Feykir - 23.02.2022, Blaðsíða 5
Lengjubikarinn | Kormákur Hvöt
Níu mörk Njarðvíkinga
í erfiðum fyrsta leik
Eins og kunnugt er þá náði
sameinað lið Kormáks og Hvatar
þeim fína árangri síðasta sumar að
komast úr kviksyndi 4. deildar-
innar í knattspyrnu og upp í 3.
deild. Húnvetningar léku fyrsta
leik sinn á undirbúningstímabilinu
um helgina við 2. deildar lið Njarð-
víkur en spilað var í Nettó-höllinni
í Reykjanesbæ í 1. umferð
Lengjubikarsins. Heimamenn í
Njarðvík reyndust talsvert sterkari
í leiknum og sigruðu 9-0.
Bessi Jóhannsson kom Njarð-
vík yfir á 9. mínútur og Ari Már
Andrésson bætti við marki
tveimur mínútum síðar. Næstu tvö
mörk komu síðan á 35. og 40.
mínútu en þau gerði Bretinn
snöggi, Kenneth Hogg, sem spilaði
sín fyrstu sumur á Íslandi með liði
Tindastóls, 2016 og 2017, en hefur
leikið með liði Njarðvíkur síðan.
Bergþór Ingi Smárason bætti
fimmta markinu við á marka-
mínútunni og staðan 5-0 í hálfleik.
Í síðari hálfleik gerði Magnús
Þórir Matthíasson tvö mörk og
Oumar Diouck eitt áður en Hogg
fullkomnaði þrennuna á 89.
mínútu.
Sex lið eru í riðli með Kormáki
Hvöt í riðli 3 í B-deild Lengju-
bikarsins en auk Njarðvíkur mæta
Húnvetningarnir Elliða úr Árbæ,
Haukum og ÍH úr Hafnarfirði og
KFG úr Garðabænum. Allir leikir
liðsins fara fram á höfuðborgar-
svæðinu en næst mæta strákarnir
á Fylkisvöllinn 27. febrúar og ætla
þá eflaust að gera betur en í fyrsta
leiknum.
Rétt er að hafa í huga að liðin
koma að sjálfsögðu misvel skipuð
til leiks í Lengjubikarnum, sum
liðin komin með sinn mannskap
að mestu í hús á meðan önnur eru
enn að bíða eftir leikmönnum og
skoða sín mál. Lið Kormáks
Hvatar á án efa eftir að styrkja sig
talsvert fyrir sumarið. /ÓAB
Subway-deildin | Vestri – Tindastóll 88-107
Mátturinn var með liði Tindastóls
Tindastólsmenn héldu vestur á
Verbúðarslóðir sl. fimmtudag
og léku við lið Vestra í Subway-
deildinni. Eins og stuðnings-
menn Stólanna vita þá hefur
gengið ekki verið gott á okkar
mönnum upp á síðkastið og
fjórir leikir í röð tapast. Sigurinn
hér heima gegn liði Vestra fyrir
áramót var torsóttur og áttu
því margir von á erfiðum leik á
Ísafirði. Strákarnir blésu á allt
slíkt og áttu glimrandi leik í
öðrum og þriðja leikhluta og
ekki skemmdi fyrir að Arnar
kom niður á gullæð og mokaði
þristum eins og enginn væri
morgundagurinn. Lokatölur
88-107 fyrir Stólana.
Pétur og Siggi komu Stóla-
rútunni í rallígírinn í upphafi
leiks og virtist Ísfirðingurinn
öflugi vera í góðum gír í sinni
gömlu heimabyggð. Um miðjan
fyrsta leikhluta var staðan 8-16
en Vestri kláraði leikhlutann vel
og Ken-Jah Bosley gerði fimm
stig á síðustu sekúndunum og
staðan 19-22. Siggi og Arnar
juku muninn í byrjun annars
leikhluta og þrír þristar frá
Arnari rétt fyrir miðjan
leikhlutann komu muninum í
16 stig, 27-43. Staðan í hálfleik
var síðan 40-54 og augljóst að
heimamenn urðu að hefja leik
af krafti í síðari hálfleik ef þeir
ætluðu sér að draga stig í hús.
Þeir náðu að saxa pínu á
forskotið í upphafi en Arnar og
Bess slökktu vonarneista
Vestramanna með tveimur
snöggum þristum og fljótlega
var forskotið komið í 18 stig.
Munurinn skreið síðan í 22 stig
þegar Arnar ákvað að klára
þriðja leikhluta með 3ja stiga
stæl. Staðan 63-85 og nú virtist
allur máttur úr heimamönnum
því Tindastólsmenn bættu í og
voru komnir 33 stigum yfir, 68-
101, þegar rétt rúmar fimm
mínútur voru eftir. Þá fóru
strákarnir okkar að hugsa um
heimferðina og létu sig hlakka
til ferðalags í vestfirskri fjalla-
fegurð – þeir virtust í það
minnsta gleyma leiknum sem
þeir voru að spila og á tveimur
mínútum gerðu heimamenn 16
stig án þess að Stólarnir rumsk-
uðu. Staðan 84-101 en Stólarnir
fundu taktinn á ný og tóku
fagnandi á móti tveimur stigum
í baráttunni um sæti í úrslita-
keppninni sem er orðin ansi
tvísýn.
Eru Stólarnir að braggast?
Sigtryggur Arnar átti sinn besta
leik í vetur og nú er bara að
vona að gullæðin sem hann
kom niður á haldi áfram að
gefa. Hann gerði 32 stig og þar
af átta þrista í 16 tilraunum auk
þess sem hann tók fimm fráköst
og átti sex stoðsendingar. Bess
var traustur með 27 stig og átta
Sigtryggur Arnar var á eldi í vilta vestrinu. MYND: HJALTI ÁRNA
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F
Meistaramót Íslands í fjölþraut
Ísak Óli varði Íslands-
meistaratitil sinn
Um helgina fór fram
Meistaramót Íslands í
fjölþrautum í Kaplakrika í
Hafnarfirði þar sem 36
keppendur skráðu sig til
leiks frá 14 félögum. Ísak Óli
Traustason úr UMSS kom sá
og sigraði enn á ný er hann
varð Íslandsmeistari í
sjöþraut karla. Ísak Óli hlaut
4333 stig í keppninni sem
dugði til sigurs en athygli
vekur að hann gerði allt ógilt
í langstökki og hlaut því ekki
stig fyrir það.
Íslandmetið á Jón Arnar
Magnússon, 6293 stig,
sem keppti þá fyrir UMSS, sett árið 1999.
Beðið var með eftirvæntingu eftir einvígi
milli þeirra Ísaks Óla og Dags Fannars
Einarssonar (ÍR) í sjöþrautinni en þeir tveir
voru einir skráðir til leiks. Á heimasíðu
Frjálsíþróttasambands Íslands kemur fram
að Dagur Fannar hafi orðið Íslandsmeistari í
sjöþraut í flokki 18-19 ára í fyrra og hlaut þá
4777 stig. Hann á best 4239 í sjöþraut karla
frá árinu 2019 og er þetta hans fyrsta
sjöþraut í karlaflokki á Íslandsmeistaramóti.
Hann er nú þegar kominn með lágmark á
NM í þraut sem fram fer í Seinäjoki,
Finnlandi í byrjun sumars. Dagur Fannar
náði sér hins vegar ekki á strik um helgina
og hlaut 2715 stig.
Þórdís Eva Steinsdóttir (FH) varð
Íslandsmeistari í kvennaflokki en var eina
konan skráð til leiks en hún hlaut 3708 stig.
Húnvetningurinn Helga Margrét Þorsteins-
dóttir á Íslandsmetið, sett árið 2012 er hún
fékk 4298 stig. /PF
Ísak Óli Traustason. MYND: FRÍ.IS
fráköst og Siggi Þorsteins gerði
14 stig og tók sömuleiðis átta
fráköst. Pétur stjórnaði leik
Stólanna vel, gerði 12 stig og átti
níu stoðsendingar og tók sex
fráköst. Rútuferðin vestur
virtist ekki fara vel í Vrkic og
Badmus, enda miklir skrokkar.
Badmus endaði leikinn þó vel
og hirti ellefu fráköst og gerði
jafn mörg stig. Marko Jurica var
stigahæstur heimamanna með
26 stig og Hilmir Hallgrímsson
gerði 22.
Þess má geta að aðeins níu
leikmenn voru á skýrslu hjá
Vestra og breiddin lítil; í raun
hægt að segja að þeir hafi orðið
að spila á sex mönnum.
Stólarnir mættu tíu og allir
fengu ágætar mínútur. Kannski
er þó rétt að taka fram að þó
Stólarnir hafi verið fleiri þá
voru alltaf jafn margir leikmenn
inni á vellinum í einu...
Næsti leikur Tindastóls er ekki
fyrr en 4. mars þegar strákarnir
fara í Garðabæinn en Stólarnir
hafa nánast gert það að listgrein
síðustu misserin að tapa fyrir
Stjörnunni. Kannski bara kom-
inn tími á að hætta því rugli?
/ÓAB
08/2022 5