Feykir - 23.02.2022, Blaðsíða 4
COVID-19 | Smittölur rjúka upp á Norðurlandi vestra sem víðar
Smittölur Covid-19 hafa
hækkað jafnt og þétt síðan
stjórnvöld ákváðu að afnema
sóttkvíarskyldu og rýmkun
sóttvarnatakmarkana þann
11. þessa mánaðar. Á
stöðutöflu aðgerðastjórnar
almannavarna á Norðurlandi
vestra sl. mánudag mátti sjá að
þá sátu 233 í einangrun á
Norðurlandi vestra og hafði
þá fjölgað um 35 frá því á
laugardag. Veikin leggst mis
illa á fólk og í einstaka
tilvikum smitast það oftar en
einu sinni. Það á alla vega við
um Ólu Pétursdóttur á
Sauðárkróki sem hefur glímt
við afleiðingar veikinnar í
marga mánuði.
Óla skrifaði á Facebook-síðu
sína á dögunum að frá 3. janúar
hafi hún verið í endurhæfingu á
Reykjalundi út af eftirköstum af
Covid, og á þeim tíma þurft að
fara í sóttkví, smitgát og svo
óheppilega vildi til að hæun
smitaðist á ný en hún varð mikið
veik í maí í fyrra ásamt öðru
heimilisfólki í hópsmiti sem
kom upp á Sauðárkróki.
„Ég fór að finna fyrir
einkennum sem var þurr hósti
og hálsinn var líka svo þurr. Ég
þambaði mikið vatn, fann að
þetta var ekki eins og venjulegt
kvef þannig að ég ákvað að fara í
PCR próf, fékk ekki útkomuna
fyrr en daginn eftir en þá var
hringt frá Covid-deildinni. Ég
man voða lítið eftir því samtali,
ég fraus fyrst en svo kom sjokkið
og ég grét úr mér augun, mér
fannst þetta svo hræðilegt. Ég
smitaði svo alla í fjölskyldunni
en þau fóru í sóttkví á
heimavistinni en tíndust svo
heim eitt af öðru,“ segir Óla um
veikindin í fyrra en þá fékk hún
sína fyrstu bólu-setningu degi
eftir að hafa smitast.
„Við smituðust í maí í fyrra,
fyrst ég en tveimur dögum
seinna smituðust Hjalti, maður-
inn minn, og Sæþór Pétur, son-
ur okkar, og degi á eftir þeim
smitaðist Arnfríður dóttir okkar.
Hjalti og Sæþór Pétur sluppu vel
því þeir fengu smá kvef.
Arnfríður varð frekar mikið
veik, fékk svo mikið í öndunar-
færin, og er enn að vinna í því og
á einmitt að hitta lungnalækni
núna á næstu dögum,“ segir Óla
sem varð mjög kvefuð, fékk
háan hita og í kjölfarið dofnaði
bragð- og lyktarskyn
„Ég missti alveg lyktarskynið
og bragðskynið minnkaði mjög
mikið sem lýsir sér m.a. þannig
að t.d. kaffi varð ódrekkandi,
bragðaðist hræðilega, en sem
betur fer lagaðist það. En mér
finnst ennþá vanta aðeins upp á
að þetta sé komið 100%. Svo
fékk ég mikinn svima ef ég var
t.d. að púsla en allt varð svart ef
ég horfði svona mikið niður og
allt hringsnérist.“
Óla segir að fljótlega eftir
veikindin hafi hún farið að finna
fyrir mikilli þreytu og orkuleysi
og skildi ekki hvaða aumingja-
gangur væri að hrjá hana. „Ég
gat ekki farið í smá gönguferð án
þess að þurfa að fara heim og
leggja mig. Svo fór ég að finna
fyrir kvíða, depurð og þunglyndi,
en áttaði mig ekki á þessu
ástandi sjálf. Vinkona mín var
alltaf að segja mér að fara til
læknis en ég hélt alltaf að þetta
hlyti að fara að lagast. En þegar
kom að því að fara að vinna
eftir sumarfrí fékk ég þvílíkt
kvíðakast og þá ákvað ég að
líklega þyrfti ég að láta kíkja á
mig, hitti afleysingarlækni sem
lét mig hafa kvíða- og þung-
lyndislyf sem hjálpuðu helling
en ekki nóg samt,“ segir hún.
Hera Birgisdóttir, læknir á
Sauðárkróki sótti um fyrir Ólu á
Reykjalundi í byrjun október og
fékk hún hringingu í byrjun
desember og fór í kjölfarið í
matsdaga en eftir þá var ákveðið
að Óla kæmi inn 3. janúar. „Á
matsdögum fer maður í þolpróf,
göngupróf, viðtal við lækni og
hjúkrunarfræðing, hittir sjúkra-
þjálfa og iðjuþjálfa einnig hitti ég
hjartalækni. Á Reykjalundi er
unnið frábært starf og starfs-
fólkið þar er svo dásamlegt.
Þetta er þannig að ég mætti með
tóma verkfæratösku og er að
safna alls konar tólum og fróð-
leik til að taka með heim. Ég hef
náð að byggja mig alveg ágætlega
upp, veran hér hjálpar manni af
stað og hjálpar hvernig á að halda
áfram þegar heim er komið.
Ég er búin að fara á námskeið,
Jafnvægi í daglegu lífi, sem var
svo gott og fræðandi, svo hef ég
verið í hugrænni atferlismeð-
ferð hjá Rósu, sem er hjúkrunar-
fræðingur. Við, Post-Covid
hópurinn, erum að fá fræðslu,
sérstaklega fyrir okkur, og erum
við síðasti hópurinn sem fær
það prógramm. Ég er að hitta
iðjuþjálfa reglulega og sæki
sjúkraþjálfun. Síðan eru Post-
Covid hjólatímar, þar er verið að
vinna með að bæta orkuna.
Síðan er vatnsleikfimi, ganga,
tækjasalur, badminton, félags-
og tómstundahópur og margt
margt fleira.“
Óla segist hafa greinst aftur
með Covid 8. febrúar sl. en hafi
fengið væg einkenni, þurran
hósta, höfuðverk og hafa orðið
frekar drusluleg. „Þannig að
þetta er tvennt ólíkt frá fyrra
smiti. Ég á að vera hér til 25.
febrúar og ég er pínu smeik um
að þolprófið og gönguprófið
verði ekki eins gott og það gæti
orðið við venjulegar kringum-
stæður,“ segir Óla og bendir á að
hún sé í langhlaupi en muni einn
daginn sjá í endalínuna.
Feykir óskar Ólu góðs bata
og brýnir fyrir fólki að fara
varlega í Covidinu þar sem fólk
getur orðir veikara en margir
gera sér grein fyrir.
Óla Pétursdóttir veiktist tvisvar af Covid-19
Íslenska karla-
landsliðið í körfu
Tveir
Stólar í
hópnum
Íslenska karlalandsliðið í
körfunni mætir Ítölum í
tveimur leikjum nú næstu
daga og hefur Cragi
Pedersen landsliðsþjálfari
valið 15 leikmenn í hópinn.
Þar af eru tveir liðsmenn
Tindastóls, Sigtryggur Arnar
Björnsson og Sigurður
Gunnar Þorsteinsson. Liðin
mætast á Ásvöllum í
Hafnarfirði á fimmtudag en
síðari leikurinn fer fram á
Ítalíu. Leikirnir eru liður í
undankeppni heimsmeist-
aramótsins.
Báðir leikirnir verða
sýndir í beinni útsendingu á
RÚV2. Heimaleikurinn
hefst kl. 20 á fimmtudags-
kvöldið en sá síðari hefst kl.
19:30 á sunnudag en hann
verður í beinni frá Bologna.
Íslenska hópinn skipa
eftirtaldir leikmenn (lands-
leikjafjöldi innan sviga):
Elvar Már Friðriksson (58),
Haukur Helgi Briem Pálsson
(68), Hörður Axel Vilhjálms-
son (86), Jón Axel Guð-
mundsson (15), Kári Jóns-
son (24), Kristinn Pálsson
(25), Martin Hermannsson
(71), Ólafur Ólafsson (47),
Pavel Ermolinskij (74),
Ragnar Ágúst Nathanaelsson
(57), Sigtryggur Arnar
Björnsson (12), Sigurður
Gunnar Þorsteinsson (58),
Tryggvi Snær Hlinason (49),
Þórir G. Þorbjarnarsson
(16), og Ægir Þór Steinars-
son (66)
Þá má geta þess að
þjálfari Tindastóls, Baldur
Þór Ragnarsson, er í þjálf-
arateymi Íslands.
Í frétt á vef RÚV segir að
sterkir leikmenn komi á ný
inn í hópinn eftir fjarveru
vegna meiðsla. Haukur
Helgi Pálsson, Pavel Ermo-
linskíj og Hörður Axel
Vilhjálmsson eru allir með
að nýju. /ÓAB
Arnar og Siggi sprækir sem lækir.
Óla Pétursdóttir var í endurhæfingu á Reykjalundi út af eftirköstum Covid 19 þegar hún
veiktist á ný. Afleiðingarnar ekki eins slæmar og í fyrra skiptið. MYNDIR AÐSENDAR
Ferming Sæþórs Péturs, sem fram átti að fara 23. maí í fyrra, hvítasunnudag, frestaðist um mánuð þar sem fjölskyldan var öll í
einangrun en hann fermdist einn þann til 19. júní á 14 ára afmælisdegi sínum.
VIÐTAL
Páll Friðriksson
4 08/2022