Feykir


Feykir - 05.12.2022, Page 21

Feykir - 05.12.2022, Page 21
HJÖRDÍS Döðlukaka Hráefni: 1 dl döðlumauk (6 ferskar döðlur & u.þ.b. ½ dl vatn) 4 eggjahvítur 100 g döðlur, saxaðar 50 g suðusúkkulaði (hægt að skipta út fyrir sykurlaust súkkulaði) 1 dl kókosmjöl Aðferð: Setjið saman döðlur og vatn í pott á miðlungs stillingu og leyfið að malla þangað til það er orðið að mauki. Stillið ofn á 170°C blástur. Stífþeytið eggjahvít- urnar, hægt er að kaupa saxaðar döðlur en ef þið notið heilar skerið þær niður í litla bita ásamt súkkulaðinu. Setjið döðlumaukið, döðl- urnar, súkkulaðið og kókosmjölið saman við eggjahvíturnar og hrærið varlega saman með sleikju. Spreyið 20 cm form að innan með PAM spreyi en einnig er hægt að setja bökunarpappír í botn- inn. Skellið deiginu í formið og bakið í 15-20 mínútur. Leyfið kökunni að kólna. Krem: 100 g dökkt súkkulaði 2 msk kókosolía ½ dl kókosmjólk Aðferð: Setjið hráefnin saman í skál og bræðið saman yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni, leyfið því að kólna og taka sig í smá tíma, dreifið kreminu síðan yfir kökuna. Ef kakan er borðuð samdægurs er ótrúlega gott að setja banana yfir kökuna í sneiðum og síðan kremið yfir. Svo er eiginlega mikilvægt fyrir þá sem finnst rjómi góður að bera hana fram með rjóma. Njótið! SONJA Danskar æbleskiver Hráefni: 1 grænt epli, skorið í litla bita Kanilsykur 250 g hveiti fínrifinn börkur af einni sítrónu (passið að börkurinn sé fínrifinn) 1 msk. sykur 1 tsk. lyftiduft ½ tsk. matarsódi ¼ tsk. salt 3 egg 400 ml súrmjólk 50 g bráðið smjör til steikingar Aðferð: Látið eplabitana í skál með kanilsykri. Blandið vel saman og leggið til hliðar. Hrærið öllum hinum hráefnunum, nema smjörinu, saman í skál. Hér er gott að leyfa deiginu að standa aðeins þannig að sítrónan nái að skila sínu ferska bragði. Hitið eplaskífupönnuna á meðalhita og penslið smjöri í holurnar. Hellið deigi í um það bil ¾ hluta af holunni. Stingið eplabita í miðjuna. Þegar það er komin skorpa að neðan er þeim snúið við með grillpinna eða gaffli. Gert nokkrum sinnum þar til skorpan er stökk og gullin og eplaskífan örugglega elduð í gegn. Látið feiti reglulega í holurnar á milli umganga þannig að eplaskífurnar festist ekki við pönnuna. Setjið eplaskífurnar á fat eða í skál og stráið flórsykri yfir þær með sigti og dáist að því hversu fallegar og girnilega þær verða. Berið fram með góðri sultu og jafnvel jólaglöggi... já, svei mér þá, væri það ekki hyggeligt? EYDÍS ÓSK Engiferkökur fyrir önnum kafið fólk Hráefni: 500 g hveiti 500 g púðursykur 250 g smjör/eða smjörlíki (við stofuhita) 2 egg 6 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 2 tsk. engifer krydd 1 tsk. kanill ½ tsk. negull Aðferð: 1. Allt sett í skál og hnoðað saman. 2. Rúllið svo deiginu í pylsu, skerið í sneiðar sem eru um ½ sentimetri að þykkt og setjið á smjörpappír. 3. Bakið við 175 gráður í um 8-10 mínútur eða þar til þær eru fallega gylltar. Auðveldara verður það varla og bragðgóðar eru þær! TÓTA Dumle kornflexnammi með piparfylltum lakkrís Hráefni: 300 g Dumle karamellur 130 g smjör 200 g piparfylltur lakkrís (má að sjálfsögðu nota eftir smekk) 90 g kornlex mulið gróflega Aðferð: Bræðið karamellur og smjör saman í örbylgjukönnu eða potti. Bætið lakkrís og kornflexi út í og blandið vel saman. Setjið í form sirka 24×34cm og þrýstið vel saman. Sett í kæli meðan kremið er græjað Krem: 400 g rjómasúkkulaði 60 g smjör Aðferð: Brætt saman og hellt yfir. Sett í kæli þangað til þú ætlar að bera það fram. Tekið út og skorið í litla bita JÓHANNA Fullkomin Lava kaka Hráefni: 115 g smjör 115 g súkkulaði 3 dl flórsykur 2 egg 3 eggjarauður 1 tsk. vanilla 1 dl og 1 msk hveiti vanillu ís Skraut: 70 g dökkt súkkulaði 70 g hvítt súkkulaði Matarglimmer (má sleppa) Aðferð: 1. Byrjið á því að útbúa skrautið með því að bræða dökka súkkulaðið annað hvort í vatnsbaði eða í örbylgju. 2. Setjið súkkulaðið í sprautupoka með litlum hringlaga stút eða einfaldlega setjið það í sterkan poka og klippið lítið gat á hornið á pokanum. 3. Leggið smjörpappír á ofnplötu og sprautið fyrst dökka súkkulaðinu, mynstrið skiptir ekki máli en reynið að hafa stærðina í um það bil 10 cm. Setjið súkkulaðið í frysti og bræðið hvíta súkkulaðið á meðan. Setjið það líka í sprautupoka eða venjulegan poka (mikilvægt að þrífa pokann á milli og þurrka hann vel) og sprautið yfir dökka súkkulaðið. Ef þið viljið þá getið þið dreift matarglimmeri yfir súkkulaðið. Látið súkkulaðið harðna í ísskáp á meðan þið útbúið kökurnar. 4. Kveikið á ofninum og stillið á 220ºC. 5. Bræðið saman súkkulaði og smjör í potti á vægum hita. 6. Hrærið flórsykri saman við súkkulaðið og svo eggjunum þegar súkkulaðið hefur aðeins kólnað. 7. Blandið vanilludropunum og hvetinu saman við. 8. Smyrjið fjögur lítil kökumót (10 cm í þver- mál) með smjöri og dustið svo hveiti yfir smjörið. Skiptið deiginu á milli mótanna. 9. Bakið í um það bil 13 mín. eða þangað til hliðarnar á kökunni eru orðnar stífar en miðjan er ennþá mjúk. Látið standa í eina mínútu áður en kökurnar eru bornar fram. 10. Til að ná kökunum á disk, leggið kökudisk öfugan ofan á kökuformin og hvolfið svo diskurinn snúi rétt og kökuformið öfugt, kakan mun detta sjálf á diskinn. Setjið flór- sykur í sigti og sigtið yfir kökurnar. Leggið kökuskrautið ofan á kökunar og leyfið því að bráðna ofan á þær. Berið fram með vanillu ís. ÞÓREY Eplakaka Hráefni: 200 g smjör mjúkt 250 g sykur 3 egg 150 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 2-3 epli 3 msk. sykur 1 tsk. kanill Aðferð: 1. Hrærið smjör og sykur saman þar til það er létt og ljóst. 2. Hrærið einu eggi í einu saman við. 3. Hrærið því næst hveiti og lyftidufti saman við. Setjið smjörpappír í 22 cm hringform og hellið deiginu þar í. 4. Afhýðið eplin og kjarnhreinsið og skerið í þunna báta. Stingið þeim í deigið. Það er allt í góðu þótt deigið hylji ekki öll eplin. 5. Blandið sykri og kanil saman við og stráið yfir eplin, magn eftir smekk. Bakið við 190°C í 30-40 mínútur. Stingið prjóni í miðju kökunnar til að ganga úr skugga um að hún sé tilbúin. Berið fram með þeyttum rjóma og/ eða ís. 212022

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.