Feykir


Feykir - 26.10.2022, Page 9

Feykir - 26.10.2022, Page 9
Veronika Lilja Þórðardóttir, 6 ára, dóttir Lovísu Heið- rúnar og Þórðar Grétars sem búa á Sæmundargötunni á Króknum. Í garðinum hjá þeim má oft sjá svartan fallegan hreinræktaðan Labrador sem heitir Þoka og elskar ekkert meira en að fá að heilsa þér ef þú röltir fram hjá. Labrador er líklega þekktasta hundategund í heimi og er einnig sú vinsælasta og er hún blíðlynd, mannelsk, trygg, hlýðin og bráðgáfuð. Þeir voru fyrst ræktaðir sem íþrótta- og veiðihundar en eru víða notaðir sem félagshundar en eru einkar góðir leiðsögu- og hjálparhundar (björgunar- og meðferðarhundur). Hreinrækt- aður Labrador er alltaf einlitur, svartur, súkkulaðibrúnn eða gulur. Labrador er kröftugur og sterklega byggður hundur með þéttan og harðan feld með mikilli undirull. Hvernig eignaðist þú Þoku? Ég var bara fimm mánaða þegar ég eignaðist hana. Þannig að við höfum alltaf verið saman og hún er eina systir mín. Hvað er skemmtilegast við Þoku? „Hún er alltaf með mér heima og í sveitinni og henni finnst ofboðslega gaman að leika með okkur systkinunum.“ Hvað er erfiðast? „Þegar hún hoppar upp á mig því hún er mjög stór og þung.“ Ertu með einhverja skemmti- lega sögu af Þoku? „Mér fannst alveg ótrúlegt skrítið að þegar við fórum til Akureyrar um daginn og komum svo aftur heim að þá var hún byrjuð að gjóta hvolpum. Þoka var sem sagt að eignast hrein- ræktaða Labrador hvolpa með Garpi, kærastanum sínum, og mér finnst alveg æðislegt að dúllast í þeim með Þoku, hún er svo góð mamma. Ég vona bara að þeir fari allir á góð heimili hjá góðu fólki. En mig langar samt helst að halda tveimur hvolp- um, veit samt ekki hvort mamma leyfir mér það!“ Til gamans má bæta því við að Þoka gaut níu hvolpum þann 12. október og voru þeir allir svartir á litinn þrátt fyrir að Garpur sé súkkulaðibrúnn. Þeir eru því tveggja vikna gamlir í dag. Aðspurð hvort þeir séu allir lofaðir segir Lovísa að svo sé ekki. Þeir sem hafa áhuga á að fá upplýsingar hjá Lovísu geta hringt í hana í síma 845 4296 eða sent e-mail á lottaheidrun@gmail.com. Nú er um að gera fyrir þá sem hefur dreymt um að fá sér hreinræktaðan Labrador að heyra í þeim sem fyrst. Einnar viku gamlir Labrador-hvolpar undan Þoku. AÐSEND MYND Langar að halda tveimur hvolpum ÉG OG GÆLUDÝRIÐ | siggag@nyprent.is Veronika Lilja Þórðardóttir og hundurinn Þoka Það ríkti verðskulduð eftirvænting í loftinu þegar Hofsósingar og nærsveit- ungar brugðu sér í félags- heimilið Höfðaborg á Hofsósi á laugardaginn. Óhætt er að segja að það hafi verið fullt út úr dyrum. Höfðu einhverjir á orði að þetta væri bara eins og í miðbæ Reykjavíkur. Aftur var húsfyllir seinna um kvöldið og ekki síður góðar undirtektir þar. Enda kominn tími til að sýna sig og sjá aðra og hlæja svolítið hressileg eina kvöldstund. Það er ekki markmiðið hjá þeim stöllum í menningar- félaginu Frásögu að semja tímamótaverk í bókmenntum. Þær taka sjálfar sig ekki mjög hátíðlega, en hafa í fyrirrúmi heldur að reyna að skemmta fólki með „bulli og bröndurum“. Það tókst svo sannarlega í Höfðaborg þetta laugardags- kvöld. Þetta er onnur sýningin sem þær Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir og Margrét Berg- lind Einarsdóttir, „miðaldra húsmæður á Hofsósi“ (eins og þær kynna sig sjálfar) standa fyrir í nafni félagsskaparins Frásögu, sem þær stofnuðu fyrir nokkrum árum. Byggjast sýningarnar á þekktum slög- urum úr heimi dægurtónlistar og söguþræði sem spunninn er kringum þær. Að þessu sinni er þemað frumskógurinn. Tarzan og Jane, ásamt öðrum íbúum skógarins, undirbúa hátíð en það gengur ekki sem skyldi. Ekki bætir úr skák þegar einn af bræðrum Tarzan tekur upp á því að vingast við norn. En eins og í öllum góðum sögum verða öll dýrin í skóginum vinir áður en yfir lýkur. Það er vel af sér vikið hjá tónlistarfólki, leikurum og fólkinu á bak við tjöldin að rigga upp sýningu á aðeins tveimur vikum. Þarna stíga fram reynsluboltar úr hinu rómaða Leikfélagi Hofsóss og valda engum vonbrigðum. Þau kunna svo sannarlega að kitla hláturtaugarnar og virðast ekki síður skemmta sér sjálf við flutninginn. Stundum hefur maður hugsað með sér að það þyrfti að klóna fólk eins og Hlátrasköll í Höfðaborg Þytur í laufi: Villimenn og villtar meyjar KÍKT Í LEIKHÚS Kristín Sigurrós Einarsdóttir hana Veigu (Ingibjörgu Sól- veigu Halldórsdóttur). Og svei mér þá ef það hefur ekki tekist, án þess að hér verði meira gefið upp um það. Á þessum stutta tíma hefur öllum leikurunum tekist að skapa líflegar og skemmtilegar persónur, undir dyggri stjórn höfunda sem leikstýrðu verkinu sjálfar. Sama má segja um frammi- stöðu fólksins á bak við tjöldin. Förðun, búningar og leikmynd skapa skemmtilega umgjörð og draga áhorfandann langt inn í frumskóginn. Þarna er hæfi- leikafólk á ferðinni, Ása Páls- dóttir sem sér um förðun, mæðgurnar Ástríður Einars- dóttir og Hrafnhildur Saga Guðmundsdóttur sem saum- uðu búninga og Þuríður Helga Jónsdóttir sem gerði sviðs- mynd. Þá vakti sérstaka athygli mína skemmtilegt myndband í upphafi sýningar sem hinn ungi og efnilegi Gísli Þór Magnússon hristi fram úr erminni. Í bakgrunni er svo heil hljómsveit sem fór afar vel með fjölmarga íslenska og erlenda slagara. Flest eru lögin þess eðlis að a.m.k. við, sem komin erum á miðjan aldur, förum ósjálfrátt að dilla okkur. Aðal- söngvarar sýningarinnar, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Ívar Helgason, eru afar fjölhæf og fóru vel með þessi þekktu lög. Bæði hafa þau líflega sviðsframkomu og virki- lega gaman að horfa og hlusta á þau. Sömuleiðis voru þarna á ferð flottir hljóðfæraleikarar. Gjarnan vildi ég sjá og heyra meira frá öllu þessu fólki. Það er raunar alveg magnað hvað við eigum mikið af hæfileika- fólki hér í Firðinum. Síðast en ekki síst verð ég að nefna frábæra frammistöðu hinnar ungu og efnilegu Ingunnar Marínar Ingvarsdóttur sem hefur skemmtilega rödd sem á vonandi eftir að hljóma sem oftast í framtíðinni. Það er dýrmætt að ein- staklingsframtak í menningar- lífinu skuli skila okkur skemmt- un af þessu tagi. Þar er líka mikilvægt að menningarsjóðir skuli styðja við slíkt framtak. Nú er að lifna yfir öllu menn- ingarlífi eftir ládeyðu sem faraldurinn alræmdi kallaði yfir samfélagið. Það er eflaust freistandi að halda áfram tryggð við sófann og fjarstýr- inguna, en ef við leyfum okkur það er hæpið að halda menn- ingarlífinu gangandi. Áhorf- endur eru jú mikilvægur partur af því. Takk fyrir ykkar framlag, Jóhanna, Berglind og allir hinir sem komu að Villimönnum og villtum meyjum. Skrautlegt skógarlið á fjölum Höfðaborgar. MYNDIR AÐSENDAR 40/2022 9

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.