Feykir


Feykir - 08.06.2022, Side 5

Feykir - 08.06.2022, Side 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Fyrsti leikurinn á Blönduósvelli þetta sumarið fór fram 4. júni sl. þegar lið Kormáks/Hvatar tók á móti KFS úr Vestmannaeyjum. Lið Eyjapilta reyndist Tindastóls- mönnum erfitt viðureignar í 3. deildinni í fyrra og það fór svo að Húnvetningar lentu sömuleiðis í basli með vel spilandi gestina og máttu þola tap, lokatölur 1-2. Það var Eyþór Orri Ómarsson sem kom liði KFS yfir á 35. mínútu og staðan 0-1 í hálfleik. Lið Kormáks/ Hvatar jafnaði metin á 60. mínútu með marki Ingva Rafns Ingvarssonar en stundarfjórðungi fyrir leikslok gerði Magnús Sigurnýjas Magnússon sigur- mark gestanna. Húnvetningar hafa nú mátt þola tvö svekkjandi 2-1 töp í röð í 3. deildinni en það er þó sannarlega hvetjandi að leikir liðsins eru jafnir og spennandi. Sem stendur er lið Kormáks/Hvatar með sex stig í 7.-9. sæti deildarinnar en með hagstæðara marka- hlutfall en lið KFS og Vængja Júpíters sem eru með jafn mörg stig. Efst eru lið Dalvíkur/Reynis og KFG sem bæði eru með 12 stig. Næst mæta Húnvetningar liði Víðis í Garði nk. laugardag.. /ÓABFramtíðin björt hjá karla- og kvennaflokki þann 2. júní síðastliðinn, í húsakynnum 1238, skrifaði körfuknattleiksdeild Tindastóls undir samninga við nokkra leikmenn. Allt eru þetta kunnugleg andlit og sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, að stefnan væri að vera með sama lið og var, eða svona því sem næst. Pétur Rúnar Birgisson skrifaði undir þriggja ára samning, Sigurður Þorsteins- son skrifaði undir tveggja ára Anna Karen, Eva Rún, Hildur Heba, Klara Sólveig og Kristín Halla undirrita samningana. MYND: AÐSEND samning og Sigtryggur Arnar Björnsson skrifaði undir eins árs samning. Baldur Þór Ragnarson kemur einnig aftur að þjálfa en hann hafði þegar skrifað undir eins árs samning. Einnig var skrifað undir samninga í kvennaflokki og sagði Dagur að stefnan væri að halda áfram að styrkja liðið og halda áfram þeirri uppbyggingu sem hefur verið í kvennaflokki undanfarin ár. Þær sem skrifuðu undir fyrir næsta tímabil voru Anna Karen Hjartardóttir, Eva Rún Dagsdóttir, Hildur Heba Einarsdóttir, Klara Sólveig Björgvinsdóttir og Kristín Halla Eiríksdóttir. Ingigerður Hjartardóttir hafði áður skrifað undir samning fyrir næsta tímabil. Dagur sagði að það væri enn verið að skoða leikmenn fyrir bæði lið og þjálfara fyrir kvennaflokk en að þetta væri allt saman enn á frumstig og of snemmt að gefa eitthvað frekara upp. /IÖF Lið Tindastóls lék fjórða leik sinni í B-riðli 4. deildar í gær en þá mættu strákarnir liði KÁ á Ásvöllum í Hafnarfirði en þeir KÁ-menn eru b-lið Hauka. Stólarnir náðu yfirhöndinni um miðjan fyrri hálfleik og unnu að lokum öruggan 0-5 sigur og komu sér betur fyrir í toppbaráttu riðilsins sem er býsna sterkur. Það var Spánverjinn Basilio Jordan Meca sem gerði fyrsta markið á 20. mínútu og sex mínútum síðar hélt hinn taktfasti Jóhann Daði áfram að skora fyrir Stólana. Basi bætti við öðru marki sínu á 30. mínútu og staðan 0-3 í hálfleik. Basi fullkomnaði þrennuna á 59. mínútu og það var síðan fyrirliðinn, Konráð Freyr, sem kórónaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 82. mínútu en skömmu áður hafði lið KÁ misst Egil Örn Atlason af velli með rautt spjald. Það er lið RB af Reykjanesinu sem leiðir B-riðil, er með níu stig eftir þrjá leiki, en Stólarnir eru sem stendur í öðru sæti með átta stig að loknum fjórum leikjum. Eins og staðan er nú virðast fimm lið í riðlinum hafa á að skipa sterkum hópi leikmanna og munu væntanlega berjast um toppsætin. Auk RB og Tindastóls má nefna lið KFK, Úlfana og jafnvel KÁ. Næstkomandi laugardag fá Stólarnir einmitt lið RB í heimsókn á Krókinn. Liðið hefur hingað til gert tvö jafntefli hér heima og það er því kominn tími á sigur á heimavelli. /ÓAB 3. deild | Kormákur/Hvöt - KFS 1–2 Fjallmyndarlegur sigur Tindastóls á Ásvöllum Körfuknattleiksdeild Tindastóls semur við leikmenn Lið Tindastóls í Lengjudeild kvenna hélt suður í höfuðborgina en þar beið þeirra sterkt lið Víkingsstúlkna sem spáð var einu af tveimur efstu sætum deildarinnar fyrir tímabilið. Úr varð hörkuleikur þar sem bæði lið sóttu til sigurs og það reyndust Stólastúlkur sem kláruðu dæmið, sýndu góðan karakter eftir að hafa lent undir snemma leiks og fögnuðu öflugum 1-2 sigri. Bæði liðin voru með níu stig eftir fjórar umferðir. Amber hóf leikinn með góðri vörslu í marki Tindastóls en á 12. mínútu komust heimastúlkur yfir. Amber hafði þá varið frá Christabel en boltinn datt fyrir Huldu Ösp sem kláraði málið. Stólastúlkur vildu fá víti á 39. mínútu eftir góða rispu frá Aldísi en ekkert dæmt. Hannah Cade vann síðan aukaspyrnu á 41. mínútu og sendi fastan bolta inn að marki Víkings og þar fór boltinn af Dagbjörtu fyrirliða Víkings og í markið. Það tók lið Tindastóls ekki mínútu að ná forystunni í síðari hálfleik. Enn var það Hannah Cade sem lagði grunninn, sendi boltann inn fyrir vörn Víkinga á Murr sem var í dauðafæri, Andrea varði skot hennar en boltinn barst á Hugrúnu sem fylgdi vel á eftir og skoraði. Næstu mínútur voru Stólastúlkur nálægt því að bæta við marki en þegar á leið opnaðist leikurinn frekar þegar heimastúlkur reyndu að sækja jöfnunarmarkið. Vörn Tindastóls og Amber voru ekkert á þeim buxunum að hleypa inn öðru marki og það voru því Stólastúlkur sem fóru með sæt þrjú stig með sér norður. Feykir spurði Donna þjálfara hvað honum fannst um frammistöðu sinna stúlkna og hvort þetta hafi verið besta frammistaða liðsins í sumar. „Frammistaðan var heilt yfir mjög góð,“ sagði Donni. „Víkingar eru virkilega sterkt lið og hafa gert mjög vel svo það var klárlega mjög stórt fyrir okkur að vinna þær á þeirra velli. Þetta var mjög sterk frammistaða en mér finnst við eiga ennþá meira inni og viljum verða ennþá betri i því sem við erum að vinna í.“ /ÓAB Lengjudeildin | Víkingur – Tindastóll 1–2 Hugrún var með sigurmarkið gegn Víking. MYND: ÓAB Sterkur sigur Stólastúlkna á Víkingum Ingvi Rafn gerði mark Kormáks/Hvatar. Þessi mynd er frá því fyrr í sumar. MYND: ÓAB 4. deild | KÁ - Tindastóll 0–5 Eyjapiltar höfðu betur á Blönduósi 22/2022 5

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.