Feykir - 23.02.2022, Blaðsíða 10
PISTILL BYGGÐASAFNS SKAGFIRÐINGA UM GILDI FORNLEIFASKRÁNINGA
Brenda Prehal skrifar
Hvað eru fornleifar og til hvers skráum við þær?
Í lögum um menningarminjar
nr. 80/2012, 21. grein,
segir að enginn, hvorki
landeigandi, ábúandi,
framkvæmdaraðili né
nokkur annar megi spilla,
granda, breyta, hylja, laga
eða aflaga né flytja úr stað
fornleifar nema með leyfi
Minjastofnunar Íslands
(Minjastofnun Íslands,
2022). En hvað eru fornleifar
og til hvers skráum við þær?
Fornleifar eru hvers kyns
mannvistarleifar sem eru eldri
en 100 ára og eru þær sjálfkrafa
friðaðar samkvæmt lögum.
Vitneskja um tilvist og
staðsetningu fornleifa er
forsenda þess að hægt sé að
vernda fornleifar og forða
þeim frá raski. Skráning á
fornleifum skal fara fram áður
en gengið er frá aðal- eða
deiliskipulagi samkvæmt
lögum. Tilgangur fornleifa-
skráningar er annars vegar að
tryggja verndun menningar-
arfsins og hins vegar að
auðvelda bæði sveitarfélögum
og minjayfirvöldum að móta
stefnu í minjavörslu, líkt og
kemur fram á heimasíðu
Minjastofnunar. Í sumum til-
fellum fara framkvæmdaaðilar
fram á að raska fornleifum
vegna framkvæmda og þá
getur verið erfitt að taka
afstöðu í slíkum málum nema
þekking á minjunum sé til
staðar (Minjastofnun Íslands,
2022).
Skálatóft frá Víkingaöld var skráð vegna framkvæmda á Kagaðarhóli í Langadal.
Gamall hænsnakofi var skráður vegna framkvæmda á Fossi á Skaga.
MYNDIR: BSK
Fornleifadeild Byggðasafns
Skagfirðinga hefur tekið að sér
fornleifaskráningar frá árinu
1999 og hefur á þeim tíma
gefið út 251 rannsóknar-
skýrslu, þar af 145 fornleifa-
skráningarskýrslur, sem bera
vitni um þann fjölda minja
sem hefur verið skráður á
vegum safnsins. Fornleifa-
skráning á vegum Byggða-
safnsins hefur einkum farið
fram vegna aðalskipulags,
deiliskipulags og annarra
framkvæmda sem að geta haft
áhrif á fornleifar, eins og t.d.
lagning ljósleiðara eða hita-
veitu, og geta slík verkefni
farið fram um allt land.
Fornleifar geta verið allt frá 20.
aldar hænsnakófatóft (mynd
1) til skálatóftar frá víkingaöld
(mynd 2). Gamlir vegir eru til
að mynda taldir til fornleifa
(mynd 3). En fornleifaskráning
getur líka verið hluti af
rannsóknarverkefni og má þar
til dæmis nefna verkefnið
„Eyðibyggð og afdali Skaga-
fjarðar“ sem starfsmenn
fornleifadeildar Byggðasafns-
ins unnu í samstarfi við
höfunda Byggðasögu Skaga-
fjarðar. Þá hefur safnið sótt um
rannsóknarstyrk til skráningar
heiðinna grafa í Skagafirði
fyrir árið 2022. Markmið
verkefnisins er að skrá og
rannsaka heiðnar grafir í
Skagfirði en þrátt fyrir
töluverðar rannsóknir á
heiðnum gröfum, þá skortir
enn þekkingu á lykilþáttum
heiðni og frumkristni á
Íslandi. Umfangsmiklar rann-
Forn leið í Ásholti í Hjaltadal.
sóknir á frumkristni og
landnámi í Skagafirði hafa
farið fram á vegum safnsins og
er freistandi að bæta við
þekkingu um heiðna trú. Besta
leiðin til að rannsaka heiðna
trú er með því að rannsaka
greftrunaraðferðir hennar.
Hvers vegna ætti okkur
ekki að vera umhugað um
þessar minjar og varðveislu
þeirra? Fyrir utan fyrrnefnd
lög um verndun menningar-
minja þá er það einnig
samfélagsleg skylda okkar að
vernda minjar af því að þær
endurspegla líf fyrri tíma.
Minjar eru minnismerki um
staðbundinn menningararf og
ekki síst það hugvit og
þrautseigju sem þurfti til að í
lifa af í erfiðu umhverfi, og er
sannarlega eitthvað sem
samfélag okkar ætti að vera
stolt af.
Skýrslur Byggðasafnsins
eru aðgengilegar á heimasíðu
safnsins http://www.
glaumbaer.is/is/gagnabanki/
rannsoknarskyrslur. Hægt er
að skoða skráðar fornleifar á
þínu svæði (og um allt land) á
Minjavefsjá Minjastofnunar
Íslands á slóðinni map.is/
minjastofnun. og einnig á
kortasjá Skagafjarðar map.is/
skagafjordur.
Heimild: Minjastofnun Íslands. (2022).
Skráning fornleifa. Sótt 21.2.2022 af
https://www.minjastofnun.is/minjar/
skraning-fornleifa/
10 08/2022