Feykir


Feykir - 05.12.2022, Síða 39

Feykir - 05.12.2022, Síða 39
130 ár frá vígslu Sauðárkrókskirkju Það er sunnudagur 27. nóvember 2022, fyrsti sunnudagur í jólaföstu, er gengið er til Sauðárkrókskirkju í norðan nepju, fimm gráðu hita og rigningu. Það er hátíðisdagur að minnast 130 ára vígslu kirkjunnar 18. desember1892. Þann dag var stórhríð og einn helsti frumkvöðull kirkjubyggingarinnar, Lúðvík Popp kaupmaður, komst ekki til kirkjunnar vegna veðurs þó búið væri að sérsmíða burðargrind fyrir hann, en hann átti skammt ólifað og var með þeim fyrstu sem hlaut legstað í kirkjugarðinum á Móunum vestan Nafabrúnar Um hundrað gestir sóttu kirkjuna á þessum merku tímamótum og það var hlýlegt andrúmsloft í messunni. Séra Sigríður Gunnarsdóttir þjónaði fyrir altari, séra Halla Rut Stefánsdóttir flutti ritningarorðin. Ræða séra Gísla Séra Gísli Gunnarsson vígslubiskup predikaði, rakti söguna og upphaf byggðar á Króknum (árið 1892, 186 íbúar vígsluár kirkjunnar) og kryddaði með frásögn af Birni á Sveinsstöðum sem kom hagalögðum sínum í verð í sinni fyrstu kaup- staðarferð í Krókinn en andvirði ullarlagðanna dugði fyrir vasahníf og vínarbrauði. Séra Gísla mæltist vel, enda með bestu ræðumönnum. Úr nýju sálmabókinni Svo öllu sé til haga haldið voru sálmarnir númer 11, 466, 3, 5, 4 úr ný- útkomnu sálmabókinni. Þessi orð og númer verða því samtímaheimild að hundrað árum liðnum ef á þarf að halda. Söngur kirkjukórsins var með ágætum undir stjórn Rögnvaldar Valbergs- sonar sem á 35 ára starfs- afmæli sem organisti og kórstjóri. Kirkjukórinn var stofnaður fyrir 80 árum að frumkvæði Eyþórs Stefánssonar og Sigurðar Birkis. Örtónleikar um fyrrum organista Að lokinni messu var boðið upp á svokallaða örtónleika undir stjórn Helgu Rósar Indriðadóttur við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar. Formað- ur kórsins, Davíð Jóhanns- son, kynnti dagskrána með innskotum kórfélaga þar sem sagt var stuttlega frá höfundum laganna sem allir höfðu verið organistar við kirkjuna og allir tónskáld. Fyrstan má telja Pétur Sigurðsson frá Geirmundarstöðum, þá Eyþór Stefánsson sem lengst allra gegndi undirleiknum og kórstjórn og loks Jón Björnsson frá Hafsteinsstöðum um ára- tugs skeið. Söngur kórs- ins var með ágætum, topp prógramm. Lög og textar tónskáldanna eru sem helgidómur í huga og hjarta allra Skagfirðinga. Erla Péturs, Lindin eftir Eyþór með einsöng Jó- hanns í Keflavík, frábær túlkun. Þá Á vegamótum sem orðið er sígilt. Sumarlag eftir Jón, síðan Hallarfrúin með texta Davíðs Stefánssonar, sem fer til hæstu hæða í söng og túlkun. Helga Rós Indriðadóttir söng AÐSENT | Hörður Ingimarsson skrifar Séra Sigríður Gunnarsdóttir þjónaði fyrir altari. kveðjur frá séra Þóri Stephensen sem gat ekki verið viðstaddur vegna veikinda. Þá flutti hún kveðju frá séra Guðbjörgu Jóhannesdóttur og Brynj- ari Pálssyni f.v. sóknar- nefndarmanni. Ingimar Jóhannsson, formaður safnaðarnefndar, flutti yfirlit um kirkjulegt starf og athafnasemi í Safnað- arheimili með aðstoð Jóhönnu Björnsdóttur, ritara nefndarinnar. Davíð Jóhannsson, formaður kórsins, flutti snjalla ræðu sem endaði með afhendingu veglegs blóm- vandar til kórstjórans, Rögnvaldar. Séra Hjálmar Jónsson tók til máls og fór með snjallar vísur og flutti prýðilega og stutta ræðu en margs var að minnast. Séra Sigríður sleit sam- komunni og allir vel mettir andlegrar næringar að viðbættum glæsilegum viðurgjörningi þar sem borð svignuðu. Hörður Ingimarsson Um 100 manns mættu í kirkjuna í tilefni tímamótanna. Kirkjukór Sauðárkróks ásamt Helgu Rós Indriðadóttur sópransöngkonu og stjórnanda kórsins á örtónleikunum sem fram fóru að messu lokinni. MYNDIR: HÖRÐUR INGIMARS Verslunin Curvy | Fellsmúli 26 v/Grensásveg | 108 Reykjavík | sími 581-1552 | www.curvy.is Stacy lace túnika 11.990 kr Laurina pallíettukjóll 19.990 kr Khoda Midi Kjóll 11.990 kr Danni Skyrtukjóll 15.990 kr NÝJAR VÖRUR Í HVERRI VIKU FRAMM AÐ JÓLUM Fallegar og vandaðar vörur í stærðum 42-60 Sjáðu úrvalið í netverslun Curvy.is Eða komdu í verslun Curvy við Grensásveg Kourtney kjóll 12.990 kr einsöng með þeim glæsi- brag sem einkennir fremstu söngkonur. Ó Jesúbarn var lokalag þessara frábæru örtónleika og við hæfi að loka dagskránni með þessu undurfagra jólalagi Eyþórs Stefánssonar. Svignandi veisluborð Viðhafnarveisla var í Ljós- heimum, séra Sigríður bauð gesti velkomna og flutti meðal annars hlýjar 392022

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.