Feykir - 08.06.2022, Qupperneq 11
Sá sem vill leiða hljómsveitina áfram
verður að snúa baki í fjöldann.
- James Crook
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Lauf-ey
Sudoku
Krossgáta
Finna skal út eitt kven-
mannsnafn í hverri gátu.
Ótrúlegt - en kannski satt...
Matador og Monopoly eru svipuð borðspil sem ganga út á að spilarar
kaupa eignir og setja á spilareiti og rukka síðan aðra spilara sem lenda
á þeim reitum um leigu. Ótrúlegt, en kannski satt, þá er meira prentað af
peningum fyrir þau spil en alvöru peningum um allan heim ár hvert.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Já vinur minn ég er hýena.
FEYKIFÍN AFÞREYING F
Tilvitnun vikunnar
( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) siggag@nyprent.is
FISKRÉTTUR1
Mexikóskur
fiskréttur
1 kíló þorskur, ýsa eða annar
góður fiskur
1 stór rauð paprika, skorin í
strimla
250 g sveppir, skornir í sneiðar
1 rauðlaukur, skorinn í strimla
1 bréf Fajitas kryddmix
u.þ.b. 2/3 dl hveiti
u.þ.b. 150 g rjómaostur
u.þ.b. 300 g salsa sósa
rifinn ostur t.d Mozarella
Aðferð: Ofninn hitaður í 200°C.
Hér um bil öllu fajitas kryddinu er
blandað saman við hveitið, u.þ.b.
1 tsk af kryddinu er geymt þar til
síðar. Fiskurinn er skorinn í
hæfilega stóra bita og þeim velt
mjög vel upp úr fajitas-
hveitiblöndunni. Þá er fiskurinn
steiktur á pönnu upp úr smjöri og/
eða olíu á öllum hliðum þar til
fiskurinn hefur náð fallegri
steikingarhúð. Þá er fiskurinn
lagður í eldfast mót. Því næst er
smjöri bætt við á pönnuna og
sveppir, paprika og laukur sett á
pönnuna, kryddað með restinni af
fajitas kryddinu. Grænmetið er
steikt í smá stund og því næst dreift
yfir fiskinn. Þá er rjómaostinum
dreift yfir grænmetið. Því næst er
salsa sósunni dreift yfir. Að lokum
er rifna ostinum dreift yfir. Sett inn
í ofn í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til
osturinn hefur náð góðum lit og
fiskurinn er eldaður í gegn. (Ef þú
ert t.d með mjög þykka
þorskhnakka þá þurfa þeir lengri
tíma en þynnri fisksneiðar. Það
þarf að miða bökunartímann út frá
þykkt fisksins hverju sinni). Gott
að bera fram með hrísgrjónum og
baunaspírum frá Ecospiru.
Mynd og uppskrift tekin af
eldhussogur.com
FISKRÉTTUR2
Fiskrétturinn sem
fékk fimm *****
600 g ýsa, þorskur eða annar
hvítur fiskur skorinn í bita
2 dl rækjur (má sleppa)
2 gulrætur
1 púrrulaukur
1 rauð og 1 græn paprika
1 grænt epli
2 msk. smjör
2 tsk. gott karríduft
200 g hreinn rjómaostur
1 dós 18% sýrður rjómi
1 dl mangó chutney
rifinn bragðmikill ostur, t.d.
Óðalsostur
paprikuduft, salt og pipar
Aðferð: Skerið fiskinn í passlega
bita og kryddið með salti og pipar,
leggið til hliðar. Saxið grænmetið
og eplið í frekar smáa bita. Hitið
pönnu á meðalhita og bræðið
smjörið. Steikið grænmetið í
smjörinu þar til það mýkist aðeins
(geymið eplabitana). Bætið
karríduftinu saman við og steikið
það með í 1-2 mínútur. Bætið
rjómaostinum, sýrða rjómanum
og mangó chutney út á pönnuna
og bræðið þetta saman. (Þynnið
með örlitlu vatni ef ykkur finnst
þetta of þykkt, en athugið að það
kemur líka vökvi úr fiskinum þegar
hann eldast.)
Dreifið eplunum og rækjunum yfir
og hrærið saman. Smakkið til með
salti og pipar. Leggið svo fiskinn
ofan á sósuna og grænmetið og
leyfið þessu að malla þar til
fiskurinn er nánast eldaður í í gegn.
Stráið þá osti yfir ásamt smá
paprikudufti og stingið inn í ofn
undr grill í 5 mínútur eða þar til
osturinn er gullinbrúnn. Stráið yfir
saxaðri steinselju og berið fram
með góðu salati og brauði eða
hrísgrjónum.
Mynd og uppskrift tekin af
eldhusperlur.com
Verði ykkur að góðu!
Ljúffengir fiskréttir
Þar sem sjómannadagurinn er handan við hornið þá er tilvalið að leita
uppi ljúffenga fiskrétti sem vonandi einhverjir geta nýtt sér við
eldamennsku vikunnar.
FISK Seafood óskar starfsfólki sínu,
sjómönnum öllum og aðstandendum þeirra
til hamingju með sjómannadaginn.
www.fisk.is
Til hamingju sjómenn
Háeyri 1
550 Sauðárkrókur
Sími: 455 4400
Feykir spyr...
Ætlar þú á Greifana
á Sauðárkróki
eða Stjórnarball á
Skagaströnd um
sjómanna-
dagshelgina?
Spurt á Facebook
UMSJÓN : klara@nyprent.is
,,Ég ætla að sjálfsögðu að
fara á Hornafjörð."
Gunnar Tjörvi Ingimarsson
,,Ég hafði hugsað mér að
fara á Greifana hérna á
Sauðárkróki."
Berglind Ósk Skaptadóttir
,,Ég ætla að skella mér á
Stjórnarball á Skagaströnd
og njóta helgarinnar þar
á Hetjur hafsins. Fara
út að borða á Harbour á
laugardagskvöldið."
Sigþrúður Jóna Harðardóttir
,,Væri rosalega gaman,
fór síðast á Greifaball
fyrir 23 árum síðan, ef ég
verð ekki á vaktinni þá
skelli ég mér."
Björgvin Jónsson
22/2022 11
Vísnagátur Sveins Víkings
Á sígrænni björkinni í sumarskrúði
þú sérð best nafn upphafið þar.
Líka er þörf að þú leitir og finnir
það land sem er umflotið mar.