Harmonikublaðið - 15.05.2019, Page 3

Harmonikublaðið - 15.05.2019, Page 3
Harmonikublaðið ISSN 1670-200X Ábyrgðarmaður: Friðjón Hallgrímsson Espigerði 2, 108 Keykjavík Sími 696 6422, fridjonoggudny@internet.is Prentvinnsla: Héraðsprent, Egilsstóðum, mvw. heradsprent. is Prentgripur Forsíða: Forsíðumyndin að pessu sinni var tekin af Sigga Harðar á harmonikuhátíðinni á \uiugarbakka síðastliðið sumar. Meðal efnis: - Frá Harmonikufélagi Héraðsbúa - Vorferð Harmonikufélags Þingeyinga - Janúarball Harmonikufélags Þingeyinga - Leiðrétting - Sitt b'tið af hverju hjá FHUR - Af Eyfirðingum - Harmonikufélag Rangæinga anno 2018 - Vorönnin 2019 hjá Félagi harmonikuunnenda - Minning, Asgeir S. Sigurðsson - „Það var kátt hérna á laugardagskvöldið“ - Bragi Hlíðberg 95 ára - Viðtalið - Jóel Friðbjörnsson - Bandaríkjamenn í heimsókn - Að vestan - Lag blaðsins - Carl Billich - Pistill úr Dölum - Þekkið þið þessa? - Frostpinnar að vestan Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 síða 1/2 síða innsíður 1/1 síða 1/2 síða 1/4 síða 1/8 síða Smáaug/jsingar Skilafrestur efnis fyrir næsta blað er 1. september 2019. kr. 28.000 kr. 18.000 kr. 22.500 kr. 14.000 kr. 8.500 kr. 5.500 kr. 3.500 Ritstjóraspjall Frá því að fyrstu harmonikufélögin voru stofnuð hefur mikið vatn runnið til sjávar. A fyrstu árum félaganna voru haldnir dansleikir og alls kyns skemmtanir víðsvegar um landið og alltaf voru nægir til að sækja þær uppákomur. Spilararnir biðu í röðum eftir að fá að spila. Þetta stóð langt fram yfir aldamótin og ekki virtist ástæða til að hafa áhyggjur af framtíðinni. Nú hefur orðið breyting á. Það er ekki lengur hægt að ganga að því vísu að fólk fjölmenni, það hefur fækkað í hópnum. Og spilurunum hefur fækkað í samræmi. Breytingin er ekki síst sú að harmonikuleikarar eru farnir að leika út um borg og bí. Þar sem áður voru dansleikir mánaðarlega, fara nú spilararnir á öldrunarheimili og sjúkrastofnanir og leika fyrir vistfólk. Á höfúðborgarsvæðinu hafa nokkrir hópar harmonikuleikara farið á stofnanir og Ieikið sér og öðrum til gamans. Það fer ekki milli mála að þessar heimsóknir eru vel séðar og harmonikuleikarar aufúsugestir. Það er jafnvel svo komið að fólk sem hefur gaman af að dansa, fylgir spilurunum og dansar með og dregur vistfólkið jafnvel út á gólfrð. Það hefur komið fram í greinum, sem harmonikufélögin hafa verið að senda í blaðið að stór hluti þeirra verkefna eru af þessu tagi. Þar má nefna Dalamenn, Héraðsbúa, Isfirðinga, Rangæinga og Reykvíkinga. Þessi breyting er ekki svo slæm, þó hún sé ekki það sem við stefndum að. Félagar hafa leikið á skemmtunum félaganna endur- gjaldslaust til þessa svo breytingin er ekki svo mikil. Allur gangur mun þó vera á hvort og hvernig er greitt fyrir þetta, en ætli megi ekki segja í þessu tilviki að fleira sé matur en feitt ket. Það er hins vegar alveg ljóst að ef ekki væri harmonikufélögunum til að dreifa, er ekki víst að nokkuð væri verið að Ieika á þessum stofnunum og harmonikuleikararnir aðeins að spila fyrir köttinn og co. Það fer ekki milli mála að heimsóknir þessar eru vel þegnar og þakklæti skín úr andlitunum, þegar harmonikuleikararnir taka á því. Harmonikan hefur oft verið kölluð hljóðfæri gleðinnar og það er ekki svo lítið. Ekkert annað hljóðfæri hefur þetta orð á sér, en það þekkja þeir sem á það leika. Höldum því áfram að gleðja aðra með harmonikuleik. Harmonikufélögin hafa svo sannarlega tilgang, hann hefur bara aukist með tímanum. í fréttum var þetta helst Stjórn S.I.H.U. nöfn, netföng, heimilisföng og símanúmer: Formaður: Filippía Sigurjónsdóttir 8208834@internet.is Hólatúni 16, 600 Akureyri S: 462 5534 / 820 8834 Varaformaður: Haraldur Konráðsson budarholl@simnet. is Sólbakka 15, 861 Hvolsvöllur S: 487-8578 / 893-4578 Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir sigrunogvilli@gmail.com Breiðabólstað, 371 Búðardalur. S: 434-1207/861-5998 Gjaldkeri: Melkorka Bendiktsdóttir melb.ss@simnet.is Vígholtsstöðum, 371 Búðardalur S: 434 1223 / 869 9265 Meðstjórnandi: Pétur Bjarnason peturbjarna@internet.is Geitlandi 8, 108 Reykjavík S: 456-4684 / 892-0855 Varamaður: Sigurður Olafsson sandur2s@magnavik.is Sandi 2, 641 Húsavík S: 464-3539 / 847-5406 Varamaður: Sólveig Inga Friðriksdóttir solveiginga@emax.is Bólstaðarhlíð 2, 541 Blönduós S: 452-7107/856-1187 Ásgeir S. Sigurðsson fyrrverandi formaður SIHU lést 20. apríl á ísafirði. Þar er fallinn frá einn af eftirminnilegustu brautryðjendum harmonikulífsins á íslandi. Hans merkilegasta verk var stofnun harmonikusafnsins á Isafirði, sem mun halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Hans er minnst á öðrum stað í blaðinu. Næsti aðalfundur SÍHU verður haldinn á Egilsstöðum 27. - 29. september í haust. Síðast sáu Héraðsbúar um aðalfund haustið 2009, í Svartaskógi í Jökulsárhlíð. Það fækkar um eitt harmonikumót í sumar. Hið vinsæla Fannahlíðarmót, sem haldið hefur verið óslitið frá 2001 verður ekki í sumar. Þar áður hafði mótið verið haldið í nokkur ár á þremur stöðum í Borgarfirði. Þeir Vestlendingar sem staðið hafa að mótinu eiga bestu þakkir skildar fyrir þrautseigjuna. Harmonikumótin í Fannahlíð sótti fólk víðs vegar að. Ásta Soffía Þorgeirsdóttir sem verið hefur við nám í Noregi, er væntanleg til landsins í ágústbyrjun til að halda tónleika á harmonikumótinu á Borg í Grímsnesi, ásamt norskum spilafélaga, Kristinu Farstad Björdal. Þær stöllur hafa komið hér áður og leikið fyrir harmonikuunnendur við góðar undirtektir. Bandaríkjamennirnir Kevin Solecki og Cory Pesaturo eru væntanlegir til landsins í byrjun júlí. Þeir koma hér á vegum Inga Karlssonar til að leika á Harmonikuhátíð Reykjavíkur í Árbæjarsafni 14. júlí. Þeir félagar munu ennfremur halda tónleika í Hannesarholti við Grundarstíg, föstudaginn 12. júlí. Kevin var hér í haust og lék ma. nokkur lög á dansleik hjá FHUR í Breiðfirðingabúð. Cory hefur unnið til fjölmargra verðlauna í harmonikuleik og ma. hafði enginn svo ungur unnið heimsmeistaratitil, þegar hann vann titilinn 16 ára gamall árið 2002. Það eru óneitanlega viðbrigði, að nú ber svo við að fréttaritarar blaðsins hafa verið svo óvenju duglegir að senda fréttir, að ekki duga lengur 24 síður eins og blaðið hefur yfirleitt verið. I annað skipti í röð er blaðið 28 síður og er þó ýmsu sleppt sem til stóð að birta. Heiðursfélagar SÍHU Aðalsteinn Isfjörð, Baldur Geirmundsson og Reynir Jónasson. V_________________I___________________J Kt. SÍHU: 611103-4170 3

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.