Feykir


Feykir - 23.11.2022, Page 4

Feykir - 23.11.2022, Page 4
segir sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur en eins og að framan greinir hefur kirkjan verið stækkuð í tvígang. „Svo á kirkjukórinn afmæli líka, er 80 ára um þessar mundir, er að verða öldungur en líklega eru ekki margir kirkjukórar sem eiga sér svo langa sögu. Við ætlum að vera með hátíðar- messu á sunnudaginn, 27. nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu, klukkan 14 en við höfum lengi verið með hátíðar- messu fyrsta sunnudag í aðventu.“ Sigríður segir að þar ætli nýi vígslubiskupinn, séra Gísli Gunnarsson, að predika og kirkjukórinn muni syngja bæði í messu og á örtónleikum sem hefjast strax að messu lokinni þar sem flutt verða lög eftir fyrrverandi organista kirkjunnar; Pétur Sigurðsson, Eyþór Stefánsson og Jón Björnsson. Þeim verður gert hátt undir höfði og minning þeirra heiðruð. Þegar það er frá verður farið fram í Ljósheima þar sem slegið verður upp mikilli veislu og öllum boðið í veislukaffi og býst Sigríður við að eitthvað verði um ávörp í tilefni tímamótanna. „Þetta er löng og mikil saga sem er aðgengileg víða ef út í það er farið,“ segir Ingimar Jóhannsson, formaður sóknar- nefndar. „Kirkjan er lítil og öllum þykir vænt um hana en þegar hún var byggð er hún eina samkomuhúsið í bænum og þar af leiðandi fóru fram söngskemmtanir þar líka,“ segir Ingimar og stendur það heima miðað við skrif Krist- mundar í bókinni sem hér að framan greinir. „Fyrsta sam- koman af því tagi vakti þó mikinn úlfaþyt, „kirkjuhneyksl- Stór tímamót eru framundan hjá Sauðárkrókskirkju sem fagnar 130 afmæli en vígsla hennar fór fram þann 18. desember árið 1892. Í tilefni þessa verður haldin hátíðarmessa nk. sunnudag, fyrsta sunnudag í aðventu. Þar mun kirkjukórinn, sem einnig fagnar stórum tímamótum, syngja og halda sérstaka örtónleika eftir athöfn og að því búnu verður boðið í veislukaffi. 1957 og 1958 var kirkjan stækkuð til austurs beggja vegna við turninn. Turninn endurbyggður og steyptur kjallari undir nýbygginguna. Fyrir hundrað ára afmæli kirkjunnar var hún svo endur- byggð að miklu leyti og lengd um tæpa fjóra metra til vesturs. Kirkjan var tekin í notkun á ný 9. desember 1990. 80 ára afmæli En nú er komið að því að fagna tímamótunun og minnast þess- arar löngu sögu kirkjunnar. „Já, við ætlum að halda upp á 130 ára afmæli Suðárkróks- kirkju, sem var vígð 18. desem- ber 1892 og var þá stórt og merkilegt hús og rúmaði allan söfnuðinn á þeim tíma. Hún gerir það ekki lengur þrátt fyrir að hún sé ágætlega rúmgóð,“ UMFJÖLLUN Páll Friðriksson Svo segir í bók Kristmundar Bjarnasonar; Sauðárkrókskirkja og formæður hennar, sem Sóknarnefnd Sauðárkróks- sóknar gaf út á 110 ára afmæli kirkjunnar 1992, að um miðbik 19. aldar hafi verið farið að huga að nýrri brauðskipan, fækkun prestakalla og þjónandi presta. Spunnust sums staðar af hatrammar deilur, svo sem í Skagafirði, skrifar Kristmundur. „Hér er, sem víðar, illa sótt kirkjan í tilliti til hins meira parts sóknarinnar. Annars væri ekki þörf á kirkju á Sjóarborg, stæði sú eina kirkja í miðju prestakallinu, t.d. á flötinni fyrir utan og neðan Skarð. Mætti sú kirkja verða fullvel megandi til að verða samboðin sinni ákvörðun, þegar Borgar- kirkja væri með eignum sínum þar til lögð, en prestssetrið ætti að vera Veðramót, bæjarleið frá sjálfri kirkjunni,“ skrifaði Jón Reykjalín, prestur í Fagranes- prestakalli árið 1840. Það var svo árið 1881 að séra Tómas Þorsteinsson lagði til á fyrsta héraðsfundi pró- fastsdæmisins, en lög voru sett árið áður sem skylduðu presta og safnaðarfulltrúa hvers pró- fastsdæmis að koma saman einu sinni á ári á héraðsfund, að kirkjan á Sjávarborg yrði lögð niður, en ný reist í hennar stað á Sauðárkróki. Þá þegar voru uppi raddir um að Fagraneskirkja færi sömu leið, þótt ekki væri hreyft að sinni, skrifar Kristmundur. Árið 1884 var „kirkjumálið“ enn til um- ræðu á héraðsfundi og fór svo að Sauðárkróksbúar fóru fram á þá breytingu á fyrri samþykkt að Fagraneskirkja yrði einnig lögð niður og allur sjóður hennar lagður til kirkju- byggingar á Sauðárkróki ásamt sjóði Sjávarborgarkirkju, einnig að allir sóknarmenn úr þeim sóknum sæktu síðan kirkju á Króknum og gyldu þangað kirkjugjöld sín. Kristmundur segir að nær allir íbúar Sjávar- borgarsóknar hafi verið þessu samþykkir og einnig Skarða- menn en Reykstrendingar and- snúnir. Fór þó svo að endingu að tillagan var samþykkt en að því tilskildu að „Fagraneskirkja skyldi standa og vera safnaðar- kirkja, meðan hún þyrfti ekki aðgerðar við, og presti væri skylt að messa þar tiltölulega, meðan stæði“. Til að gera langa sögu stutta varð nýja sóknin til við sam- einingu Sjávarborgar- og Fagranessókna, og nær hún yfir Reykjaströnd, Gönguskörð, Sauðárkrók og Borgarsveit. „Ekki er vitað til víss, hvenær vinna hófst við kirkjusmíðina á Sauðákróki, aðgerð á grunni, sögun, plæging viðar, svo og önnur undirbúningsstörf. Ljóst er þó, að gengið hafði verið frá grunni undir kirkjuna og grind hennar frágengin í miðjum júnímánuði 1892,“ segir í bók Kristmundar en mikið kapp var lagt á að kirkjan kæmist upp fyrir lok ársins og komu margir að með vinnu sinni, einkum Króksarar. „Borgsveit- ungar, Skarðamenn og Reyk- strendingar þóttu öllu tóm- látari.“ Á heimasíðu kirkjunnar kemur fram að kirkjuhúsið hafi stækkað með söfnuðinum, árin 130 ára afmæli Sauðárkrókskirkju Mörg og mikil tímamót Aldraðir Skagfirðingar á samkomu í Safnaðarheimilinu skömmu eftir opnun þess.Sauðárkrókskirkja nýlega reist. Myndin tekin 1895. Ingimar Jóhannsson formaður sóknarnefndar, sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur, Rögnvaldur Valbergsson organisti og Davíð Jóhannsson formaður Kirkjukórs Sauðárkróks. MYND: PF / Aðrar myndir eru fengnar úr bókinni Sauðárkrókskirkja og formæður hennar 4 44/2022

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.