Feykir


Feykir - 05.12.2022, Page 37

Feykir - 05.12.2022, Page 37
Aðalgata 4 - 550 Sauðárkrókur - Sími: 571-4070 - www.eftirlaeti.com Full búð af fallegum gjafa- hugmyndum í jólapakkann. Skoðaðu úrvalið á eftirlaeti.com - Snyrting - Gjafabréf - Gjafavörur - Skart Vantar þig tíma í snyrtingu fyrir jólin? Það er einfalt að panta tíma hjá okkur í gegnum noona appið. Sjáumst, Ólína, Þorgerður og Ingibjörg Elsku þið! Njótum aðventunnar og hátíðleik jólanna. Njótum þess að borða góðan skagfirskan mat. Njótum samverunnar með fjölskyldu okkar og vinum. Þökkum góðar móttökur á árinu Hlökkum til að taka á móti ykkur á árinu 2023. Starfsfólk og eigendur og Brjálaða gimbrin Fær að smakka jólarjúpuna Í Fellstúninu á Króknum býr voðalega snoppufríður hundur sem heitir Spori. Eigandinn er fótboltastjarnan Árdís Líf Eiðsdóttir en hún spilar með 4. flokki Tindastóls sem átti frábæru gengi að fagna síðasta sumar. Árdís Líf er í 9. bekk í Árskóla og er dóttir Eiðs Baldurssonar og Þóreyjar Gunnarsdóttur. Hundurinn hennar, Spori, er af tegundinni Cavalier King Charles og er einstaklega hentugur fjölskylduhundur. Þessi tegund þarf enga klippingu en það þarf að bursta hann daglega og baða að minnsta kosti mánaðarlega. Hann er í mjög þægilegri stærð, harðger, mjög félagslyndur og barnelskur. Hann er glaðvær, skynsamur, einkar geðgóður og geltir yfirleitt minna en flestar aðrar smáhundategundir. Hann þarf meðalhreyfingu en sættir sig við það sem eigandinn býður honum upp á. Hann elskar þó útivist, daglega göngutúra og sérstaklega að fá að hlaupa laus. Hvernig eignaðist þú Spora? „Við vorum lengi búin að láta okkur dreyma um að eignast Cavalier King Charles og sendum fyrirspurn á HRFÍ Cavalierdeildina og fengum upplýsingar um nokkra ræktendur sem við sendum síðan póst á. Örfáum dögum síðar þá fengum við símtal frá einum þeirra og þrem vikum síðar vorum við mætt í Mosfellsbæ hjá Eldlukkuræktun að sækja Spora okkar. Þetta gekk óvenju hratt fyrir sig og áttum við ekki alveg von á þessu. Hann var orðinn sex mánaða hvolpur þegar hann kom til okkar þann 3. nóvember 2018. Hvað er skemmtilegast og erfiðast við Spora? Það skemmtilegasta við hann er hvað hann er húsbóndahollur og auðveldur í umgengni á heimilinu. Það sem er kannski erfiðast við Spora er hvað hann getur verið óskaplega stríðinn með ákveðin atriði. Ertu með einhverja snið- uga eða merkilega sögu af Spora? Þar sem hann er óskaplega stríðinn og getur verið athyglisfrekur þá lætur hann okkur svo sannar-lega vita ef honum finnst hann vera afskiptur. Þá sækir hann eitthvað eins og t.d. sokk og kemur með hann í kjaftinum og sest niður og stillir sér upp beint fyrir framan okkur svo við sjáum hann örugglega. Síðan hefst eltingaleikurinn, við að reyna ná sokknum af honum og hann fær þá athygli sem hann vildi. Eins þegar hann vill athygli frá okkur þegar við erum í símanum eða tölvunni í sófanum þá er hann fljótur að reyna troða trýninu undir hendina á okkur eða klórar í okkur til að gefa okkur merki um að hann sé þarna og við Gæludýrið mitt siggag@nyprent.is Árdís Líf Eiðsdóttir | Hundurinn Spori Spori og Árdís Líf jólafín. AÐSENDAR MYNDIR eigum að klappa honum. Hafa skapast einhverjar sérstakar jólahefðir í kringum gæludýrið? Það hafa svo sem engar stórkostlegar jólahefðir skapast í kringum hann, en hann fer alltaf í góða baðferð á Þorláksmessu og fær að sjálfsögðu jólagjöf. Hvernig mynduð þið lýsa aðfangadegi hjá gæludýrinu? Á aðfanga- dag fær Spori góðan göngutúr. Síðan fer hann í „sparifötin“ fær rautt jólabindi um hálsinn og fer í jólamyndatöku. Hann eyðir drjúgum tíma á eldhúsgólfinu því ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi. Þar sýnir hann mikla stillingu og mænir svo vel á kokkinn með von um að fá smakk, það endar að sjálfsögðu á því að hann fær smá smakk af jólarjúpu. Hvað finnst fjölskyldu- meðlimum um jólahefðir dýrsins? Það eru allir á heimilinu sammála um að hann eigi að njóta jólanna jafnvel og við hin enda er hann einn af fjölskyldunni. Spori í sveitinni. 372022

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.