Feykir


Feykir - 05.12.2022, Qupperneq 10

Feykir - 05.12.2022, Qupperneq 10
„Silli kokkur var ótvíræður sigurvegari hinnar árlegu Götubitahátíðar sem haldin var í Hljómskálagarðinum. Er það þriðja árið í röð frá því hátíðin hóf göngu sína sem Silli kokkur vinnur keppnina um besta götubitann,“ segir í frétt Fréttablaðsins þann 23. júlí síðastliðinn. Í október var svo gert strandhögg í Þýskalandi þar sem keppni um besta götubita Evrópu fór fram og var borgarinn hans Silla valinn sá besti en matarvagn Silla í öðru sæti í kosningu gesta hátíðarinnar. „Besti götubiti Íslands er titill sem við höfum unnið síðan við keyptum vagninn eða þrju ár í röð. Við erum með hreindýraborgara, gæsa- borgara, gæsapylsur og hrein- dýrapylsur en í ár var það gæsaborgarinn sem vann og það eru hann og hreindýrapylsan sem við fórum með út að keppa í Þýskalandi um besta götubita Evrópu. Þar vann gæsaborgarinn Besti borgari Evrópu en við enduðum síðan í öðru sæti í dómaravali um besta götubita í heild sinni í Evrópu og einnig urðum við í öðru sæti í kosningu um Besta götubita fólksins en það var kosning sem fór fram á staðnum hjá gestum hátíðarinnar. Þetta var rosaleg upplifun að fara svona ferðalag með vagninn og gekk rosalega vel og voru ansi margir sem fóru þetta ferðalag með okkur, fjölskylda og vinir, og meðal vina eru t.d vinir sem við höfum eignast á ferðlagi okkar um landið með vagninn,“ segir Silli hróðugur. Þau hjónin Elsa Blöndal Sig- fúsdóttir og Sigvaldi Jóhann- esson, eða Silli kokkur, reka Silli kokkur og Elsa Blöndal eiga heitasta matarvagn landsins Óhætt er að fullyrða að Silli kokkur bjóði upp á bestu borgara álfunnar en þeir hafa slegið í gegn í keppnum um besta götubitann bæði hérlendis sem erlendis. Skagfirðingar hafa reglulega fengið tækifæri til að nálgast hnossgætið þegar Silli mætir með matarvagninn á planið fyrir utan verkstæði Gylfa Ingimars og dásama undantekningarlaust það sem ratar í belginn. Feykir forvitnaðist um Silla kokk, besta borgarann og tengingu hans við Skagafjörð. v e i s l u þ j ó n - ustu og hafa gert í ansi mörg ár en Silli segir að það hafi verið í covid að engar veislur voru haldnar sem þau fóru að íhuga hvað annað væri mögulega hægt að gera. „Ég hafði fyrir jólin og svona verið að framleiða borgara og pylsur, aðallega fyrir fjölskyldu og vini, en úr varð hugmyndin að útbúa grillpakka sem fólk gæti tekið með heim og grillað eitthvað annað en þetta hefðbundna. Þetta varð ofsalega vinsælt og ég alltaf að prufa eitthvað nýtt sem varð til þess að okkur langaði til að fólkið fengi að Bjóða upp á besta borgarann í Evrópu smakka þetta eins og ég hafði hannað og hugsað þetta og úr varð að við byrjuðum með take away fyrir utan eldhúsið okkar á Kársnesbrautinni. Fólk kom þar keyrandi og sat í bílum sínum og börnin okkar, Grétar Jóhannes og Petrós María, hlupu á milli bíla með grímur og hanska og tóku VIÐTAL Páll Friðriksson 10 2022

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.