Feykir


Feykir - 05.12.2022, Side 18

Feykir - 05.12.2022, Side 18
að taka með mér spegil í myndatöku í sumar og fannst það koma skemmtilega út.“ Hvað er það helst sem getur gert brúðarmyndatöku erfiða? „Það er þá helst að fólk er búið að gera sér í hugarlund einhvern draumadag þar sem ekkert má út af bregða. Ég skil að væntingarnar eru miklar, enda ætlar maður sér bara að gera þetta einu sinni yfir ævina. Ég lenti einu sinni í því að brúðurinn fór alveg í kleinu með tárin í augunum út af hlut sem ég man ekki einu sinni nákvæmlega hver var en það var eitthvað álíka eins og bindi brúgumans var ekki komið í hús – en samt alveg þrír klukkutímar í athöfn. Fólk á að reyna að minna sig á að njóta dagsins og taka því sem koma skal og reyna að gera gott úr því sem miður fer. Svona bara eins og í lífinu.“ Nú er sennilega allur gangur á því hvernig ljós- myndarar skila af sér brúðarmyndum. Hvaða leið ferð þú eða hverju mælir þú með? „Eftir að Facebook og Instagram tröllriðu yfir heiminn er fólk mjög spennt að pósta myndum á samfélagsmiðlum fljótlega eftir brúðkaup. Ég veit það og ég skil það. Venjan er að ég vel út 6-10 myndir ca. sem ná mér strax og vinn þær fyrst og sendi í þannig upplausn að fólk geti hent þeim út í alheiminn. Svo koma hinar í kjölfarið. Eftirvinnslan er reyndar mjög mismunandi, sumir vilja fá einhverja ákveðna stemmingu, mood í litatónum og svo eru svart hvítar myndir alltaf tímalausar og fallegar.“ Er einhver brúðarmyndataka sem er eftirminnilegust? „Það er alltaf eitthvað sérstakt við hverja einustu myndatöku sem gerir hana sérstaka, en það var hrikalega fyndið þegar brúður sendi mér einu sinni staðsetningu á Google maps því þau eiga sérstakan stað sem þau vildu mynda á fyrir brúðkaupið sjálft. Ég hugsaði á leiðinni að það hefði kannski verið ágætt að láta mig vita að ég þyrfti sérútbúinn jeppa til að komast á áfangastað en Toyotan mín fékk heldur betur að finna fyrir því, því þangað skyldi ég komast og vel áður en brúðhjónin mættu á svæðið til að vera búin að kynna mér staðhætti. Ég var komin eitthvert lengst inni í dal, keyrandi torfæruslóða án símasambands og skildi ekkert hvað væri svona heillandi við þetta umhverfi. Þegar ég tók svo ákvörðun um að fara til baka og fá bara far með brúðhjónunum, komst ég í símasamband og þá kom í ljós að ég var á kolröngum stað. Allir gátu hlegið að þessu og myndatakan gekk ljómandi vel,“ segir Íris Ösp að lokum. Hverju þurfa brúðhjónin að muna eftir – eða gleyma – í myndatökunni? „Kannski helst að taka sig ekki of alvarlega því þetta er jú gleðidagur og fólk á fyrst og fremst að njóta hans og ástarinnar í botn – það er svo mitt að fanga augnablikið.“ Ertu með fastmótaðar hugmyndir um myndatökuna eða gerist alltaf eitthvað spontant, einhver galdur sem gerir myndatökuna? „Það er alltaf undirbúningur, ég hef aldrei farið í myndatöku óundirbúin en jafnframt er alltaf eitthvað sem kemur upp á, einhver hugmynd sem kviknar, stundum áður og oft á staðnum. Ég prófaði t.d. Íris Ösp setti upp ljósmyndasýningu í Kaupmannahöfn í apríl á þessu ári. Feykir spurði hana út í verkefnið og hvernig hafi gengið. „Hringir er verkefni sem ég er búin að vera að vinna að síðan 2016. Ég var að vinna í ljósmynda- verkefni á Snæfellsnesi og sit í mosanum í smá pásu og fer að velta fyrir mér hversu falleg munstrin voru í hrauninu og mosanum. Þarna kviknaði hugmyndin. Það eru svo margir færir landslagsljósmyndarar að gera geggjaða hluti og mér finnst ég ekki þurfa að taka pláss þar. Fór meira að hugsa um þessa liti og mynstur í náttúr- unni sem hverfa svo oft bara undir skósólann hjá okkur og endaði á að kaupa mér macro linsu sem er þeim hæfileika gædd að geta súmmað nær viðfangsefninu í góðum gæðum. Fyrsta serían, Hraun og mosi, var sett að hluta til upp í Norræna húsinu vorið 2020 og stóð yfir í meira en ár. Næsta sería, Fjaran, var svo sett upp í Gallerý Gróttu haustið 2021. Við myndirnar fæddust svo ljóð sem allar tengdust móður jörð og tengingunni milli hennar og mæðra. Þessi pæling að við eigum öll sameiginlegu móðurina. Móðirina sem getur verið svo mjúk og hlý en líka hrjúf og hörð. Pælingin með hringformið er þessi tenging við hið óendan- lega og mjúkar línur náttúrunnar, móður náttúru. Þegar ég var búin að vinna fjórar seríur gaf ég út ljósmynda- og ljóðabók og var með útgáfuhóf í Kaupmanna- höfn ásamt myndum úr fyrstu fjórum seríunum – Það gekk vonum framar og ég er ennþá í skýj- unum með sýninguna. Það er svo magnað hvað fólk er að tengja við myndirnar. Sumir tengja mest við fjöruna, aðrir við skóginn o.s.frv. Ég er ekki góð í að mark- aðsetja sjálfa mig og er að leita mér að umboðs- manni til að koma verk- unum mínum á framfæri og í sölu – blikk, blikk.“ Hægt er að skoða síðu Írisar: https://www.reykjavik-underground.com/hringir og á Instagram: @hringir.circles GAF ÚT LJÓSMYNDA- OG LJÓÐABÓK Hringir Íris ásamt dótturinni, Söru Lind. 18 2022

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.