Feykir


Feykir - 06.04.2022, Blaðsíða 24

Feykir - 06.04.2022, Blaðsíða 24
24 14/2022 12 12/2021 Það er óhætt að segja að skagfirska söngkonan Valdís Valbjörnsdóttir sé búin að sanna sig sem ein af bestu söngkonum landsins en í lok janúar gaf hún út sitt fimmta lag, Piece Of You. Lagið, sem er eftir Valdísi og Anton Ísak Óskarsson, fékk innblástur bæði úr nýrri og '80s dans- tónlist og textinn fjallar um að vera öruggur og líða vel með þeim sem maður elskar. Valdís er 21 árs söngkona, fædd og uppalin á Sauðárkróki, dóttir Önnu Siggu Stefánsdóttur og Valbjörns Geirmundssonar. Hún segist hafa sungið frá því hún man fyrst eftir sér og frá níu ára aldri hefur hún verið að læra söng. „Ég útskrifaðist úr FNV og fór beint í söngskólann Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn þar sem ég útskrifaðist með diplómu í söng. Eftir það hef ég búið fyrir sunnan og verið að semja og gefa út tónlist síðan seinasta sumar, ásamt því að kenna söng í Söngskóla Maríu Bjarkar,“ segir Valdís sem einnig er að vinna í nýrri plötu. „Ég er á fullu að semja og taka upp fyrir EP plötu sem ég stefni á að gefa út í sumar og það gengur vel. Fyrsti singúllinn Piece Of You af plötunni kom út í lok janúar og hefur verið í spilun á öllum helstu útvarpsstöðvum.“ Engin formúla Eins og hjá flestum hefur Covidið síðast liðið árið sett sitt mark í söngferilinn hjá Valdísi þar sem lítið hefur verið um gigg útaf ástandinu í samfélaginu. En þá gefst meiri tími til að einbeita sér að öðru. Hún hefur verið að vinna með Antoni Ísaki Óskarssyni, pródúser, og segir hún enga for- múlu liggja að baki lagasmíðun- um og í reynd hefur ekkert af lögunum orðið til á sama hátt. Aðspurð um frægð og frama í tónlistinni segist Valdís aldrei hafa dreymt um frægð en frá því að hún var barn hefur draumur- inn verið að vinna við tónlist því það er það sem hún elskar að gera. „Ég vona að ég geti haldið áfram að vinna í tónlist því það er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir hún og vonast til að aðdá- endur fái að berja hana augum á sviði sem fyrst eftir að ástandið í samfélaginu batnar. Þangað til geta áhugasamir náð í tónlist hennar á öllum helstu tónlistar- streymisveitum netheima. Þar sem þetta viðtal mun birtast í fermingarblaði Feykis var Valdís spurð um það hvað eftirminnilegast væri frá ferm- ingardeginum. „Ég held það hafi bara verið veislan í Melsgilinu og samveran með fólkinu mínu. Ég á eina fermingargjöfina enn í dag, míkrófón sem ég fékk frá systur minni.“ Valdís Valbjörns gefur út plötu í sumar Langar að vinna í tónlist í framtíðinni VIÐTAL Páll Friðriksson Valdís Valbjörnsdóttir í fermin- gardressinu. MYNDIR AÐSENDAR Við óskum FERMINGARBÖRNUM til hamingju með daginn Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut Sími 455 6000 www.skagafjordur.is Sími 455 9200 www.tengillehf.is Suðurbraut 9 Hofsósi Sími 455 4692 Borgarteigi 15 Sauðárkróki Sími 455 6200 www.skv.is Borgarflöt 19 Sauðárkróki Sími 899 5277 Borgarflöt 19a Sauðárkróki Sími 867 5007 www.myndun.is Aðalgötu 19 Sauðárkróki Sími 844 5616 Akurhlíð 1 Sauðárkróki Sími 453 6166 Eyrarvegi 2 Sauðárkróki Sími 455 6600 Borgarmýri 1 Sauðárkróki Sími 453 5433 www.stettarfelag.is Skarðseyri 2 Sauðárkróki Sími 453 5581 Háeyri 1 Sauðárkróki Sími 455 4400 HOFSÓSI www.arion.is www.hsn.is CMYK% Cyan = 100 / Magenta = 75 / Yellow = 2 / Black = 18 Cyan = 45 / Magenta = 14 / Yellow = 0 / Black = 0 GRÁSKALI Black = 40% Black = 100% PANTONE PANTONE 278 C PANTONE 287 C Logo / merki BJÖRGVIN SIGURÐSSON | GRAPHIC DESIGNER FÍT ÁSVEGI 17 | 104 REYKJAVÍK | ICELAND T: +354 588 3436 | M: +354 663 0677 | E: 2b@internet.is Bæjarskrifstofa Blönduósbæjar Hnjúkabyggð 33 540 Blönduós Sími: 455 4700 blonduos.is Húnabraut 4 540 Blönduósi & 455 9020 Sæmundargötu 1 550 Sauðárkróki & 453 5900 Hnjúkabyggð 33 540 Blönduósi & 455 4700 Við Skagfirðingabraut 550 Sauðárkrókur & 455 1100 Sæmundargötu 1 550 Sauðárkróki & 571 7888 Hvammstangabraut 5 530 Hvammstanga & 455 2400 Heimavist FNV 550 Sauðárkróki & 860 9800 Sauðármýri 2 550 Sauðárkróki & 455 5400 Þverbraut 1 540 Blönduósi & 452 4932 Borgarflöt 3 550 Sauðárkróki & 898 7122 / 892 4569 Sæmundargötu 1 550 Sauðárkróki & 848 7497 Sauðárkróki & 892 1790 Ártorgi 1 550 Sauðárkróki & 455 4500 Sauðármýri 2 Sauðárkróki Sími Sæmundargötu 1 550 Sauðárkróki Sími 848 7497 Sími 892 1790 Ártorgi 1 5 0 Sauðárkróki Sími 455 4500 Húnabraut 4 540 Blönduósi & 455 9020 Ingimar Hólm Jónsson býr á Hóli í Sæmundarhlíð, Skagafirði og verður hann fermdur í Reynistaðarkirkju þann 10. apríl af sr. Gísla Gunnarssyni. Foreldrar hans eru Hrefna Hafsteinsdóttir og Jón Grétarsson. Hvernig hefur ferm- ingarundirbúningnum verið háttað? Ég hef mætt í fermingar- fræðslu hjá séra Gísla og séra Döllu á Löngu- mýri og mætt í nokkrar messur, ekki nógu margar, Covid hefur truflað það. Auðvitað hef ég svo verið í sunnudagaskólanum þegar ég var lítill og svo í TTT á Löngumýri. Hvar verður veislan haldin? Veisla verður í Melsgili og er um 130 manns boðið, en það kemur ekki nema kannski helmingurinn. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? Lambakjöt frá Hóli og folaldakjöt frá Hóli. Svo verða terta og kransakökur í eftirrétt. Er búið að ákveða fermingarfötin? Já, íslenski herra hátíðarbúningurinn. Hvað er á topp 3 listanum sem þú óskar þér í fermingargjöf? Óskafermingargjafirnar eru snjallsími, utanlandsferð og tölva. /SG Sigríður Kristín Guðmundsdóttir býr á Ránarbrautinni á Skagaströnd og eru foreldrar hennar Guðmundur Henrý Stefánsson og Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir sér um ferminguna sem verður þann 14. apríl í Hólaneskirkju á Skagaströnd. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið hátt- að? Hann er búinn að vera skemmtilegur. Við mamma erum búnar að skoða matseðla og föt á netinu. Við fóru svo til Reykjavíkur og keyptum fötin, fórum í kökusmakk og keyptum inn fyrir f minguna. Hvar verður veislan haldin? Hún ver ur hal n í félagsheimilinu Fellsborg o við erum ð bjóða um 100 manns í veisluna. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? Já, ég verð með smárétti, súpu og svo verður kökuhlaðborð á eftir. Er búið að ákveða fermingarfötin? Já, ég keypti mér hvítan kjól í versluninni 17 í Smáralind. Hvað er á topp 3 listanum sem þú óskar þér í fermingargjöf? Utanlandsferð, Apple watch og svo er ég að safna mér fyrir nýjum síma. /SG Sigríður Kristín Guðmundsdóttir Keypti kjól í Gallerí 17 Ingimar Hólm Jónsson Lamba- og folaldakjöt frá Hóli verður í boði Bergþór Bjarkar Aronsson býr á Blönduósi og foreldrar hans eru Aron Karl Bergþórsson og Kristín Björk Karlsdóttir. Bergþór verður fermdur 30. apríl í Blönduóskirkju af sr. Eddu Hlíf Hlífarsdóttur. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið hátt- að? Mamma hefur séð um allan undirbúninginn. Hvar verður veislan haldin? Veislan verður í Skagabúð og við erum búin að bjóða um 80 manns. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? Já það verður kjúklingapottréttur og kaffi á eftir. Er búið að ákveða fermingarfötin? Já fermingarfötin sem urði fyrir valinu er íslenski hátíðarbúningurinn. Hvað er á topp 3 listanum sem þú óskar þér í fermingargjöf? Tölva, sem ég er reyndar búinn að fá, veiðigræjur og peningur. /SG Bergþór Bjarkar Aronsson Fermingarfötin eru hátíðarbúningurinn Emma Katrín verður fermd í Sauðárkrókskirkju þann 5. júní af sr. Sigríði Gunnardóttur. Emma Katrín á heima í Ártúninu á Sauðárkróki og er dóttir Freyju Rutar Emilsdóttur og Helga Jóhannessonar. Hvernig hefur ferm- ingarundirbúningnum verið háttað? Við erum náttla búin að vera í fermingafræðslu í safn- aðarheimilinu í allan vetur, en með veisluna þá erum við mamma mest búnar að vera á Pinterest. Ég hannaði boðskortið sjálf og við erum mikið búnar að pæla í skreytingum Hvar verður veislan haldin? Við ætlum að vera heima og bjóða eitthvað um 100 manns, en ég veit samt ekki hvort allir komast. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? Já, við erum búin að ákveða að mestu, aðallega svona smá- réttir og kökur. Mikið af ávöxtum og kökum. Er búið að ákveða fermingarfötin? Já, ég ætla að vera í kjól og blússu sem er í sama græna lit og þemað í veislunni. Hvað er á topp 3 listanum sem þú óskar þér í ferm- ingargjöf? Norðurljósalampi, fartölva, blue-tooth heyrnartól. Ég veit að ég fæ ferðalag með mömmu og pabba og ég má ráða sjálf hvert við förum, það verður skemmtilegast. /SG Emma Katrín Helgadóttir Fær að velja áfangastaðinn

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.