljúfi og hlakkar mikið til að
koma aftur heim á Blönduós. Í vetur hefur Acai
spilað með liði Yaiza í hinni heimabyggð sinni,
Kanaríeyjum. /PF
Íþróttamaður USVH
Dagbjört Dögg varð fyrir valinu
Dagbjört Dögg Karlsdóttir,
körfuknattleikskona, hefur verið
kjörin Íþróttamaður USVH 2021.
Á heimasíðu USVH kemur fram að
Dagbjört hafi verið valin
varnarmaður ársins í úrvalsdeild
kvenna seinasta vor og er hún
byrjunarliðsmaður í A landsliði
Íslands. Þá varð liðið hennar,
Valur, Íslands- og deildarmeistari
á síðasta tímabili.
„Í dag er Dagbjört með bestu
3ja stiga nýtingu í úrvalsdeildinni
og á meðal stigahæstu íslensku
leikmanna deildarinnar. Hún er
lykilleikmaður í Val og hefur
þrisvar sinnum verið valin í lið
umferðarinnar það sem af er
tímabilinu og er hún með 17,22 sig
að meðaltali í leik,“ segir á usvh.is.
Í 2. sæti í kjörinu varð Viktor
Ingi Jónsson, knattspyrnumaður
og Helga Una Björnsdóttir, hesta-
íþróttakona, í því þriðja. /PFDagbjört Dögg. MYND AF NETINU
01/2022 5