Feykir


Feykir - 23.02.2022, Blaðsíða 12

Feykir - 23.02.2022, Blaðsíða 12
Allir með Feyki! Það er mikilvægt að halda úti fjölmiðli sem segir fréttir og fjallar um fólk af Norðurlandi vestra. Það gerir Feykir. Áskrifendur eru Feyki nauðsynlegir. Er ekki upplagt að gerast áskrifandi að góðu blaði og fréttum af þínu fólki? Hafðu samband í síma 455 7171 eða sendu póst á feykir@feykir.is BORGARFLÖT 1 | 550 SAUÐÁRKRÓKUR | SÍMI 455 7176 | FEYKIR.IS Á prestastefnu á Víði- völlum 3. júní 1579 voru tekin fyrir embættisglöp Þorleifs Sæmundssonar prests á Knappsstöðum [í Stíflu í Fljótum] „um þá hórdómsmeðkenning sem fátæk kona hafði heimulega meðkennst fyrir séra Þorleifi, en hann af fávisku og stórum einfaldleika í sinni þjónustugjörð opinbert gjört. Leist biskupinum með öllum áður- nefndum prestum þetta ei skriftrof vera en þó stór heimska og yfirsýn [svo] og umvöndunar- og ströffunarvert öðrum til viðvörunar. Því var dæmt hann skyldi af embættinu suspenderast [afsetjast] svo lengi og þar til að biskupinn með kennimanna ráði vill hann aftur þar til setja sakir hans prestsins auð- mjúklegrar meðkenningar og opinberlegrar bænar. /Byggðasaga Skagafjarðar IV. bindi. Byggðasögumoli | palli@feykir.is Afglöp Knappsstaðaprests Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 08 TBL 23. febrúar 2022 42. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Víða á landsbyggðinni er talsverð uppbygging í gangi þessi misserin og það á ekki síst við á Blönduósi, bænum sem aldrei sefur, svo vitnað sé í einn af máttarstólpum samfélagsins. Feykir fékk að birta nokkrar framkvæmdamyndir frá í febrúar úr safni Róberts Daníels Jónssonar sem fangar flest á minniskortið sem vert er að festa á mynd. Á myndunum má sjá framkvæmdir við upp- byggingu á gagnavers- svæðinu og glæsilegt nýtt rúmlega 1700 fermetra atvinnuhúsnæði í Miðholti sem skiptist í ellefu misstórar einingar en framkvæmdir hófust á síðasta ári. Einnig eru myndir frá vinnu við nýbyggingu Vilko við Ægisbraut 2 þar sem sérhæfð matvæla- og heilsuvöruframleiðsla verður til húsa en fyrsti Nokkrar fínar framkvæmdamyndir frá Róberti Daníel Blönduósi kemur ekki dúr á auga Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi færðu Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi veglegar gjafir í síðustu viku. Um er að ræða þrjá hnakkastóla, hægindastól, þrjú útvarps- tæki, myndavél, hitabakstra og rafrænt píluspjald til notkunar á sjúkradeildum að andvirði 440.545 krónur. „Það er von Hollvinasamtakanna að búnaðurinn komi að góðum notum fyrir skjólstæðinga stofn- unarinnar,“ segir á vef HSN. Þar þakkar HSN góðar gjafir og hlýhug. Á meðfylgjandi mynd, sem fengin er af vef HSN, er Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir, formaður Hollvina- samtakanna, að afhenda Helgu Margréti Jóhannesdótt- ur, yfirhjúkrunarfræðingi HSN á Blönduósi, gjafirnar. Með á myndinni eru einnig Sigríður Stefánsdóttir, Guð- mundur Finnbogason og Kári Kárason sem sitja í stjórn Hollvinasamtakanna ásamt Sigurbjörgu Helgu Birgis- dóttur, deildarstjóra sjúkradeildar. /Húni.is Góðar gjafir frá Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi Frá Mývatni. MYND: HÁSKÓLINN Á HÓLUM Frá afhendingu gjafanna. MYND AF VEF HSN Nýbygging Vilko. áfangi hússins er um 440 fermetrar. Loks má sjá myndir frá stækkun við Kjörbúðina á Blönduósi þar sem til verður verslunar- og þjónustukjarni. Það er ekki skrítið að Blönduósingar þori varla að blikka auga þessa dagana – það gæti sprottið upp hús á meðan! /ÓAB Viðbót við verslunar- og þjónustukjarnann. Gagnaversbyggingarnar. Iðnaðarhúsnæði í Miðholti.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.