Feykir - 26.01.2022, Blaðsíða 11
FRÁ BYGGÐASAFNI SKAGFIRÐINGA
Bryndís Zoëga skrifar
Skráning torfhúsa í Skagafirði
Gamli torfbærinn í Glaumbæ
og torfkirkjan á Víðimýri eru
þekkt kennileiti í Skagafirði.
Svo mjög að segja má að
þau séu samofin ímynd
Skagafjarðar. Þetta eru
torfbyggingar sem tilheyra
húsasafni Þjóðminjasafns
Íslands sem ber ábyrgð á
viðhaldi þeirra og varðveislu
til framtíðar.
Íslenski torfbærinn þróaðist út
frá norður-evrópskri bygging-
arhefð sem barst hingað til
lands með landnámsmönnum.
Torfið var þekkt byggingarefni
víða um heim en notkun þess
varð hvergi jafn útbreidd og
hér á landi. Torfið var helsta
byggingarefni íslensku þjóðar-
innar fram á 20. öld en með
tilkomu nýrra byggingarefna
eins og innflutts timburs og
steinsteypu hurfu þessi hús eitt
af öðru eftir því sem hætt var
að nota þau. Auk þeirra húsa
sem tilheyra húsasafni Þjóð-
minjasafnsins hafa einstaka
torfhús varðveist, oftast vegna
þess að þau hafa verið lengi í
notkun og fengið eitthvert
viðhald. Þessi hús eru heimild
um hverfandi byggingararf/
-list og ekki síður hverfandi
þekkingu á bæði byggingar-
efninu og handverkinu. Hand-
verksþekkingin er grundvöllur
þess að við getum varðveitt
húsin og þann menningararf
sem þau geyma.
Á nýliðnu ári fékk Byggða-
safn Skagfirðinga styrk frá
Minjastofnun Íslands til þess
að skrá uppistandandi torfhús
í fyrrverandi Lýtingsstaða- og
Seyluhreppi, og Akrahreppi.
Markmið með verkefninu var
að fá yfirlit yfir fjölda, ástand,
hlutverk og gerð torfhúsa í
þessum hreppum og í fram-
haldinu í Skagafirði öllum.
Slíkt yfirlit hefur aldrei verið
tekið saman og er forsenda
þess að hægt sé að móta stefnu
um verndun torfhúsa.
Tveir síðustu vetur
afdrifaríkir fyrir nokkur
húsanna
Verkefnið samanstóð af þrem-
ur þáttum; heimildaöflun,
vettvangsskráningu og skýrslu-
gerð sem unnir voru af starfs-
mönnum fornleifadeildar
Byggðasafnsins. Ritaðar heim-
ildir um torfhús, einkum
útihúsin, eru af skornum
skammti en safnið naut
liðsinnis og sérfræðiþekkingar
starfsfólks Héraðsskjalasafns
Skagfirðinga við heimilda-
öflun. Vettvangsskráning fór
fram í ágúst og september og
voru 24 staðir heimsóttir og
alls 29 hús skráð. Langflest
húsanna eru í Akrahreppi og
munar þar um Tyrfingsstaði
þar sem, auk gamla bæjarins,
er búið að endurbyggja fjölda
útihúsa úr torfi, m.a. með
námskeiðshaldi í torfhleðslu
og grindasmíði á vegum
Fornverkaskólans. Fyrir utan
húsin á Tyrfingsstöðum, sem
Fjósið á Syðstu-Grund
Þegar keyrt er fram hjá Syðstu-Grund í Blönduhlíð sjá glöggir vegfarendur torfhús á túninu sunnan við
bæinn. Þetta er gamla fjósið á Syðstu-Grund sem síðast var notað sem hesthús. Húsið var í notkun fram
á 9. áratug síðustu aldar og hefur staðið þokkalega síðan þó útveggir og þak séu farin að láta á sjá. Fyrir
um tveimur árum fór að síga á ógæfuhliðina og húsið er farið að snarast til vesturs. Byggingin stendur stök
á gamla túninu og fer vel í sínu umhverfi.
MYND: BRYNDÍS ZOËGA-BSK
Gamli bærinn í Bakkakoti
Í Bakkakoti í Lýtingsstaðahreppi stendur enn uppi hluti gamla torfbæjarins, sem búið var í til 1958. Húsið er orðið hrörlegt og
lítið eftir af torfi en hægt er að ganga inn í það. Í framhúsinu voru tvær stofur en innar eldhús og búr. Baðstofan var austan við
en er niður fallin. Búið er að setja net yfir þakið til að verja það og einnig negla fyrir hluta glugga á framhliðinni.
MYND: BRYNDÍS ZOËGA, BRENDA PREHAL-BSK
flest hafa fengið hlutverk, var
aðeins eitt hús enn í notkun en
það var reykkofi á Stóru-
Ökrum, sem að hluta til er úr
torfi og grjóti en nýlega var
hætt að nota tvo aðra reykkofa.
Ástand húsanna sem skráð
voru er afar misjafnt og eru
mörg þeirra orðin ansi hrörleg
og stutt í að þau falli endanlega.
Þar getur munað um einn
slæman vetur. Tveir síðustu
vetur reyndust afdrifaríkir
fyrir nokkur húsanna sem
skemmdust töluvert og a.m.k.
tvö hús féllu alveg. Það leiðir
hugann að áhrifum lofts-
lagsbreytinga á torfhús en gera
má ráð fyrir því að öfgar í
veðurfari, s.s. tíðari stormar og
aukin úrkoma, hafi neikvæð
áhrif á þau. Það ýtir undir
hversu brýnt það er að skrá
þessi hús svo hægt sé að taka
ákvörðun um framtíð þeirra.
Almennt var áhugi meðal
húseigenda að viðhalda hús-
unum og höfðu sumir jafnvel
hug á að nýta húsin, s.s. í
ferðaþjónustu eða fyrir skepn-
ur. Á Þorljótsstöðum í Vestur-
dal hafa landeigendur tekið
fyrsta skrefið og eru byrjuð á
viðgerðum á gamla bænum
með aðstoð Helga Sigurðs-
sonar hjá Fornverki ehf.
Nú styttist í að lokaskýrsla
fyrri hluta verkefnisins líti
dagsins ljós og á meðfylgjandi
myndum má sjá þrjár gerðir
torfhúsa sem skráð voru sl.
sumar. Sótt hefur verið um
fjárveitingu til þess að halda
verkefninu áfram á þessu ári
og nú er markmiðið að klára
Skagafjörð allan. Heimilda-
öflun fer fljótlega í gang og
ábendingar um uppistandandi
torfhús eru vel þegnar.
Hraunlækjarkofi
Hraunlækjarkofi er gangnamannakofi sem stendur fremst á Goðdaladal, utan við Fremri-Hraunlæk. Kofinn
er hlaðinn úr grjóti í streng að utanverðu en að innanverðu er meira torf í veggjum og torf er á þaki. Þarna
var líklega fyrst reistur lítill kofi einhvern tímann fyrir aldamótin 1900 en á síðustu öld var hann stækkaður
í tvígang. Honum hefur verið viðhaldið af landeigendum og er í mjög góðu ástandi.
MYND: BRYNDÍS ZOËGA-BSK
KYNNINGARFUNDIR
Haldnir verða kynningarfundir þann 3. febrúar nk.
- í Félagsheimilinu á Blönduósi kl. 17:30
- á Húnavöllum kl. 20:00
Fundunum verður streymt á facebook.com/hunvetningur.
Íbúar eru hvattir til þess að mæta á fundina og kynna sér
álit samstarfsnefndar og kynningarefni á vefsíðunni hunvetningur.is.
Athugið: Ef samkomutakmarkanir verða áfram strangar verða fundirnir haldnir sem fjarfundir.
Vinsamlega fylgist með tilkynningum á hunvetningur.is og á Facebook-síðu verkefnisins.
KJÖRSTAÐIR OG OPNUNARTÍMI Á KJÖRDAG
Í Blönduósbæ er kosið í norðursal Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi.
Gengið er inn frá Melabraut. Opnunartími kjörstaðar er frá kl. 10:00 til kl. 20:00.
Í Húnavatnshreppi er kosið í Húnavallaskóla.
Opnunartími kjörstaðar er frá kl. 11:00 til kl. 20:00.
Talning atkvæða fer fram á kjörstöðum að kjörfundi loknum fyrir opnum dyrum,
eins og húsrúm og sóttvarnatakmarkanir leyfa.
Talningu verður streymt á facebook.com/hunvetningur.
ATKVÆÐAGREIÐSLA UTAN KJÖRFUNDAR
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum
erlendis. Námsmenn sem búsettir eru á Norðurlöndunum eiga rétt á að vera teknir
á kjörskrá en sækja þarf sérstaklega um það hjá Þjóðskrá Íslands á þar til gerðu
eyðublaði (K-101) ásamt því að skila inn staðfestingu á námsvist.
Hægt er að kjósa utan kjörfundar á skrifstofu Sýslumannsins á Blönduósi á milli kl. 09:00 og
15:00 alla virka daga fram að kjördegi. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag atkvæða-
greiðslu utan kjörfundar, um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar
eða barnsburðar veitir viðkomandi sýslumannsembætti eða sendiráð.
Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum við kosninguna.
hunvetningur.is
03/2022 11