Feykir


Feykir - 05.12.2022, Síða 16

Feykir - 05.12.2022, Síða 16
Vill ná náttúrulegum myndum þar sem fólki líður vel í sínu elementi Brúðkaupsdagurinn getur verið misjafn hjá fólki. Sumir skjótast til sýslumanns og svo kannski út að borða, birta jafnvel eina sjálfu á Facebook í tilefni af tíma- mótunum. Önnur pör leggja heldur meira í daginn. Undirbúningur tekur kannski fleiri mánuði, fjöldanum öllum af fólki er boðið með tilheyrandi umstangi og allt gert og ekkert til sparað til að búa til ógleymanlegan hamingjudag. Eitt af því sem flestir vilja er að eiga fallegar og skemmtilegar myndir frá deginum stóra. Og þá er eins gott fyrir myndasmiðinn að klúðra ekki tökunni. Feykir hafði samband við Írisi Ösp Svein- björnsdóttur, hönnuð og ljósmyndara, og spurði aðeins út í brúðarmyndatökur og eitt og annað tengt. Íris Ösp er Króksari að uppruna, fædd sumarið 1981 og dóttir Maríu Lóu Friðjónsdóttur og Sveinbjörns Ragnarssonar. Hún býr nú á höfuðborgarsvæðinu, er í sambúð með Rögnvaldi Óla Jónssyni, á þrjú börn + bónusbörn, eins og hún segir sjálf. Hún kláraði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík og Accademia Italiana í Flórens á Ítalíu. Nú starfar hún hjá ENNEMM auglýsingastofu við auglýsingagerð og ljósmyndun en er til hliðar með Reykjavík Underground Design Studio fyrir sína persónulegu vinnu. „Ég hef alltaf leitað í sköpun og uni mér best í skapandi umhverfi,“ segir Íris þegar hún er spurð hvað hafi leitt hana á braut hönnunar og ljósmyndunar. „Ég byrjaði mjög ung að munda myndavélina og hef alltaf verið að búa eitthvað til í höndunum. Ég var búin að vinna við auglýsingagerð og alltaf að taka myndir við alls kyns tilefni í nokkur ár þegar ég ákvað loksins að ná mér í BA gráðuna. Þá fór ég alla leið og nam grafíska hönnun og ljósmyndun í fjögur ár í Flórens á Ítalíu.“ Ég geri ráð fyrir að það fari vel á því að geta blandað þessu tvennu saman í starfi? „Fyrir mig er þetta algjör draumur, ég elska að gera hvort tveggja og það eru svo mikil forréttindi að starfa við það sem maður elskar. Svo brýtur þetta líka oft upp vikuna á stofunni þegar ég fæ verkefni utanhúss og get þar af leiðandi staðið upp frá tölvunni við og við.“ Hvað er skemmtilegast við að vinna við hönnun? „Oooh, þetta er nú yfirleitt allt svo skemmtilegt! Það hefur líka svo mikið að segja að vinna á skemmtilegum vinnustað með yndislegu fólki sem bæði fær þig til að hlæja og gefur þér innblástur og hvatningu. Ég hef verið að vinna mikið undanfarið fyrir Smáralindina og er stolt af því teymi. Ég er einnig mjög stolt af merki Skógarbaða sem ég hannaði, BBQ bókin hans Alfreðs Fannars var líka skemmtilegt verkefni og svo eiga „Hringir“ sérstakan stað í hjartanu,“ segir Íris. „Það er auðvitað skemmtilegast þegar kúnninn treystir manni og gefur manni nokkuð frjálsar hendur til að skapa. Svo eru það báðar hliðar á ólíkum verkefnum. Til dæmis bókin BBQ kóngurinn var unnin í samstarfi með Fannari Scheving, þar fékk ég útlitspælingar og hugmyndir um teikningar sem ég fylgdi eftir og setti upp og teiknaði eins og mér fannst henta verkefninu sem gekk mjög vel eftir. Svo er hin hliðin eins og nýjasta Smáralindar-auglýsingin sem er unnin í risastóru teymi en allir hlekkir þurfa að haldast í hendur til að allt gangi vel.“ Er þetta erfið vinna eða mætir þú hverjum degi með bros á vör og full af áhuga á þeim verkefnum sem þú ert að fást við? „Ég hef alltaf verið léttlynd og jákvæð í eðli mínu þannig að langflesta daga er ég spennt fyrir því sem koma skal. Auðvitað þarf maður samt að fá skapandi örvun í starfi og að finna eða sækja sér MYNDASMIÐURINN | Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir | UMSJÓN oli@feykir.is Íris Ösp. 16 2022

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.