Feykir


Feykir - 05.12.2022, Page 30

Feykir - 05.12.2022, Page 30
Bjarni Gaukur er 47 ára gamall, þriggja barna faðir; Bríet (f. 2003), Þór Óli (f. 2006) og Olga Elísa (f. 2012), og maður Elísabetar Jónsdóttur, Betu. Hún er hönnuður og menningarstjóri sem starfar í dag sem upplifunar- og viðburðarstjóri í Elliðaárdal þar sem hún vinnur ötullega að því að gera þá náttúruperlu að aðgengilegum fólk- vangi fyrir íbúa Reykjavíkur og aðra gesti. Bjarni er fæddur í Reykjavík en að mestu ættaður af Austfjörðum og úr Austur-Skaftafellssýslu en þriggja ára gamall flutti hann til Blönduóss og eyddi þar mótunarárunum með stuttri millilend- ingu í Dallas, Texas og á Egilsstöðum þar til hann fór í Menntaskólann á Akureyri. Að menntaskóla loknum nam hann tölvunarfræði við Háskóla Íslands en frá aldarmótum starfaði hann að mestu erlendis, bjó í Hollandi í átta ár þar sem hann var einn stofnenda og stjórnenda hugbúnaðarfyrirtækis þar í landi. „Við fjölskyldan, þá með tvö börn, fluttum heim til Íslands árið 2009 en ég hef engu að síður starfað erlendis að stóru leyti og stundum verið með annan fótinn utan landsteinanna. Ég hef því komið víða við en hef alltaf skilgreint mig fyrst og síðast sem Blönduósing,“ segir hann en þar lagði hann stund á flestallar íþróttir sem þar voru í boði á þeim tíma. „Mín verður þó kannski helst minnst á æskuslóðunum fyrir fótbolta og frjálsar íþróttir. Á Blönduósi var ég einnig nemandi í tónlistarskólanum og þó ég telj- ist nú varla til duglegustu eða hæfileika- ríkustu tónlistarmanna sem Blönduós hefur alið þá hefur tónlistaráhuginn og almennur áhugi á menningu alltaf fylgt mér og ég á mér nokkuð stórt hliðarsjálf sem tengist því áhugasviði. Það er lista- og menningarrýmið Mengi sem við Elísabet stofnuðum ásamt góðum vinum í miðborg Reykjavíkur. Mengi hefur öðlast sess sem Uppbygging gamla bæjarins á Blönduósi | Bjarni Gaukur Sigurðsson í viðtali Það er fagnaðarefni að gamli bærinn á Blönduósi fær nú endurnýjun lífdaga ef áform þeirra félaga Bjarna Gauks og Reynis ná fram að ganga en óhætt er að fullyrða að mikið stendur til. Á minni myndunum er Bjarni með fjölskyldu sinni, Betu og börnunum Bríeti og Þór Óla og svo sýnir sú neðri frá íbúafundi sem haldinn var á Blönduósi í síðustu viku. MYND AF BLÖNDUÓSI: ÓAB. / MYNDIR AÐSENDAR Það stendur mikið til á Blönduósi en félagarnir og heimamennirnir Reynir Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson hafa, undir merkjum InfoCapital, fest VIÐTAL Páll Friðriksson kaup á húsum í gamla bænum. Verkefnið er metnaðarfullt og til þess ætlast að blása lífi í Blönduósbæ og hrífa heimamenn með í uppbygginguna. Feykir hafði samband við Bjarna Gauk og forvitnaðist um málið. Skagfirskar æviskrár 1 91 0 – 1 9 5 0 | 9. b i n d i Þetta er tuttugasta bókin sem Sögufélag Skagfirðinga gefur út af Skagfirskum æviskrám. Hún hefur að geyma 90 æviskrárþætti fólks sem hélt heimli í Skagafirði á fyrri hluta 20. aldar, fólk sem lifði í sumum tilfellum fram um síðustu aldamót. Bókin er 328 bls. með fjölda ljósmynda af fólki og kostar kr. 6.500 hjá forlaginu. Sögufélag Skagfirðinga Safnahúsinu 550 Sauðárkróki. Kt. 640269 4649 Banki: 0310-26-017302. Sími: 453 6261 eða 897 8646 Netfang: saga@skagafjordur.is mikilvægur vettvangur fyrir nýsköpun og tilraunir í listum, þá sérstaklega tónlist,“ segir Bjarni en svo skemmtilega vill til að Mengi hlaut heiðursverðlaun Norræna tónskáldaráðsins fyrir starf sitt í gegnum tíðina nú á haustmánuðum. Svo gott sem ósnortinn bæjarkjarni Bjarni segir árið hafa verið viðburðarríkt að mörgu leyti en rúsínan í pylsuendanum sé uppbyggingin á Blönduósi sem InfoCapital tekur nú þátt í. „Það er auðvitað mjög spennandi verkefni fyrir Blönduósinga eins og mig og Reyni Finndal Grétarsson. Við Reynir höfum þekkst í langan tíma en með hléum þó. Þó að þrjú ár skilji okkur að þá urðum við snemma góðir vinir og nörduðumst saman í tölvuleikjum og tefldum mikið. Við stunduðum báðir nám við Menntaskólann á Akureyri og þar var einnig Dalvíkingurinn Hákon Stefánsson sem er framkvæmdastjóri InfoCapital í dag en þeir Reynir hafa starfað saman um árabil. Að menntaskóla loknum skildu leiðir okkar í alllangan tíma, eiginlega allt þar til við hittumst fyrir tilviljun í fyrrahaust, þá báðir á ákveðnum tímamótum í lífi okkar. Það voru fagnaðarfundir og þegar við fórum að ræða saman komu merkilega mikil líkindi ferla okkar í atvinnulífinu, báðir höfðum við stofnað fyrirtæki, verið í viðskiptum út um allan heim og að endingu selt fyrirtækin. Úr varð að við ákváðum að rugla saman reitum og starfa Blundar í mörgum Blönduósingum að upphefja gamla bæinn til fyrri dýrðar 30 2022

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.