Feykir - 23.02.2022, Blaðsíða 6
Nýlega voru nokkrar íslenskar
ferðaskrifstofur sameinaðar
undir einum hatti undir
nafninu Travel Connect og til
varð stærsta ferðaskrifstofa
landsins sem snýr að erlend-
um ferðamönnum. Starfs-
menn eru um 200 talsins og
spennandi tímar framundan.
Fyrirtækið er með sterk ættar-
tengsl við Skagafjörð, því
aðaleigendur þess eru þeir
Ásberg Jónsson, fram-
kvæmdastjóri, og Davíð
Harðarson, fjármálastjóri, sem
Feykir ræddi við og forvitn-
aðist um málið. Til þess að
upplýsa lesendur strax um
ættartengsl drengjanna þá er
Ásberg gamall Króksari, sonur
Jóns Ásbergssonar og Maríu
Dagsdóttur, sem bjuggu á
Sauðárkróki á árum áður, og
Davíð er sonur eðal-
Króksaranna Margrétar
Gunnarsdóttur og Harðar
Ingimarssonar.
Þeir Davíð og Ásberg ólust
báðir upp á Smáragrundinni á
Króknum og kynni þeirra
hófust því strax á unga aldri.
Davíð segir að þeir Ásberg hafi
þekkst ágætlega í uppvextinum,
en þó aðallega í gegnum
vinskap þeirra Dags, bróður
Ásbergs, en þeir Davíð eru
jafnaldrar. Dagur er einnig
kominn á fleygiferð í ferða-
þjónustunni með eitt af áhuga-
verðari fyrirtækjum á landinu í
þjónustu við ljósmyndara sem
koma hingað til að skoða land
og þjóð, Iceland Personal Tours.
Seinna meir lá leið Davíðs og
Ásbergs saman í gegnum
vinskap eiginkvenna þeirra en
þær voru bekkjarsystur í
Menntaskólanum í Reykjavík
og hafa haldið vinskap síðan.
„Við höfum báðir mikinn
áhuga á viðskiptum og var það
oft meginumræðuefnið á okkar
vinafundum og endaði með því
að Ásberg fékk mig til að koma
í stjórn Nordic Visitor, enda
hugmyndir okkar um lífið og
tilveruna býsna áþekkar,“ út-
skýrir Davíð en snemma árs
2017 fékk Ásberg hann í tveggja
vikna vinnu til að skoða
afmarkað sérverkefni fyrir
Brottfluttir Króksarar eiga og reka stærstu ferðaskrifstofu landsins sem snýr að erlendum ferðamönnum
Veðjuðu á uppbyggingu
fremur en uppsagnir í Covidinu
Davíð Harðarson (til hægri) ásamt Ásbergi félaga sínum af Smáragrundinni á Króknum.
MYNDIR AÐSENDAR
VIÐTAL
Páll Friðriksson
Nordic Visitor. „Þarna var ég á
milli starfa, en þessar tvær
vikur áttu svo sannarlega eftir
að vinda upp á sig. Nordic
Visitor var á þeim tíma að leysa
úr áskorunum varðandi gist-
ingu á Kirkjubæjarklaustri.
Gistirými höfðu byggst hægt
upp á svæðinu en mikil
aukning ferðamannastraums
gerði það að verkum að þau
önnuðu ekki eftirspurn og kom
það í veg fyrir sölu á pakka-
ferðum okkar til ferðamanna í
kringum landið. Brugðum við
því á það ráð að byggja ein-
faldlega sjálfir gistimöguleika
upp á svæðinu í gæðum og
verði sem ekki var áður til
staðar. Var það upphafið að
rekstri Magma hótel sem hefur
æ síðan frá árinu 2017 fengið
góðan vitnisburð að mati
viðskiptavina okkar líkt og
umsagnir þeirra á Booking.com
og TripAdvisor bera merki.“
Fjárfest í
Terra Nova
Davíð segir það vera einstaklega
skemmtilegt við Magma hótel
verkefnið að þeir hafi báðir
komið þar að uppbyggingunni
að miklu leyti með berum
höndum. Fyrst og fremst af
áhugasemi við að koma að
skemmtilegu verkefni sem var
fjarri daglegum skrifstofustörf-
um en þeir höfðu hvorugur
komið að hótelrekstri af nokkru
viti áður, segir Davíð, og því
blanda sem gat ekki klikkað.
„Ásberg er hugmyndasmiðurinn
að útliti hótelsins og að hönnun
þeirrar upplifunar sem við vilj-
um að gestir okkar njóti. Það
reyndist svo þarft að hafa rekstr-
armann í verkefninu og tókst
okkur í sameiningu að byggja
hótelið upp á skömmum tíma.
Þegar uppbyggingunni á
Magma hóteli lauk haustið
2017, settumst við félagarnir
niður, mátum stöðuna og
vorum nokkuð sáttir við
samstarfið og hvernig okkur
hafði tekist til. Í framhaldinu
lögðum við drög að fram-
tíðarsýn fyrir starfsemi Nordic
Visitor og í kjölfarið tók ég við
starfi fjármálastjóra í fyrir-
tækinu. Vegferðin byggðist
fyrst á því að herða tökin með
það sem við höfðum í hönd-
unum í þáverandi rekstri
Nordic Visitor sem hafði á þeim
tíma spannað rekstrarsögu í
Hluti íbúðanna á Magma Hotel sem staðsett er skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Útsýnið er ekki amalegt.
6 08/2022