Feykir


Feykir - 23.11.2022, Side 5

Feykir - 23.11.2022, Side 5
ið“ á Sauðárkróki.“ Þarna var um söngskemmtun að ræða sem sennilega var haldin í tengslum við sýslunefndarviku og þótti vel heppnuð og um 200 manns sóttu. Þessi skemmt- un fór hins vegar ekki vel í biskupinn yfir Íslandi sem las frétt um hana í Fjallkonunni og sendi í kjölfarið prófasti Skaga- fjarðarsýslu skammarbréf: „ … En að nota kirkjuna til að flytja þar söng, þar sem efni kvæð- anna og sönglögin eiga ekkert skylt við sálmasöng og andleg ljóð, verði ég að álíta ótil- hlýðilegt og ósamrýmanlegt við vígslu kirkna, sem fráskil- ur þær allri veraldlegri notkun og helgar þær sérstaklega til þjónustu við Drottin.“ 115 ára afmæli Halda má áfram með tíma- mót því hús safnaðarheimilisins er byggt 1907 og er þá 115 ára um þessar mundir. Eins og al- kunna er þjónaði það hlutverki sjúkrahúss til ársins 1961 en kirkjan eignast húsið 1965. „Þá er strax farið að vinna að því að útbúa það sem safnaðarheimili og aðstöðu fyrir ýmislegt. Þá hefst, má segja, nýr hluti af safnaðarstarfi með tilkomu þess,“ segir Ingimar. Ávallt hefur mikil starfsemi verið í húsinu þó mikið hafi breyst með árunum. „Hún var mikið meiri hér áður fyrr. Hér upphófst t.d. starf sem síðar varð Félag eldri borgara en sú starfsemi fluttist síðar annað og æskulýðsfélagið sem flutti sig í félagsmiðstöð í Gagnfræða- skólann og er nú í Húsi frí- tímans,“ segir Ingimar. Nýlega var aðgengi hreyfi- hamlaðra við safnaðarheim- ilið stórbætt þar sem lagður var rampur vestan við húsið og útbúinn inngangur í salinn og eru þau Ingimar og Sigríður sammála um að vel hafi til tekist. Þó eru óleyst lóðamál sem hefur gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að gera bílastæði fyrir fatlaða. tíma, með dýrustu rafeinda- hljóðfærum sem smíðuð hafa verið,“ segir hann en orgelið sem var fyrir var fótstigið austur-þýskt sem Eyþór lét smíða og hafði fyrirtækið aldrei gert slíkt áður, eina eintakið. „Þegar það var tekið niður kom í ljós að þetta var samansafn héðan og þaðan.“ Það eru ekki mörg ár síðan að sá háttur var tekinn upp að færa útfarir frá laugardögum yfir á virka daga og segir Ingimar það stærstu breytingar í seinni tíð en það er sú þróun sem hefur verið víða um landið. Þau Sigríður og Ingimar segja að þetta hafi fljótt komist upp í vana og ekki verið kvartað yfir. Ingimar segir upphafið að því að þetta breyttist vera að erfitt var orðið að manna í kirkju- garðinum á laugardögum en margir koma að hverri útför. „Við ákváðum þarna, af því að það gekk illa að manna, að jarða ekki á laugardögum yfir sumartímann. Svo þegar sum- arið var liðið hafði þetta gengið það vel að ákveðið var að halda þessu áfram og fólk var ekkert ósátt við það,“ útskýrir hann. Fleiri stórar breytingar bíða handan hornsins því brátt líður Sauðárkróksprestakall í skaut fortíðarinnar því frá 1. janúar nk. tekur til starfa Skaga- fjarðarprestakall þar sem þrír prestar munu sjá um prest- þjónustu í Skagafirði í stað fjögurra og segir Sigríður það verða áskorun að sinna því. „Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta muni þróast, eitt prestakall og 19 sóknir. Þetta er áskorun en sóknarmörkin hafa haldist hingað til sem miðuðust við það að menn áttu að geta farið til kirkju, gangandi eða ríðandi, innan einhvers tiltekins tíma eða án þess að þurfa yfir mannskæð vatnsföll. Þær eru missterkar þessar sóknir og allar bornar uppi með sjálf- boðaliðum. Sem betur fer þykir Skagfirðingum vænt um kirkj- una sína og eru mjög tryggir.“ Í Skagafirði eru alls 24 kirkjur þar sem messað er a.m.k. einu sinni á ári eins og er í Sjávar- borgarkirkju í Borgarsveit, bænhúsinu í Gröf á Höfða- strönd, Knappsstaðakirkju í Fljótum og á Ábæ í Austurdal. Í lokin er vert að minna aftur á hátíðarmessuna og vonast Sigríður til þess að allir vinir og velunnarar kirkjunnar fjölmenni og fagni með þeim sem standa að viðburðinum næsta sunnudag. Margt hefur verið lagfært innandyra og segir Ingimar drauminn vera að koma húsinu í upprunalegt horf hvað útlit varðar og nefnir sem dæmi að gaman væri að taka hlerana frá kjallagluggunum og fjarlægja viðbyggingu að vestan en hún er seinni tíma viðbót. Tvisvar hefur verið byggt við húsið, sjúkrastofur, eða salurinn að sunnan, 1922, og síðari upp úr 1940 þegar stigahús var byggt sem var ætlað ráðskonunni, sem var á efri hæðinni, svo hún þyrfti ekki að ganga um spítaladyrnar. Örtónleikar Eins og áður hefur komið fram verða haldnir örtónleikar sem smá viðbót við hátíðarmessuna á sunnudaginn og prógramm- ið tileinkað þremur heiðurs- mönnum sem starfað hafa sem organistar kirkjunnar og getið sér orð sem tónskáld á lands- vísu. Þar mun Helga Rós Indriðadóttir stjórna kirkju- kórnum og syngja með. „Ég held að það hljóti að vera svolítið merkilegt að þeir hafi allir verið semjandi og gaman að geta haldið því á lofti. Við ætlum að gera þessu skil og aðeins verður hlaupið á sögu þessara manna, hvenær þeir voru starfandi við kirkjuna og smá kynning á þeim,“ segir Davíð Jóhannsson, formaður kórsins sl. fjögur ár. „Það eru um fimm ár síðan Rögnvaldur handrukk-aði mig í kórinn en í dag eru í honum um 25 manns. Það verður að segjast eins og er að það er örlítill barningur með endurnýjun, sérstaklega karl- menn. Við erum mjög þunnir í karlaröddunum og hefur löngum verið,“ viðurkennir hann og bætir við að ef einhver sé áhugasamur að prófa að syngja með kórnum má hafa samband. Aðspurður um ástæðu þess, svarar hann: „Maður veltir því fyrir sér í þessu sönghéraði hvar endur- nýjunin er. Ég gæti trúað að margir haldi að þetta sé mikil binding, sem það er í sjálfu sér ekki. Því betur sem svona kór er mannaður, því betra, þá munar ekki eins mikið um hvern og einn sem kemst ekki. Eins og núna eru karlaraddirnar komnar niður í þrjá í hverri rödd og þá má varla við að einhvern vanti,“ segir hann og Ingimar skýtur inn í að þeir séu einnig töluvert farnir að reskjast. „Sem betur fer þó að menn séu farnir að reskjast þá eru þeir í fínu formi þannig að við teljum að við séum að gefa okkar besta í þetta,“ bætir Davíð við. Fastar æfingar eru einu sinni í viku, á fimmtu- dagskvöldum, og eitthvað lausra yfir sumartímann þann- ig að fólk kemst í burtu ef þarf. Sigríður segir félagsskapinn mjög skemmtilegan og fleira gert en að syngja. því nokkuð er ferðast bæði innan- og utan- lands. „Við syngjum líka þessa föstu tvenna tónleika á ári, aðventukvöld og á kirkjukvöldi í Sæluviku þannig að það kemur skemmtilegt léttmeti með þessu í bland. Svo er það eins og þeir vita sem hafa starfað í kór, hvað þetta er góð núvitund, að líða inn í söng einhverja daga í viku,“ segir Davíð sem ítrekar vilja sinn að fá fleiri í kórinn. 35 ára afmæli Stjórnandi kórsins og organisti er Rögnvaldur Valbergsson, og erum við þá komin að enn einum tímamótunum þar sem hann hefur starfað við það í 35 ár. „Ég byrjaði haustið 1985 að leysa af og ´87 var ég ráðinn eftir fráfall Guðrúnar Eyþórs. Þetta hefur verið ágætur tími,“ segir Rögnvaldur. Hvort ein- hverjar breytingar hafi átt sér stað á þessum tíma segir hann þær alltaf hægar í svona um- hverfi en nú nýverið kom út ný sálmabók sem hafi breytt ýmsu. „Þar eru nýir sálmar og var sungið upp úr henni í fyrsta skiptið síðasta sunnudag [13. nóv.]. Þetta er mikil viðbót við eldri sálma þar sem um 150 sálmar bættust við og eru þá í henni nálægt 1000 sálmar í allt.“ Davíð laumar því að að nú sé aðeins krítískt ástand í kórnum þar sem númerin á sálmunum breyttust en margir hafi kunnað þau utan að. Upplýsir hann að Heims um ból sé ekki lengur númer 82. Breytingar í pípunum Þegar kirkjan var endurbyggð árið 1990 var gamla pípu- orgelinu skipt út fyrir nýtt stafrænt orgel og segir Rögn- valdur einhverja hafa verið gagnrýna á það, en lætur þess getið að það hafi aldrei bilað. Orgelið er 30 radda og fullyrðir Rögnvaldur að ef það væri pípuorgel kæmist það ekki fyrir á kirkjuloftinu. „Þetta er í raunini mjög stórt hljóðfæri. Ef við hugsuðum það þannig að þetta væri pípuorgel og það þyrfti að stilla að lágmarki einu sinni á ári, eins og er gert, þá hefur þetta margborgað sig. Miðað við rafeindahljóðfæri var þetta mjög dýrt á sínum Safnaðarheimilið á Sauðárkróki, 1992.Við stofnun Kirkjukórs Sauðárkróks 1942. Organistar og tónskáld: Eyþór Stefánsson, Jón Björnsson og Pétur Sigurðsson. 44/2022 5

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.