Feykir


Feykir - 26.01.2022, Blaðsíða 9

Feykir - 26.01.2022, Blaðsíða 9
HVERNIG GÆTI SAMEINAÐ SVEITARFÉLAG LITIÐ ÚT? MENNING, FRÍSTUNDIR OG LÝÐHEILSA Framtíðarsýn • Gott og fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf er grunnur að góðu samfélagi • Markmiðið er að stuðla að enn fjölskylduvænna samfélagi með auknu framboði og bættu aðgengi að félags-, íþrótta- og menningarstarfi • Áhersla á heilbrigði og lýðheilsu • Frístundaheimili og frístundaakstur fyrir unga sem aldna • Varðveita menningu og sérkenni hvers svæðis Áskoranir • Samræming skóla- og frístundastarfs • Að tryggja að menningararfleið svæðanna njóti sín og sérstaða glatist ekki • Tryggja aðgengi allra íbúa að aðstöðu til menningar- og frístundastarfs FÉLAGS- OG SKÓLAÞJÓNUSTA Framtíðarsýn • Blönduskóli og Húnavallaskóli sameinist í nýjan skóla haustið 2022 og að starfsemin verði komin á einn stað á Blönduósi eigi síðar en árið 2024. • Leikskóli verði sjálfstæð stofnun með starfsstöðvar á Blönduósi og Húnavöllum. • Skýr menntastefna fyrir sameinað sveitarfélag með áherslu á fjölbreytt nám fyrir nemendur • Skapa aðstöðu til frístundastarfs eftir skóla fyrir nemendur • Félags- og skólaþjónusta verði efld og færð inn í rekstur nýs sveitarfélags • Framhaldsskólanemar njóti námsstyrkja líkt og boðið er upp á í Húnavatnshreppi • Áfram verði boðið upp á dreifnám á framhaldsskólastigi • Efla þjónustu við aldraða með uppbyggingu á fleiri þjónustuíbúðum og akstri Áskoranir • Skapa fleiri störf fyrir fagmenntað fólk • Tengja saman skólaakstur, frístundaakstur og akstur vegna dreifnáms • Þróun og innleiðing fjarkennslu í skólastarfi • Samþætting þjónustu við börn í samræmi við nýjar lagakröfur UMHVERFIS-, SKIPULAGS- OG BYGGINGARMÁL Framtíðarsýn • Framtíðarsýnin er að verða umhverfisvænasta sveitarfélag á Íslandi • Stofnuð verði umhverfisakademía á Húnavöllum • Sérstök umhverfisnefnd sem fer með úrgangs-, fráveitu- og loftslagsmál • Einfaldari og skilvirkari framkvæmd skipulags- og byggingarmála • Heildstæð sýn á sameiginlega hagsmuni svæðisins Áskoranir • Vaxandi kröfur í umhverfis-, loftslags- og skipulagsmálum • Stórt skipulagssvæði og margvíslegir hagsmunir • Vinna þarf nýtt aðalskipulag fyrir sameinað sveitarfélag ATVINNUMÁL, BYGGÐAÞRÓUN OG ÖRYGGISMÁL Framtíðarsýn • Vistvænt samfélag fyrir íbúa og atvinnulíf í samræmi við Stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 • Öflug atvinnuþróun og samgöngubætur • Aukin áhersla á rannsóknir og þróun, m.a. í textíliðnaði og hátæknimatvælaframleiðslu. • Umhverfisakademía og skyld starfsemi á Húnavöllum • Tryggt verði að sveitarfélagið kosti eðlilegt viðhald á gangnamannaskálum, réttum og afréttagirðingum • Mikilvægt er að koma upp aðstöðu fyrir „Störf án staðsetningar“ á svæðinu Áskoranir • Íbúaþróun • Fjölga störfum og atvinnutækifærum • Breytingar í landbúnaði og matvælaframleiðslu • Breytingar í verslun og þjónustu með aukinni snjallvæðingu • Bættar samgöngur innan svæðis • Tryggja eignarhald sveitarfélagsins á Húnaneti ehf. • Tryggja háhraðatengingu á Blönduósi • Tryggja fullnægjandi flutningsgetu raforkunetsins og að orka sem framleidd er í héraði nýtist innan þess FJÁRMÁL Framtíðarsýn • Við sameiningu sveitarfélaganna munu rekstrartekjur hækka og tækifæri eru til hagræðingar í rekstri. • Skuldir og vaxtakostnaður mun lækka vegna sameiningarframlaga. • Fjárfestingageta mun aukast. • Sveitarfélögin áætla að fjárfesta fyrir 700 m.kr. á næstu fjórum árum. • Framlög Jöfnunarsjóðs vegna sameiningar eru áætluð 555 m.kr. miðað við ársreikninga 2020. Þar af eru 275 m.kr. til niðurgreiðslu skulda og 200 m.kr. til breytinga á stjórnsýslu og þjónustu. • Að teknu tilliti til sameiningarframlaga og hagræðingar í rekstri má gera ráð fyrir því að sameinað sveitarfélag nái rekstrarjafnvægi fyrr en nú er áætlað og svigrúm til fjárfestinga aukist. • Áætlað er að árleg tekju- og útgjaldajöfnunarframlög úr Jöfnunarsjóði hækki um 24 mkr. á ári. • Áætlað rekstrarhagræði af sameiningu Blönduskóla og Húnavallaskóla eru 40-50 m.kr. á ári. • Jöfnunarsjóður mun veita óbreytt framlög til skólanna í fimm ár eftir sameiningu þeirra á einn stað, en að þeim tíma liðnum er áætlað að þau lækki um 44 m.kr. Ávinningurinn er 200-250 m.kr. fyrstu 5 árin en 190-270 m.kr. sé horft til 10 ára. • Verði af sameiningu þarf að samræma gjaldskrár þar sem þjónusta er sú sama en ætluð áhrif á þjónustugjöld og þjónustustig eru óveruleg. Áskoranir • Rekstur beggja sveitarfélaga er viðkvæmur, en fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir batnandi rekstri. • Í fjárhagsáætlunum beggja sveitarfélaga er ekki gert ráð fyrir því að veltufé standi undir afborgunum langtíma lána til ársins 2023. Það er því lítið svigrúm til fjárfestinga. • Hvorugt sveitarfélag stóðst jafnvægisreglu árin 2018-2020 en sameinað sveitarfélag hefði staðist regluna 2018 og 2019. • Hlutfall skulda og skuldbindinga af rekstrartekjum A og B hluta árið 2020 var 140% hjá Blönduósbæ og 80% í Húnavatnshreppi. Skuldahlutfall sameinaðs sveitarfélags hefði verið 121%. SAMGÖNGUR OG INNVIÐIR Framtíðarsýn • Uppbygging og bundið slitlag á héraðs- og tengivegi • Nýtt slitlag á Blönduóssflugvöll • Bætt vetrarþjónusta á þjóðvegum Áskoranir • Ástand flugvallar kemur í veg fyrir að hann þjóni öryggishlutverki sínu fyrir sjúkraflug • Slæmt ástand héraðs- og tengivega • Mikil samkeppni um takmarkaða fjármuni til viðhalds vega • Setja skýrar reglur varðandi snjómokstur STJÓRNSKIPULAG Framtíðarsýn • Valið verði nýtt heiti á sameinað sveitarfélag • Ráðhúsi verði fundinn nýr staður á Blönduósi • Mikilvægt er að gott aðgengi íbúa að stjórnsýslu verði tryggt • Boðleiðir verði áfram stuttar þrátt fyrir að valdið færist á færri hendur • Sveitarstjórnarfulltrúar verði níu, með heimild í sérreglum í sveitarstjórnarlögum • Áhersla verði lögð á að nefndir sveitarfélagsins séu virkar og áhrif íbúanna á nærumhverfi og staðbundna hagsmuni séu tryggð • Tillaga að nefndaskipan: • Byggðarráð • Fræðslunefnd • Félagsmálanefnd • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd • Umhverfis- og landbúnaðarnefnd • Fjórar fjallskilanefndir • Skipulags- og byggingarnefnd • Atvinnu- og menningarmálanefnd Áskoranir • Vaxandi kröfur til stjórnsýslu sveitarfélaga bæði af hálfu Alþingis og íbúa sem kalla á aukna fagmennsku og sérhæfingu • Tæknilegar breytingar skapa nýjar áskoranir fyrir sveitarfélögin, hvort sem kemur til sameiningar eða ekki TILLAGA AÐ SKIPURITI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.