Feykir


Feykir - 05.12.2022, Síða 22

Feykir - 05.12.2022, Síða 22
SVEINBJÖRG RUT Ofnbakaður Camenbert með Mangó Chutney og pekan hnetum Hráefni: 1 Camenbert er penslaðar með olíu Mangó Chutney pekan hnetur Aðferð: Mangó Chutney hellt yfir ostinn og pekan hnetum stráð þar yfir. Hann er svo bakaður í ofni þar til hann er bráðinn og borinn fram með góðu heimabökuðu hrökkkexi. RÓSA Fullkomið föstudagskvöld Uppskrift: Bjór snakk skál glas rándýr bangsi sem börnin leika sér aldrei með eldgamalt jólatré af Gærumarkaðnum Aðferð: 1. Fyrst þarf að verða sér út um bjórinn, gott að vera komin snemma eða alveg á síðustu mínútunum í ríkið, þegar það er enginn þar svo þið þurfið ekki að standa í röð. Kaupið bjór að eigin vali, persónulega finnst mér ísköld Stella góð. 2. Kaupið snakk að eigin vali. 3. Setið snakkið í skál. 4. Opnið bjórinn og hellið honum í glas. Góð tips: > Það er ekki verra að vinna soldið með skál og glas í stíl, lúkkar flott en annars er öllum bara drull. > Mæli með að hafa annan óopnaðan við höndina, þar sem glasið á það til að tæmast leiðinlega hratt. > Til að gleðja augað er um að gera að finna eitthvað rándýrt dót eða bangsa sem börnin hafa mögulega suðað mjög lengi um en notuðu svo aldrei til þess að lífga upp á bjórinn sem stendur og bíður. > Notað gamalt jólatré af Gærumarkaðnum á Hvammstanga er svo notað til að toppa annars frábæra uppstillingu (ekki nauðsyn en lúkkar sjúklega vel). INGVELDUR Súkkulaðikúlur Hráefni: 150 g hveiti 1 tsk lyftiduft 1½ msk. kakó 100 g sykur 100 g smjör (mjúkt) ½ egg Aðferð: 1. Allt sett í skál og hnoðað saman. 2. Velt í lengjur sem skornar eru í jafna bita. 3. Hver biti er hnoðaður milli handanna í kúlur (6 g kúlan) sem dýft er í grófan sykur. 4. Bakaðar við jafnan yfir- og undirhita 200- 225°C í 8–10 mín. SÍMANÚMER FYRIRTÆKJA Í KJARNANUM FJÖLNET S: 455 7900 BIFREIÐAVERKSTÆÐI S: 455 4570 I Fax 455 4571 VÉLAVERKSTÆÐI S: 455 4560 I Fax 455 4561 Jón Geimundsson pípulagningameistari S: 825 4565 TENGILL ehf. S: 455 9200 I Fax 455 9299 HESTEYRI 2, SAUÐÁRKRÓKI SÍMA ER FYRIRT JA Í KJARNA UM & 455 9200 & 455 4570 & 455 4560 Jón Geirmundsson pípulagning meistari & 825 4565 SÍMANÚMER FYRIRTÆKJA Í KJARNANUM FJÖLNET S: 79 BIFREIÐAVERKSTÆÐI S: 455 4570 I Fax 455 4571 VÉLAVERKSTÆÐI S: 455 4560 I Fax 455 4561 Jón Geimundsson pípulagningameistari S: 825 4565 TENGILL ehf. S: 455 9200 I Fax 455 9299 HESTEYRI 2, SAUÐÁRKRÓKI Maður einn á Króknum fór í verslunina Gránu í hverri viku og keypti yfirleitt það sama í hvert skipti af helstu nauðsynjum. Í Gránu voru vörurnar keyptar ,,yfir borðið“ og fólk lagði inn lista eða sagði afgreiðslufólkinu hvað það vanhagaði um. Sagan segir að hér hafi Jón Björnsson verið á ferð, kallaður Jón kippur, en það hefur ekki fengist staðfest. Einn daginn tók afgreiðslukona hjá kaupfélaginu eftir því að maðurinn bað um tvær klósettrúllur, en yfirleitt hafði hann bara beðið um eina. ,,Stendur eitthvað til?“ spurði konan og maðurinn svaraði: „Ég ákvað að gera vel við mig í þetta skiptið!“ - - o - - Árni frá Brúnastöðum í Fljótum var staddur í heimsókn hjá konu einni, þar sem boðið var upp á kaffi og kleinur. Konan fór að afsaka að kleinurnar væru ekki góðar í þetta skiptið. Árni reyndi að gera gott úr málum og sagði með sínum hætti, en orðin áttu það til að koma öfugt út úr honum: „Það mega vera góðar kleinur svo mér þyki þær ekki vondar!“ Úr Skagfirskum skemmtisögum 6 Að gera vel við sig... 22 2022

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.