Feykir


Feykir - 05.12.2022, Síða 34

Feykir - 05.12.2022, Síða 34
Hve lengi hafið þið stundað hannyrðir? „Ég var um 6-7 ára þegar ég byrjaði að prófa að prjóna, man eftir að pabbi var að hjálpa mér við það. Mamma kenndi mér svo að hekla og sauma út og svo lærði ég af handavinnukennurunum í skólanum. Ég var 16 ára þegar ég fór á Löngumýrarskóla og þar lærði ég mikið af góðum kennurum, þeim Ásbjörgu Jóhannsdóttur og Margréti Jónsdóttur. Um 14-15 ára aldurinn saumaði ég mér stutt pils og bolerovesti úr rauð- um náttslopp sem ég átti, með kínversku munstri. Ég bað mömmu um að hjálpa mér ekkert nema ég bæði um aðstoð, vildi vita hvað ég væri sjálfbjarga með þetta, ég var mjög ánægð með útkomuna. Kjartan er hagur í höndum. Hann tók sig til árið 2020, eftir mikið veikindabasl, og fór að prófa að tálga fugla. Síðan hafa þeir flogið út úr höndunum á honum. Hann hefur tálgað og málað yfir 40 tegundir. Eru þeir ekki eðlilegir hjá honum?“ Hvaða handavinna þykir þér skemmti- legust? Ég er í svo mörgu, skipti yfir til að breyta til. Ég prjóna mikið peysur og vettlinga, geri það aðallega þegar ég sit við sjónvarpið. Svo er ég að bródera í handklæði og fleira, er einnig í bútasaum. Ég er með nokkrum konum í bútasaumsklúbbi og við hittumst hálfs- mánaðarlega. Ég var hér áður mikið í fatasaum en er alveg hætt því.“ Hvað ertu að gera um þessar mundir? „Nú er ég að prjóna peysu á einn ömmu- strákinn minn og sauma púða sem ég ætla að gefa litlum tvíburasystrum sem eru langömmustelpurnar mínar. Ég er svo alltaf með letiverkefni, sem ég kalla, núna er ég að prjóna tuskur.“ Hvar færðu hugmyndir? „Héðan og þaðan hér áður fyrr en nú mest af netinu, t.d. Pinterest, þar er allt sem þarf.“ Hvaða handverk sem þú hefur unnið ertu ánægðust með? „Ég veit ekki hvað skal segja. Það er margt en ef ég á að nefna eitt þá eru það peysufötin sem ég saumaði árið 2019, það var þónokkuð verk en ég er mjög ánægð með að hafa gert það, fyrir utan ótal margt fleira. “ Hafið þið hjónin handgert margar jóla- gjafir í gegnum árin? „Já, ég hef gert mikið handverk til gjafa í gegnum árin og Kjartan hefur verið að gefa fuglana sína tvö síð- ustu ár.“ Hvað kemur ykkur í sannkallað jólaskap? „Ja, hvað skal segja, það er búið að teygja jólin yfir þrjá mánuði á ári. Fann meira fyrir jólaspenningi þegar ég var barn því þá voru jólin styttri og eplalyktin svo góð. Breyttir tímar,“ segir Stefanía að lokum. - - - - - Stefanía skorar á frænku sína, Þyrey Hlífarsdóttur, að segja lesendum Feykis hvað hún er með á prjónunum. Mikið af handverki ratað í jólapakka HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM? | klara@nyprent.is Hjónin Stefanía Ósk Stefánsdóttir og Kjartan Erlendsson á Sauðárkróki Að þessu sinni eru það hjónin Stefanía Ósk Stefánsdóttir og Kjartan Erlends- son á Sauðárkróki sem segja lesendum Feykis frá því hvað þau eru að fást við. Stefanía er fædd og uppalin austur í Breiðdal en maðurinn hennar, Kjartan Erlendsson, er Austur-Húnvetningur. Þau fluttu á Krókinn árið 1971 og ætluðu sér að vera hér í eitt ár en hvað eru 50 ár umfram það? Það er Stefanía sem hefur orðið en hún vill byrja á að þakka Unni Sævars fyrir áskorunina. Stefanía og Kjartan með tvo gullmola. Örfá sýnishorn af handverki hjónanna. Fleiri myndir má sjá með greininni á Feykir.is. 34 2022

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.