Feykir


Feykir - 06.04.2022, Blaðsíða 5

Feykir - 06.04.2022, Blaðsíða 5
14/2022 5 Geggjaðir litir í ár Feykir skoðar fermingartískuna 2022 Satínefnið nýjasta æðið hjá stelpunum Það sem er áberandi í fermingarlín- unni hjá stelpunum í ár eru fallegir hnésíðir kjólar og má finna þá úr fallegri blúndu, með alls konar blóma- mynstrum eða einlita. Það sem ein- kennir sniðið er að þeir eru wrap eða vafðir utan um mittið, hvort sem það sýnist vera bundið eða er það. Þá er hálsmálið yfirleitt v-hálsmál eða lokað alveg upp í háls. Undanfarin ár hafa samfestingar verið áberandi en í ár virðast þeir vera á undanhaldi og hafa dragtir tekið við keflinu og það í skemmtilega geggjuðum litum eins og t.d. bleiku eða grænu. Það sem ég er hins vegar hrifnust af er satínefnið og má sjá það t.d. í fallegum skyrtum og kjólum og gefur það einhvern róm- aðan og fágaðan stíl á stúlkunum. Skóbúnaðurinn er á svipuðum nótum og síðustu ár, annaðhvort grófir skór eins og t.d. Dr. Martens eða þá fínir bandahælaskór með kubbahæl eða mjóum litlum hæl. Einlitir jakkar og léttar buxur Litlu herramennirnir okkar hafa feng- ið svipaðan stíl að velja úr eins og undanfarin ár. Við erum að tala um fallega tvíhneppta jakkafatajakka, annaðhvort einlita eða köflótta. Innanundir klæðast þeir ljósum skyrtum, hvítri eða ljósblárri eða jafnvel bara einlitum bol ef þeir vilja þægindin. Þá eru teknar léttar einlitar buxur við með chino sniði. Fyrir þá sem vilja vera extra flottir þá eru að sjálfsögðu jakkafötin einnig vinsæl, þá í gráum og bláum tónum. Skóbún- aðurinn er svo léttir og þægilegir strigaskór eða þá grófir skór eins og Dr. Martens sem nýtast þá sem hvers dagsskór eftir stóra daginn. Hér á Norðurlandi vestra byrja fermingarnar á pálmasunnudag og eru þær síðustu alveg fram á miðju sumri. Það er því nokkuð ljóst að fjölskyldur fermingarbarna eru löngu byrjaðar að undirbúa, ef ekki bara á lokametrunum á tékklistunum sínum. Vonandi gleymdist bara ekkert því erfitt getur verið að redda sumu á síðustu metrunum ef það fæst ekki í heimabyggð. Ég segi því – það er aldrei hægt að fara of oft yfir tékk- listana sína og verum dugleg að deila reynslunni okkar með öðrum. Ég mæli með Facebook-síðu sem heitir Fermingar undirbúningur og hug- myndir sem gott er að styðjast við við skipulagningu fermingardagsins og þar er fólk duglegt að leita ráða með alls konar tengt stóra deginum. Munum svo bara að njóta! MYNDIR: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir | GALLERÍ 17 www.ntc.is 14/2022 Það sem ég hef mestan áhuga á varðandi fermingarundirbúninginn er án efa fatnaðurinn sem krakkarnir klæðast. Verandi gamall starfsmaður tískuvöruverslunar þá fannst mér ekkert jafn skemmtilegt en þegar maður náði að gera bæði fermingarkrakkann og foreldrana ánægða með valið á fermingarfatnaðinum. Lokaútkoman, uppáklæddir krakkar í sínu fínasta pússi, full af tilhlökkun og spenningi yfir deginum mikla var æðisgengin. Ég tók mig til og skoðað úrvalið í helstu verslunum hér á landi og er engin spurning að fermingarkrakkarnir eru í góðum málum með að finna eitthvað við hæfi því það er mjög gott úrval í boði fyrir þennan hóp. Ég er reyndar fullviss um að starfsfólk fataverslana í dag þrái ekkert annað, eftir langan Covid faraldur þar sem fólk sást ekki inni í verslunum mánuðum saman, en að fá að aðstoða þennan flotta hóp að finna rétta dressið frá toppi til táar. Ég segi því við ykkur, sem eruð að fara í þessa fataleit, gerið ykkur ferð í verslunarleiðangur og látið starfsfólkið hjálpa ykkur, það er bara allt annað en að panta á netinu. Þið sparið kannski tíma en þetta á að vera smá upplifelsi fyrir krakkana... ekki taka það af þeim því það er svo auðvelt að gera þetta skemmtilegt fyrir þau. UMFJÖLLUN Sigríður Garðarsdóttir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.