Feykir


Feykir - 05.12.2022, Page 27

Feykir - 05.12.2022, Page 27
Mánudagur 22. október 2012 Ég sef órólega í þessari hæð, rumska nokkuð oft, hjartað slær hraðar en í rúminu heima. Með sínum hætti á þetta rætur í huggróinni íhaldssemi sem einkennir menn á góðum aldri og sofa best í eigin rúmi: „Drýpur af hússins upsum erlent regn, / ókunnir vindar kveina þar við dyr.“ Þannig orti Jón Helgason prófessor um söknuð fremur en heimþrá en hér er engin rigning, hvað þá söknuður eða heimþrá og alls konar vindar blása annars staðar því utan við rúðurnar er alveg blankalogn. Fjórðungi bregður til fósturs, segir máltæki, og ég vil bæta öðru við: villist hugur á framandi velli. Við vöknuðum í myrkri og götuljós eru engin í Ghorepani en útiljósker á einstaka húsi. Við sáum út um gluggann göngumenn með ennisluktir í einfaldri röð paufast í myrkrinu eins og námamenn í brekku. Ég dett þá allt í einu inn í Kvöld í ljósturninum eftir Gyrði Elías- son: kápan á þeirri bók er eftir Sigurlaug bróður hans, þar er maður með ennislukt að lesa bók í myrkrinu. Spurningin er þá hvort bækur upplýsi menn? Gengju þeir bókarlausir í svartnætti? Allir hótelgestir hér í þorpinu Nú fyrir jólin kemur út smákver Sölva Sveinssonar þar sem hann segir frá ævintýraferð til Nepals fyrir tíu árum síðan. Bókin er 146 bls., glæsilega hönnuð og prýdd fjölda litmynda. Feykir fékk góðfúslegt leyfi til að birta einn kafla úr bókinni þar sem hægt er að finna alldjúpa tengingu við Skagafjörð því fararstjóri ferðafélaganna hélt búddíska minningarathöfn um Sigríði frá Djúpadal, mömmu Eiríks, Nönnu, Siggu og Guðrúnar Rögnvalds, en Guðrún var einmitt með í ferðinni. Eilífð í sjónmáli Sölvi Sveins gefur út smákver um ævintýraferð um Nepal Háfjöll heims í morgunmósku. LJÓSM.: JÓHANNES K. SÓLMUNDSSON eru á sömu næturgöngu: upp á Poonhill fyrir sólarupprás. Allt þetta fólk með skriðljós í hendi eða á enni rifjar síðan upp með mér eina ljóðið sem ég hef ort og birt á prenti. Ég var sex ára skáld. Tildrögin voru þau að ég fékk vasaljós í jólagjöf sem var með þrjár rafhlöður í röð og býsna langt. Ég var stoltur af þessu ljósfæri og orti af því tilefni: Það dimmir á Sauðárkróki og hvergi eru ljós því að allir eru úti með vasaljós. Ég er ekki frá því að gagn- rýnendur hefðu sagt að höf- undur væri mjög efnilegur og „mikils væri af honum að vænta“; þetta ljóð væri „skrifað“ af mikilli einlægni; nú er lenska að segja að ljóð séu skrifuð en ekki ort. Kannski eru mörg þeirra bara „skrifuð“ eins og ljóðið mitt en ekki „ort“ eins og mér þótti á vori ævinnar. Ég segi stundum ég hafi hætt á toppnum. Eitthvað örlítið fengum við að borða fyrir gönguna en við vorum stirðleg í anddyrinu því allir voru kappklæddir, í ullarbrók undir vatnsheldum buxum og með lukt á enni; við minntum á geimfara að undirbúa geimsvif í loftleysu. En okkur hitnaði fljótt á göngunni og við örkuðum í einum rykk alla leiðina; stönsuðum þó við miðasölu, því að ferðalangar þurfa að reiða fram fé til þess að ganga á Poonhill. (Mér varð hugsað til Gullfoss, Geysis, Dimmuborga, Látrabjargs, Ásbyrgis, Detti- foss, Skaftafells…). Uppi á Poonhill voru nokkur hundruð manns. Hæðin ber réttnefni: Trjátopparnir eru allt í kring, greniskógurinn teygir sig mót skýjum og þó skemur en fjöllin. Einungis bláber hæðin og kragi kringum toppinn er skógarvana. Þarna uppi er nokkurra hæða turn barinn saman úr bjálkum með pöllum á öllum hæðum, og þar stóð maður við mann um það leyti sem blánaði við sjónarrönd en við dreifðum okkur um hæðina sem er vel gróin; búddísk bænaflögg strengd milli trjáa, mörg upp- lituð og trosnuð í endann af gnauði vinda. Kaffi og önnur hressing er til sölu í skúrgarmi og náðhús í enn lélegri skúr litlu neðar og einungis alhraustustu menn skyldu hætta sér þar inn. Risafjöll bar við himin hálfan sjóndeildarhringinn og á sínum tíma reis sól í austri og ljómaði um veröld alla og víst eru þessi augnablik með öllu ógleymanleg. Enginn fjallahringur í víðri veröld er eins stórfenglegur. Dhaulagiri, meira en 8 km hár, rís hvítur upp úr fjallaklasa sem er litlu lægri, Nilgiri North er næstur (7.061 m), þá Tilicho (7.134 m), Annapurna I er nær og Annapurna South, Gangapurna blasir við og síðan Annapurna III (7.555 m), Machapuchare, Annapurna IV (7.525 m) og lengst til hægri í fjarska er Annapurna II (7.937 m). Smám saman lýsir sólin upp þetta feiknalega svið, sést fyrst á efstu eggjum Dhaulagiri en skríður svo niður kaldhömruð jökul- og hamraþil um leið og hlýnar á vanga hér neðra. Þetta er vissulega hátign ljóss, lita og skugga! Kliður fer um mannskapinn og myndavélar starfa án afláts; Sendum íbúum Skagafjarðar og viðskiptavinum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur SKAGAFJARÐARVEITUR | BORGARTEIG 15 | 550 SAUÐÁRKRÓKUR | SÍMI 455 6200 | SKV@SKV.IS www.skv.is n ýp re n t e h f. | 1 2 2 0 2 2 272022

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.