Feykir


Feykir - 05.12.2022, Blaðsíða 17

Feykir - 05.12.2022, Blaðsíða 17
Vill ná náttúrulegum myndum þar sem fólki líður vel í sínu elementi innblástur. Þetta er ekki líkamlega erfið vinna en það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að þetta er samt krefjandi starf þótt að það sé gaman í vinnunni.“ Tekurðu vinnuna með þér heim? „Já, ósjálfrátt tek ég vinnuna með heim, það er ekkert alltaf ætlunin, stundum sé ég eitthvað og það leiðir hugann eitthvert sem kveikir hugmynd. Ósjaldan fæ ég líka hugmyndir þegar ég er að reyna að sofna. Það er bara eitthvað sem ég ræð ekki við.“ Hvað er það sem kveikir helst í þér þegar þú ert með myndavélina á lofti, eftir hverju ertu að leita? „Það er ekkert eitt sem kveikir mér, það fer svolítið eftir mómentinu. Fólk yfirhöfuð heillar mig. Kannski meira að hver einasta manneskja á sína sögu, sinn persónu- leika, sína drauma, frekar en myndin sjálf. Portrett myndatökur eru einstaklega heillandi. Svo eyddi ég einu sinni góðu broti úr degi í að stelast til að mynda fólk á flugvelli í London, svo fallegt að sjá bæði tilfinningarnar þegar fólk er að kveðja og gleðina þegar það á endurfundi, jafnvel eftir langan tíma. Mynstur í náttúrunni eru mér líka ofarlega í huga og þá fer það eftir þemanu sem ég er að vinna að.“ Er einhver ein mynd sem þú hefur tekið sem þér þykir vænst um? „Ég á mjög margar uppáhalds myndir en mér er minnistætt þegar ég var með ljósmyndasýningu í Reykjavík eftir útskrift úr Myndlistaskólanum og ein mynd af dóttur minni, sem ég var einstaklega ánægð með, var stolið af sýningunni. Hún var ekkert lítil heldur, u.þ.b. 50x70 cm. Kennararnir mínir vildu þó meina að þetta væri nú eitt mesta hrós sem væri hægt að fá en ég hefði nú samt alveg þegið einhvern aur í skiptum,“ segir Íris hlæjandi. Þetta er jú gleðidagur og fólk á fyrst og fremst að njóta hans og ástarinnar í botn Snúum okkur þá að máli málanna; brúðkaupsmynda- tökum. Íris tekur fram að hún hefur ekki myndað mörg brúðkaup um ævina, hefur kannski síðustu árin verið að mynda tvö brúðkaup á sumri. Það er gríðarmargt sem ljósmyndarinn þarf að hugsa fyrir og passa upp á svo vel sé í jafn viðamiklu verkefni og brúðkaups- myndataka er. Þó ýmsu megi bjarga í dag með stafrænu tækninni þá bjargar hún ekki öllu – setur ekki bros á andlitin í það minnsta. Brúðkaupsmyndatökur eru töluvert stressandi fyrir ljósmyndarann reikna ég með, enda verða stundin og dagurinn varla endurtekin. Hvernig skipuleggur þú brúðkaupsmyndatöku? „Ég tek brúðkaupsmyndatökur alvarlega og er alltaf gríðarlega þakklát þegar fólk treystir mér fyrir þeim. Ég spyr alltaf fólk áður en stóri dagurinn rennur upp hvort það hafi eitthvað sérstakt í huga varðandi myndatökuna. Það er allur gangur á því hverju fólk er að leita eftir. Sumir vilja náttúrulega hafa ljósmyndarann frá undirbúningnum og fram yfir veisl- una en langflestir í kirkjunni og í brúðkaupsmynda- tökunni sjálfri. Sumir vilja að myndatakan eigi sér stað á ákveðnum stað í náttúrunni en annars er ég að sanka að mér skemmtilegum staðsetningum fyrir komandi mynda- tökur og fer oft og skoða nágrennið við kirkjurnar á undan. Ég bý mér til mood board sem ég hef til hliðsjónar sem hugmyndabanka en svo kvikna alltaf einhverjar hugmyndir í myndatökunum sjálfum. Myndatökurnar hjá mér eru ekki mjög formfastar, ég legg meira upp úr því að fólki líði vel til að ná náttúrulegum myndum þar sem fólki líður vel í sínu elementi. Hvaða græjur ertu að nota þegar þú myndar brúð- kaup og hverju má ekki gleyma? „Ég er yfirleitt alltaf að mynda brúðkaupsmyndatökuna sjálfa utandyra. Falleg- asta birtan fyrir ljósmyndun er að mínu mati náttúruleg birta. Bestu skilyrðin eru líka ef það er ekki mikil sól, því ekki vill maður að brúðhjónin þurfi að píra augun, en þetta er nú yfirleitt ekki vandamál á Íslandi. Linsan sem ég er yfirleitt með inni í kirkjunni er líka með lágt ljósop svo ég þarf yfirleitt ekki einu sinni að nota flass. Auka batterý og auka minniskort er möst í svona stóra töku.“ Mörgum þykir gríðarlega erfitt að sitja fyrir. Ertu með einhver spes trikk til að láta fólki líða betur fyrir framan myndavélina? „Það er mjög mikilvægt að geta grínast svolítið svo að fólki líði vel fyrir framan myndavélina og líði vel í návist manns, finni fyrir trausti og sé þar af leiðandi tilbúið til að leyfa manni að „stýra“ því, innan ákveðinna marka.“ 172022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.