Feykir - 26.10.2022, Qupperneq 7
Fundur um nýja nálgun í
vegagerð var haldinn á
Hvammstanga í
kjördæmaviku í upphafi
mánaðar þar sem
Haraldur Benediktsson,
alþingismaður, kynnti
tillögu um flýtingu
framkvæmda vegagerðar
um Vatnsnes. Hefur þessi
hugmynd vakið mikla
athygli en hann segir að
hún sé hvorki frumleg né
óumdeilanleg en ætlunin
sé að flytja sérstakt
þingmannafrumvarp til að
hún fái framgang í
stjórnkerfinu.
„Kjarni hugmyndarinnar er að
færa heimamönnum stöðu til
að taka málin í sínar hendur og
bíða ekki eftir því að röðin
komi að þeim í að bæta
búsetuskilyrði sín,“ útskýrir
Haraldur. „Að byggja nútíma-
lega vegi, þannig að öryggi
vegfarenda verði meira og ekki
síst að taka á móti vaxandi
fjölda ferðamanna. Án þess að
umferð þeirra valdi íbúum og
bændum vandræðum. Eins og
t.d. hefur verið um Vatnsnesveg.
Við höfum gert sáttmála um
samgönguframkvæmdur á
höfuðborgarsvæðinu. Sam-
þykkt lög um Samvinnufram-
kvæmdir í vegagerð. En allur
fókus þessara aðgerða er að
horfa til stofnvega. Ég vil opna
leið sambærilegrar nálgunar
fyrir malarvegi í sveitum.“
Þú hefur sagt að þarna séu
umdeilanlegar hugmyndir á
ferðinni. Geturðu skýrt það
nánar? „Ég hef leyft mér að
segja að tillagan sé hvorki
frumleg eða óumdeilanleg.
Hugmyndin er umdeilanleg
þar sem gert er ráð fyrir
veggjöldum. Nú vil ég minna á
að bæði í höfuðborgarsátt-
málanum og í samvinnufram-
kvæmdum í vegagerð eru
veggjöld. Það er bratt að segja
við íbúa sveitanna: „Já, ef þú
villt laga veginn þá þarftu að
borga“. En mitt viðhorf er líka
að veggjald, sem alltaf á að vera
Ný hugsun í vegagerð – ný nálgun í samgöngumálum
Hvorki frumleg né óumdeilanleg
hugmynd, segir Haraldur Benediktsson
lægst fyrir íbúa á viðkomandi
svæði, er ekki þungur skattur á
móti sliti á bílum og öðrum
áhrifum af bættum samgöng-
um.“
Frumkvæðið í
höndum heimamanna
Haraldur segist ekki vera að
sleppa ríkinu við að taka þátt í
þeirri vegagerð. „Ég vil að
heimamenn geti stofnað
samgöngufélag um einstakar
framkvæmdir. Hlutafélög sem
fái að byggja veg og innheimta
hófleg veggjöld fyrir notkun.
Samgöngufélagið geri samn-
inga við ríkið eða Vegagerðina
um að hluti fjármuna eða allt
framlagið af samgönguáætlun
falli til félagsins á tíma sem
komið var að viðkomandi
framkvæmd átti að fara af stað.
Tillagan er því ekki í eðli sínu
um aukin ríkisútgjöld eða
raskar þegar samþykktri fram-
kvæmdaáætlun. Þannig geti
félagið farið strax í fram-
kvæmdir en ríkið komið með
sitt framlag á þeim tíma sem
búið er að áætla. Veggjöldin eru
því gjald til að flýta fram-
kvæmd. Samningurinn verði
þá grunnur að fjárhagsstoð
félagsins ásamt veggjöldum. En
ég vil gera meira en það.
Hugmyndin gengur út á að
byggja jafnvel líka áningastaði
ferðamanna á viðkomandi
svæði. Gera veg sem er með
nútímanlegum lausnum fyrir
stöðugt tæknilegri bíla. Að
framkvæmdin sé loftslags-
aðgerð í eðli sínu – hafi t.d.
aðstöðu fyrir nýorkubíla. Betri
vegur með slitlagi þýðir 20%
minni losun umferðar. Takist
vel til, að hægt sé að vega saman
hóflegt veggjald af umferð,
auka aðdráttarafl svæðisins og
að lækka framlög af sam-
gönguáætlun til viðkomandi
framkvæmdar. Þá fjármuni
sem sparast nýtum við til að
byggja fyrr og hraðar upp vegi
sem hafa ekki jafn þunga
umferð og þeir vegir sem hafa
undanfarin ár verið vinsælir
ferðamannavegir.
Ég vil leggja frumkvæðið í
hendur heimamanna. Tek
skýrt fram að ég hef engar
hugmyndir um að sveitafélög
fari að leggja fram annað
framlag en að vera samnefnari
heimamanna. Ekki að það
borgi framkvæmdina. Mín
reynsla af ljósleiðarverkefninu,
sem tókst og við höfum náð
þar frábærum áfanga, er að
heimamenn eru bestir í að
skilgreina þarfir og koma með
góðar hugmyndir að lausn-
um. Það var ekki miðlægt og
miðstýrt verkefni – það var í
höndum heimamanna. Það var
lykillinn að árangri.
Mögulegt að flýta
framkvæmdum við
Vatnsnesveg
Feykir hafði samband við
Unni Valborgu Hilmarsdóttur,
sveitastjóra Húnaþings vestra,
og spurði hvernig henni litist á
þessa nálgun Haraldar.
„Við fögnum öllum hug-
myndum og allri umræðu um
hvernig má flýta nauðsynleg-
um samgöngubótum í sveitar-
félaginu. Nálgun Haraldar er
ný hugsun í samgöngumálum
sem er allrar athygli verð og
mikilvægt að hún verði skoðuð
ofan í kjölinn,“ segir Unnur.
En hvaða tækifæri skyldi hún
sjá varðandi Vatnsnesveg með
þessari nálgun og hvaða van-
kantar ætli séu fyrirliggjandi?
„Miðað við þær hugmyndir
sem kynntar hafa verið þá væri
með þessari leið mögulegt að
flýta framkvæmdum við Vatns-
nesveg. Það var ákveðinn
áfangasigur þegar vegurinn
komst inn á samgönguáætlun
en því miður ekki fyrr en á
síðasta tímabili áætlunarinnar
eða eftir meira en áratug. Auk
þess sem verkefni á seinni
tímabilum áætlunarinnar eru
ekki fjármögnuð svo það er
engin trygging fyrir því að þau
komi til framkvæmdar á þeim
tíma. Þessi leið Haraldar kallar
UMFJÖLLUN
Páll Friðriksson
á lagabreytingar sem getur
verið áskorun en er ekki
ókleifur hamar. Hún kallar líka
á auknar álögur á íbúa í formi
veggjalda. Auðvitað fagnar
enginn aukinni gjaldtöku en
það má ekki gleyma því að
íbúar á Vatnsnesinu búa í dag
við gjaldtöku á formi slits á
bílum, lækkuðu endursöluverði
auk þess sem að útilokað er
fyrir íbúa að fara um veginn á
rafmagnsbílum. Þeir einfald-
lega þola ekki veginn. Því til
viðbótar er vert að vekja athygli
á því að ef þessar hugmyndir
verða að veruleika þá verða það
ferðamenn sem greiða stærsta
hluta framkvæmdarinnar þar
sem þeir eru obbinn af þeirri
umferð sem um veginn fer auk
þess sem stakar ferðir yrðu
dýrari en áskriftarkort líkt og
við þekkjum úr Hvalfjarðar-
göngunum á sínum tíma.“
Unnur segist vona að upp-
bygging Vatnsnesvegar hefjist
fyrr en vegaáætlun segi til um
og mun líkt og undanfarin ár
verða eitt helsta baráttumál
sveitarstjórnar. „Öll umræða
eins og þessi sem nú er farin af
stað er af hinu góða og
undirstrikar mikilvægi þessarar
framkvæmdar fyrir íbúa á
Vatnsnesi en einnig fyrir ferða-
menn sem aka veginn í sí
auknum mæli,“ segir hún.
Baráttan fyrir endurbótum
á Vatnsnesvegi hefur staðið
yfir í áratugi og bendir Unnur á
að það hafi unnist áfangasigr-
ar en miðað við núverandi
framkvæmdahraða verður
vegurinn ekki kominn í
viðunandi ástand fyrr en eftir
mannsaldur. Það segir hún ekki
ásættanlegt. „Við verðum að
horfa á verkefnið í víðu
samhengi. Um er að ræða bú-
setumál, til að auka byggðafestu
á dreifbýlum svæðum verða
samgöngur að vera í lagi. Um er
að ræða loftslagsmál, orkuskipti
í samgöngum á svæðinu verða
ekki möguleg miðað við óbreytt
ástand vegarins. Ekki síst er um
að ræða sparnað til langs tíma í
viðhaldi á veginum sem mætti
þá nota í betra viðhald á öðrum
vegum í sveitarfélaginu sem
einnig eru í slæmu ástandi. Það
mikilvægasta af þessu öllu er
hins vegar að endurbætur á
Vatnsnesvegi eru öryggismál.
Um veginn er mikil umferð,
skólabarna, íbúa sem sækja
vinnu annars staðar í sveitar-
félaginu auk bænda, sem nýta
veginn við sína vinnu, og
ferðamanna. Brýnt er að
tryggja öryggi allra þessara
hópa á ferðum sínum um
veginn.“
Eftir vel heppnaðan fund á Hvammstanga í upphafi mánaðar. F.v. Þorleifur Karl
Eggertsson oddviti Húnaþings vestra, Haraldur Benediktsson alþingismaður, Magnús
Magnússon formaður byggðarráðs Húnaþings vestra, Gísli Gíslason fv. stjórnarformaður
Spalar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra. AÐSEND MYND
Vatnsnesvegur. MYND AF VEF HÚNAÞING VESTRA
40/2022 7