Feykir


Feykir - 05.12.2022, Qupperneq 32

Feykir - 05.12.2022, Qupperneq 32
Einar Kárason er einn ástsælasti rithöfundur landsins enda fáir flinkari að segja skemmtilegar og forvitnilegar sögur. Hann skrifaði sig inn í hjörtu þjóðar- innar með Eyja-þríleiknum; Þar sem djöflaeyjan rís, Gulleyjan og Fyrirheitna landið þar sem segir af Badda og fjölskyldu í braggahverfinu í Reykjavík. Bækurnar komu út á níunda áratug síðustu aldar og Friðrik Þór Friðriksson gerði eftir bókunum bíómyndina Djöfla- eyjan. Einar skrifaði síðar Sturlungabálk sem taldi fjórar bækur og slógu rækilega í gegn. Nú síðustu árin hefur hann gefið út þrjár stuttar skáldsögur, þar sem hann prjónar hliðarsögur við sannar slysasögur. Þegar Einar svarar Bók- haldinu um mánaðamótin október-nóvember er hann nýbúinn að að lesa nýútkomna ævisögu, Dostojevskí og ástin, eftir Alex Christofi í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur. Þar á undan Borges and me – an encounter eftir Jay Parini og síðast nýja bók Þórarins Eldjárn, Tættir þættir. Hver er uppáhaldsbókin af þeim sem þú hefur lesið gegn- um tíðina? „Sturlunga, Egils saga, Djöflarnir eftir Dosto- jevskí, Huckleberry Finn eftir Mark Twain.“ Hvers konar bækur lestu helst? „Skáldsögur, ævisögur, ljóða- bækur, sagnfræði.“ Hvaða bækur voru í uppáhaldi hjá þér þegar þú varst barn? „Eftir á að hyggja las ég mest kvennabókmenntir. Það er að segja; uppáhaldshöfundarnir voru allt konur, þótt ég pældi ekki í því þá. Enid Blyton, Astrid Lindgren, Anne Cath Vestly og Richmal Crompton (höf. Gríms grallara). Af íslenskum höf- undum var Hendrik Ottósson kannski efstur á blaði, með Gvendar Jóns bókunum.“ Er einhver ein bók sem hefur sérstakt gildi fyrir þig? „Fyrsta bókin sem ég man eftir að hafa eignast hét Gulli gullfiskur. Hún var um sjómann sem bjó einn í litlu húsi og reri til fiskjar á árabát, og veiddi Gulla sem hann setti í fallega glerskál. Gulla leiddist að vera einn og sjó- maðurinn reyndi að finna honum félagskap, kom með krabba og krossfisk, en það vakti enga lukku. Svo datt sjómaðurinn í sjóinn og það skaust annar gullfiskur inn í húfuna hans, sem fyrir vikið skoppaði frá honum er hann komst í land. Hann hrópaði: „Halló húfa, hvert ætlarðu góða!“ Og ég, þá þriggja ára, grét af hlátri í hvert sinn sem ég heyrði þetta. Þessi bók kom mér á bragðið með litteratúr.“ Bíðurðu spenntur eftir bókum frá einhverjum höfundi? „Ég bíð spenntur eftir bókum margra kollega minna heima og erlend- is, þá yrði of langt mál að telja upp.“ Sagan af Gulla gullfisk kom Einari á bragðið með litteratúr Nú bankar Bók-haldið upp á hjá sagnameistaranum Einari Kárasyni í Barmahlíðinni í Reykjavík. Einar er fæddur árið 1955, kvæntur og faðir fjögurra dætra. Þegar Feyki ber að stafrænum garði og spyr hvað sé í deiglunni þá segist hann vera að skrifa eitthvað. Nýjasta bók hans, Opið haf, byggir á sögu Guðlaugs Friðþórssonar sem synti sex kílómetra úr sökkvandi skipi til Vestmannaeyja um miðjan vetur. Saga af bráðum lífsháska og sterkum lífsvilja, segir í kynningu. óskar öllum viðskiptavinum og velunnurum félagsins gleðilegra jóla og friðar á komandi ári. Í Galleríinu fæst úrval af fallegu handverki til jóla- og tækifærisgjafa. Bók-haldið oli@feykir.is Einar Kárason | rithöfundur í Reykjavík Áttu þér uppáhalds bókabúð? „Nei, ekki get ég sagt það. En flottasta búðin sem ég hef komið inn í var í Buenos Aires, í gömlu stóru bíói. Því miður les ég ekki bækur á spænsku en settist í kaffi á sviðinu.“ Hversu margar bækur heldurðu að þú eignist árlega? „Ætli það séu ekki svona 25 til 40. Og les þær næstum allar.“ Ertu fastagestur á einhverju bókasafni? „Nei, tæpast er hægt að segja það. En konan mín vinnur á Borgarbókasafninu og ein dóttirin á Þjóðarbókhlöð- unni, svo að ég hef samband við þær ef mig vantar eitthvað.“ Hvaða bækur lastu fyrir börnin þín? „Ég las mest mínar eigin gömlu uppáhaldsbækur. En einnig þær sem komu síðar, t.d. Lúllabækurnar þegar þær voru litlar en bækur Guðrúnar Helga- dóttur þegar þær stækkuðu.“ Hefur þú heimsótt staði sér- staklega vegna þess að þeir tengjast bókum sem þú hefur lesið? „Já, það hefur komið fyrir, þar má nefna Sturlunguslóðir í Skagafirði og víðar. Ég leitaði uppi staði í Argentínu sem voru Borges kærir, slóðir Hamsun í Noregi og Herman Melville í Nýja Englandi. Næsta sumar stefni ég á að heimsækja beykiskóga Smálanda; slóðir Astrid Lindgren. Hvað er best með bóklestri? „Kaffi eða bjórglas spilla ekki.“ Ef þú ættir að gefa einhverjum sem þér þykir vænt um bók, hvaða bók yrði þá fyrir valinu? „Ég gef mjög oft fólki sem mér þykir vænt um bækur, til dæmis fjölskyldu og vinum það sem ég sjálfur hef skrifað.“ Einar Kárason flytur smá erindi við opnun 1238: Baráttan um Ísland á Sauðárkróki. MYND: ÓAB 32 2022

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.