Feykir - 06.04.2022, Blaðsíða 14
14 14/2022
Þann 20. mars sl. var sr.
Edda Hlíf Hlífarsdóttir sett
inn í embætti sóknarprests
í Þingeyraklausturspresta-
kalli eftir að valnefnd
hafði kosið hana sem
sóknarprest mánuði fyrr.
Athöfnin fór fram við
hátíðlega athöfn í
Blönduóskirkju þar sem
Eyþór Wechner lék á
kirkjuorgelið og kirkju-
kórar Þingeyraklausturs-
prestakalls sungu. Dalla
Þórðardóttir, prófastur,
þjónaði fyrir altari fyrir
prédikun, en þá tók
Edda Hlíf við.
Prestsvígslan sjálf fór fram í
Hóladómkirkju þann 13. mars
þar sem sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir, vígslubiskup,
vígði Eddu Hlíf sem segir
vígsludaginn hafa verið „hreint
út sagt alveg meiriháttar“, ein-
staklega hátíðlegan en á sama
tíma mjög persónulegan. „Veðrið
hefði ekki getað verið betra, sól
og stilla og Hjaltadalurinn snævi
þakinn og fallegur. Ég umkringd
Edda Hlíf Hlífarsdóttir nýr prestur í Þingeyrarklaustursprestakalli
Það er engin ein
rétt leið til að trúa
Edda Hlíf, ásamt unnusta sínum Þráni Víkingi Ragnarssyni, hefur stundað hrossarækt í Oddakoti í Austur-Landeyjum en nú er komið að nýjum ævintýrum á nýjum slóðum.
AÐSENDAR MYNDIR
VIÐTAL
Páll Friðriksson
yndislegu fólki sem allt lagði
sig fram um að gera daginn
minn eftirminnilegan og góðan.
Mér fannst mjög dýrmætt að
organistinn og kórarnir í Þing-
eyraklaustursprestakalli skyldu
koma til að spila og syngja við
athöfnina. Á eftir var svo boðið
upp á dýrindis kaffiveitingar á
Kaffi Hólar,“ segir hún ánægð
með daginn.
Þingeyraklaustursprestakall
samanstendur af fimm sóknum;
Auðkúlusókn, Blönduóssókn,
Svínavatnssókn, Undirfellssókn
og Þingeyrasókn og íbúafjöldi í
prestakallinu er um 1350. „Mér
finnst frábært að fá að sinna
blönduðu prestakalli, þ.e. hvoru
tveggja sveitasóknum og þétt-
býliskjarna. Mér finnst kirkjurn-
ar allar fallegar og heillandi,
hver á sinn hátt og hlakka til að
fá að þjóna í svona skemmtilega
ólíkum kirkjum.“
Edda Hlíf er fædd á
Sauðárkróki 20. júlí 1985 og ólst
upp í Víðiholti í Skagafirði. Frá
árinu 2007 hefur hún verið
búsett í Oddakoti í Austur-
Landeyjum og stundað þar
hrossarækt ásamt unnusta
sínum, Þráni Víkingi Ragnars-
syni, verkfræðingi. Edda Hlíf er
stúdent af félagsfræðibraut við
Fjölbrautarskóla Norðurlands
vestra árið 2011 og mag.theol.-
prófi lauk hún frá Háskóla
Íslands í febrúar 2020 og dipló-
manámi á meistarastigi í sál-
gæslufræðum frá Endurmennt-
un Háskóla Íslands í júní 2021.
Meðfram guðfræðináminu
sinnti Edda Hlíf fermingar-
fræðslu við Breiðabólstaðar-
prestakall og Langholtspresta-
kall og æskulýðsstarfi við
Guðríðarkirkju og Langholts-
kirkju.
Edda segist alltaf hafa verið
mikil sveitastelpa og kunna best
við sig á landsbyggðinni. Hún
leggur mikið upp úr því að rækta
tengslin við fólkið sitt, fjölskyldu
og vini og segist vera svo heppin
að eiga alveg einstaklega góða
að.
„Frá því að ég var lítil hefur
mér alltaf liðið alveg einstak-lega
vel í návist dýra og hestar og
hestamennska hafa alltaf verið
líf mitt og yndi. Ég er opin og
einlæg að eðlisfari en viðurkenni
að mér finnst svo-lítið erfitt að
ætla að lýsa því hver ég er, en ég
get nefnt nokkur dæmi um
aðstæður þar sem mér líður
hvað best. Uppi á fjöllum með
græjar meðlætið meðan lamba-
lærið steikist í ofninum en pabbi
gerir sósuna, við systkinin,
makar og börn mætum öll og
gerum matnum góð skil. Við
matarborðið er spjallað, glensað
og hlegið. Eftir smá meltu förum
við út og stússumst öll saman
eitthvað við búskapinn, sort-
erum kindur og rekum nautgripi
á milli hólfa. Eftir vöfflukaffi hjá
mömmu er gripið í spil og hlegið
alveg óstjórnlega mikið yfir
einhverju sem er ekki einu sinni
fyndið nema akkúrat í þessum
félagsskap. Að fara í góðra vina
hópi í bústað finnst mér alveg
dásamlegt, góður brönch, maski,
dekur og trúnó fram eftir degi,
smá útivist og láta svo líða úr sér
í pottinum. Toppa svo daginn
með frábærum íslenskum
lagalista þar sem allir syngja
með, segja sögur, spjalla og
sprella. Ég er líka mjög
heimakær og finnst fátt betra en
að skreppa í hesthúsið með
unnusta mínum, fást við frum-
tamningar og dást að því hvað
ungviðið er efnilegt. Fara svo
saman inn og eiga notalegt kvöld
í sófanum með bóndanum,
kisunni Lind og tíkinni Snæfríði
á kantinum. Ljúf lög óma úr
útvarpinu, bóndinn flettir í stóð-
hestabókinni og ég grúska í
gömlum ljóðabókum á meðan
kisa hringar sig ofan á fótunum á
mér og Snæfríður mín liggur í
fletinu sínu og hrýtur. Það er svo
margt dásamlegt við hvers-
dagsleikann og fyrir mér eru
það einmitt oft dýrmætustu
stundirnar.“
Bíður eftir
hrossunum
Hvernig kom það til að þú fórst
í guðfræði? „Það er ekkert einfalt
svar við þessari spurningu. Ég
ólst upp við að mamma fór með
bænirnar með mér fyrir svefn-
inn á kvöldin, ég sótti sunnu-
dagaskóla og fór annað slagið í
messu en aðallega ef eitthvert
tilefni var til. Ég byrjaði þó ung
Hestamennskan er stór þáttur í tilveru Eddu og hér er hún fyrir fáeinum árum með tvo
til reiðar.
þrjú hross til reiðar, nátt-
úrufegurð blasir við í allar áttir,
engin umferð, ekkert síma-
samband eða annað áreiti, bara
víðáttan. Hrossin eru viljug en
spennulaus og slök svo hægt er
að ríða við lausan taum og bara
njóta. Ég veit að þegar við
komum í náttstað í skála bíður
mín heit súpa og góður
félagsskapur, söngur og gleði
frameftir kvöldi og að vær svefn
bíður mín þegar ég leggst til
hvílu í koju eftir yndislegan dag.
Svo er það hinn fullkomni fjöl-
skyldudagur, sunnudagssteikin
hjá mömmu og pabba, mamma