Feykir


Feykir - 05.12.2022, Side 7

Feykir - 05.12.2022, Side 7
Það var árið 1980 sem Þú og ég komu allri íslensku þjóðinni í hátíðarskap með því að syngja um að komast í hátíðarskap – „...ryksugan á gólfinu en brátt skal húsið skreytt!“ Dúettinn Þú og ég var feikivinsæll á þessum árum, skipaður Jóhanni Helgasyni og auðvitað Helgu Möller. Helga var síðan í Icy-flokknum með Eiríki Hauks og Pálma Gunn sem flutti fyrsta Eurovision- framlag Íslands, sjálfan Gleðibankann, í Bergen 1986. Þá má geta þess að Helga hefur sungið ófá lögin með Geirmundi Valtýs, lög á borð við Ort í sandinn, Þúsund kossar, Hvort ég vaki eða sef og Ég hef bara áhuga á þér. JólaFeykir náði að plata Helgu í að svara Jóla-Tón- lystinni sem hún gerði á methraða að sjálfsögðu. „Ég heiti fullu nafni Helga Möller og bý í Vefarastræti í Mosfellsbæ þar sem ég hef nú búið í fjögur ár,“ segir Helga þegar hún er beðin um að gera grein fyrir sér. „Ég er ættuð frá Stykkishólmi en afi minn, William Thomas Möller, var þar pósthústjóri. Pabbi minn hét Jóhann Georg Möller, skrifstofustjóri hjá Johnson og Kaaber, og mamma mín hét Elísabet Á. Möller, skrifstofustjóri hjá Geðvernd, fædd og uppalin í Vestmannaeyjum.“ Aðalhljóðfæri Helgu eru að sjálfsögðu raddböndin en þar fyrir utan segist hún spila smá á píanó og eins á gítar en hún byrjaði tónlistarferilinn 14 ára sem trubador í Tónabæ, Klúbbnum og í skólanum sínum. „Ég hugsa að mitt stærsta tónlistarafrek sé nú að hafa verið fyrsti flytjandi Íslendinga í Eurovision ásam Eiríki og Pálma og eins ferill minn með dúettinum Þú og Ég á diskótímabilinu,“ segir Helga aðspurð um helstu afrekin á tónlistarsviðinu. Það er nóg framundan hjá Helgu. „Jólatímabilið hefur alltaf verið mitt uppgrip í tónlistinni, nema á tímum covid, og ég hlakka mikið til að upplifa það aftur. Ég er með Magnúsi „Hátíðarskap er það sem mér þykir vænst um“ Helga Möller | söngkona og Eurovisionfrumkvöðull jólalag en Hátiðarskap er það sem mér þykir vænst um.“ Hvert er fyrsta jólalagið sem þú manst eftir að hafa heyrt? „Jingle Bells.“ Hvernig eru jólalögin best? „Ég er meira fyrir róleg jólalög.“ Þú vaknar í rólegheitum á jóladagsmorgni, hvað viltu helst heyra? „Á jóladagsmorgni vil ég ekki heyra neitt. Þá er ég á náttfötunum með góða bók, afganga og jólaöl – ein heima og nýt þess í ræmur.“ Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? „Ég myndi vilja fara til London með Elísabetu Ormslev, dóttur minni, að sjá Adele.“ Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? „Mig hefur dreymt um að vera eins og Joni Mitchell.“ Þú hefur sungið mikið af lögum með og fyrir Geirmund og þar er lagið Ort í sandinn sennilega þekktast, enda gullfallegt. Hvaða annað lag Geirmundar sem þú hefur sungið er í uppáhaldi hjá þér? „Ég elska að syngja Geirmundar lögin og hef sungið þau mörg. Eftir Ort í sandinn er það Komdu til mín aftur en ég elska rólegu lögin hans Geirmundar.“ Margir virðast tengja við það að einhver plata hafi gripið þá heljartökum á yngri árum og það sé platan þeirra. Hvaða plata væri það fyrir þig og hvers vegna? „Það er fyrsta platan sem ég eignaðist með Elton John en hún einfaldlega heillaði mig.“ Ef þú gætir valið þér að syngja dúett með hvaða söngvara sem er, lífs eða liðnum, hver væri það og hvaða lag yrði tekið? „Ég myndi vilja syngja Unforgettable með Nat King Cole, það er dásamlegt lag og flutningur.“ Hvenær eru jólin komin? „Jólin koma til mín þegar ég hef klárað að syngja jólalög fyrir utan hjá Gilberti úrsmið á Laugaveginum á Þorláksmessu. Þangað kemur alltaf sama fólkið aftur og aftur og ég hef verið þarna í mörg ár – nema í covid. Nú er bara að vona að Gilbert taki það upp aftur.“ Kjartanssyni á jólahlaðborði Bryggjunnar í Grindavík þar sem við syngjum og spilum jólalög og einnig spilum við fyrir dansi. Við komum fram 25. og 26. nóvember og 2. og 3. des og 9. og 10. desember.“ Fyrir viku var Helga á tónleikum Jóns Ólafssonar, Af fingum fram, í Salnum en þar var farið yfir feril hennar og lífshlaup í tali og tónum. En vindum okkur í spurningarnar... Hvaða lag varstu að hlusta á? „Ég var að hlusta á lagið Both Sides Now með Joni Mitchell sem var fyrirmynd mín í tónlistinni þegar ég var að stíga mín fyrstu skref sem söngkona, 14 ára.“ Uppáhalds tónlistartímabil? „Uppáhalds tímabilið í tón- listinni er þegar ég var að upplifa frábæra tónlist á ungl- ingsárunum. Ég hef aldrei keypt eins mikið af plötum; Led Zeppelin, Eagles, Joni Mitchell, Janis Ian, Barbara Streisand, Elton John, Carol King, James Taylor og svona gæti ég lengi talið upp. Á þessum tímum var mikið um raddir í lögunum og ég elskaði að stúdera ólíkar raddanir. Allar söngkonurnar voru mínar fyrirmyndir og ég söng og stúderaði þær í drasl og prógrammið mitt var m.a. með lögum þeirra. Ég klæddist eins og þær og vildi vera eins og þær. Ég fór að sjá James Taylor þegar hann kom til landsins og það var ein af mínum stærstu stundum og stund sem ég mun aldrei gleyma. Ég var svo hrifin að ég kallaði upp yfir mig: „I love you James!” sem kom börnunum mínum mikið á óvart en þau voru með mér á tónleikunum.“ Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? „Ég er mikil alæta á tónlist og finnst alltaf jafn gaman að heyra nýja íslenska tónlist.“ Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? „Pabbi hlust- aði eingöngu á klassíska tón- list en við systkinin á okkar tónlist.“ Hver var fyrsta platan/diskur- inn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? „Fyrsta platan sem ég keypti mér var fyrsta platan með Elton John. Man ekki alveg hvað hún heitir [platan heitir Elton John og inniheldur m.a. lögin Your Song, Border Song og Take Me To The Pilot].“ Hvaða græjur varstu þá með? „Ég byrjaði að taka upp tónlist á forláta kassettutæki sem pabbi átti og ég man að ég bað til Guðs að þáttastjórnendurnir myndu nú ekki tala inn á lagið sem þeir gerðu allt of oft. Maður vildi ná laginu í heilu lagi. Svo eignaðist ég sambyggðar græjur, útvarp og kassettutæki og plötuspilara sem var algjör bylting.“ Hvað tónlist hlustar þú helst á í jólaundirbúningnum? „Bara alls konar jólalög bæði íslensk og erlend. Nat king Cole og Sigurður Guðmundsson eru í miklu uppáhaldi.“ Hvaða músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst ný- komin með bílpróf? „Ég man bara ekki hvaða tónlist var blastað í bílnum því það er svo langt síðan að ég fékk bílpróf eða bara hvort það var yfir höfðuð komið útvarp í bíla þá.“ Hvert var uppáhalds jólalag unglingsáranna? „Öll jólalög Ellýar Vilhjálms og Villa Vill.“ Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? „Öll tónlist sem er eins og lupa, sífellt endurtekið stef, það þoli ég mjög illa.“ Hvenær má byrja að spila jólalögin? „Það má bara byrja strax á að spila jólalög fyrir mér. Ég hef komið fram í jólaboði í júní hjá henni Kötlu í Systur og Makar og það var ótrúlega skemmtilegt.“ Uppáhalds jólalagið? „Ég bara get ekki valið eitt uppáhalds Helga Möller í stuði. AÐSEND MYND TÓN-LYSTIN Óli Arnar Brynjarsson 72022

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.