Feykir - 23.02.2022, Blaðsíða 7
heil 15 ár og var þá þegar orð-
ið eitt af stærstu ferða-
þjónustufyrirtækjum landsins.
Áætlun okkar gekk vel og hélt
okkur uppteknum fyrsta árið.
Misserin á eftir settum við
áhersluna á frekari innri vöxt
fyrirtækisins. Samhliða því
höfðum við hug á að skoða
möguleika á að festa kaup á
fyrirtækjum í sambærilegum
rekstri. Fyrst með kaupum á
ferðaskrifstofunni Terra Nova,
eftir langt ferli í febrúar 2020,
korter í Covid.“
Davíð nefnir að eftir vel
heppnuð kaup á rekstri Terra
Nova í miðjum Covid-faraldri
hafi þeir séð að það væru
frekari tækifæri þarna úti
miðað við þá reynslu og
þekkingu sem þeir höfðu aflað
sér. „Næsta stóra verkefnið sem
við lögðumst í var að gera
atlögu að kaupum á Iceland
Travel sem hefur verið stærsta
ferðaskrifstofa landsins í ára-
tugi, stutt af móðurfélaginu
Icelandair. Margir fjárfestar
sýndu kaupum á Iceland Travel
áhuga en að lokum náðum við
markmiðum okkar með
kaupum á fyrirtækinu. Eftir
samrunaferli, sem tók rúmlega
eitt ár, var þörf á að endur-
skilgreina samstæðuna og
skerpa hlutverk hvers og eins
dótturfélags með nýjum áhersl-
um og aðgreiningu. Travel
Connect varð þannig til og
starfsemi Nordic Visitor færðist
yfir í dótturfélag.“
Ný og spenn-
andi tækifæri
Travel Connect á uppruna sinn
í lítilli upplýsingamiðstöð sem
stofnuð var af Ásbergi, þá
einungis 23 ára ungum manni,
uppfullum af nýjum hug-
myndum og eldmóði, og segir
Davíð hlutverk móðurfélagsins,
Travel Connect, í dag vera að
styðja við rekstur sex dóttur-
félaga með þjónustu tengdri
fjármálun, innkaupum, tækni-
lausnum, markaðssetningu og
mannauðsmálum.
„Starfsemin er svo rekin í
sölueiningum sem starfa undir
merkjum Nordic Visitor, Terra
Nova, IcelandTours.is, Iceland
Travel og Nine Worlds, ásamt
Magma hóteli.
Travel Connect er með fimm
starfsstöðvar og skrifstofur í
þremur löndum, í Reykjavík,
Stokkhólmi og Edinborg og er
starfsmannafjöldinn kominn í
um 200 manns og fer ört
fjölgandi. Áfangastaðir sam-
stæðunnar eru fjölmargir.
Ísland er langstærst, sem er og
við sjáum og höfum áhuga á að
taka þátt í. Við höfum borið
gæfu til að vinna með
skemmtilegu fólki sem hefur
haft góð áhrif á umhverfið og
þannig tekist að taka réttu
skrefin fram á við. Til gamans
má geta þess að þriðji Skag-
firðingurinn hefur starfað hjá
félaginu í rúman áratug við
góðan orðstír, Þóra Björk
Þórhallsdóttir, en hún var
framkvæmdastjóri hjá félaginu
í nokkur ár áður en hún flutti til
baka í Skagafjörðinn.“
Covid-áskoranir
skila sterkari hópi
Það vakna óneitanlega spurn-
ingar um hvernig Covid-
faraldurinn hafi farið í unga
menn með stórar fjárfestingar
í ferðamannabransanum og
viðurkennir Davíð að farald-
urinn hafi reynst vera ein
stærsta áskorun þeirra frá
upphafi starfsferils en engu að
síður í einhverju tilliti blessun.
„Okkur tókst vel til strax í
upphafi að fá fjármálastofnanir
til að standa við bakið á okkur
og hafa allar okkar áætlanir í
gegnum Covid gengið eftir og
gott betur. Nordic Visitor tókst
að halda flestum viðskipta-
vinum sem áætluðu komur
sínar sumarið 2020 inni, en
margir ferðamenn frestuðu
ferðum sínum fram til áranna
2021 og 2022. Enn eru því
margir ferðamenn á hliðar-
línunni sem eiga eftir að koma
og njóta alls þess sem áfanga-
staðir okkar hafa upp á að bjóða
næsta sumar eða um leið og
áhrif Covid munu dvína.
Starfsfólkið hafði líka trú á
fyrirtækinu og langflestir lykil-
starfsmenn stóðu með okkur
vaktina í gegnum Covid og nú
hyllir undir að biðin hafi verið
þess virði. Eftir miklar
uppsagnir um haustið 2020
hefur tekist að ráða allflesta
sem áður störfuðu hjá okkur til
baka og fleiri til. Við tókum þá
afstöðu snemma í Covid að
veðja á uppbyggingu fremur en
algerar uppsagnir og stöðnun
þótt í því fælist ákveðin áhætta
miðað við aðstæður. Við
náðum miklum árangri í um-
bótum á ferlum og tækni-
uppbyggingu og síðast en ekki
síst stækkuðum við Magma
hótel um helming í miðju
Covid. Þetta voru krefjandi
misseri en eftir á að hyggja er
mjög gleðilegt að líta til baka og
sjá árangurinn. Ekkert af þessu
hefði verið hægt nema með
lausnamiðuðu kröftugu starfs-
fólki sem veigraði sér ekki við
að ganga í hvaða störf sem var á
þessu Covid tímabili. Eftir
stendur teymi sem er með-
vitað um hvers það er megn-
ugt við krefjandi aðstæður.
Framtíðin er björt hjá Travel
Connect, við munum halda
ótrauð áfram að leggja okkur
fram um að bjóða upp á bestu
þjónustu sem völ er á á öllum
áfangastöðum okkar. Með því
móti vonumst við til að
upplifun viðskiptavina okkar
verði framúrskarandi og að
eftir standi minningar um
ógleymanlegar ævintýraferðir á
spennandi áfangastaði.“
verður hjartað í starfseminni,
en mestur vöxtur er í erlendu
starfseminni sem er sala pakka-
ferða undir merkjum Nordic
Visitor í Skandinavíu, Græn-
landi, Svalbarða, Eystrasalts-
löndum, Skotlandi og Írlandi.“
Nú eru hartnær 20 ár liðin
frá stofnun Nordic Visitor og
segir Davíð að með kaupum á
Terra Nova og Iceland Travel,
sem á rætur að rekja aftur til
ársins 1937, sé ljóst að grunn-
urinn er sterkur til frekari
uppbyggingar. „Áherslan núm-
er eitt, tvö og þrjú er að halda
áfram að bjóða viðskiptavinum
sem koma á vegum Travel
Connect framúrskarandi þjón-
ustu og upplifun. Starfsfólkið
okkar hefur mikinn metnað og
leggur sig fram um að koma
okkar góðu vörum í hendur
ferðamanna hvaðanæva að úr
heiminum. Býsna oft gefa þeir
okkur góða endurgjöf um
ógleymanlegt ferðalag sem
skákar öðrum á þeirra lífsferli.
Slíkt vinnuumhverfi er mjög
gefandi fyrir starfsmenn og
skilar sér vonandi í þjónustu í
heimsklassa.“
Eftir vel heppnuð fyrir-
tækjakaup segir Davíð mikið
verk vera framundan í sam-
þættingu en um leið skapist ný
tækifæri í vexti Travel Connect.
„Með sterkt teymi þar sem
valinn maður er í hverju rúmi,
sterkir bakhjarlar og góðir
ráðgjafar er fátt sem stoppar
okkur meðan við höfum gaman
af því sem við erum að gera.
Okkur tókst að fá sterka
fjárfesta, Alfa Framtak, með
okkur í síðustu vegferð á
kaupum á Iceland Travel og
styrktum um leið eigið fé sem
setur félagið í mjög góða stöðu
fyrir framhaldið. Það er ekkert
endilega markmiðið að vera
stórir en eitt leiðir af öðru og
við erum hingað komnir með
sterkar sölueiningar með far-
sæla sögu. Hvað svo tíminn
mun leiða í ljós mótast ein-
faldlega af því hvaða tækifæri
Magma hotel. Móttaka og veitingaaðstaða er í húsinu fyrir miðri mynd.
Vinnufundur.
08/2022 7