Harmonikublaðið - 15.05.2019, Blaðsíða 6
Janúarball Harmonikufélags Þingeyinga
Það var vel boðið í hjd formanninum
Hagyrðingarnir íþungum þönkum. Sigríður, Fta, Óíína, Jóhannes aðfara með skáldskap, Ingibjörg og Ösk
Strákabandið í Breiðumýri
Þann 5. janúar 2019 hittumst við félagar í
Harmonikufélagi Þingeyinga hress og glöð á
hinni árlegu íjáröflunar- og skemmtisamkomu
félagsins á Breiðumýri. Samkoman hófst kl.
20:30 með hljóðfæraleik og dansi, síðan var
hagyrðingaþáttur, bögglauppboð og loks
dansað fram á nóttina. Þátttakendur í
hagyrðingaþætti voru Osk Þorkelsdóttir
formaður Kveðanda, Ingibjörg Gísladóttir,
Davíð Herbertsson, Sigríður Ivarsdóttir og
Hólmfríður Bjartmarsdóttir.
Bögglauppboðið var fjörugt og bauð
formaðurinn okkar Jón Helgi Jóhannsson
upp, en til aðstoðar voru Þórhildur Sigurðar-
dóttir, Dómhildur Olgeirsdóttir og Tryggvi
Óskarsson. Mest var í boði af kökum og
kræsingum. Um uppboðið má segja að:
..allt varþar selt á uppsprengdu verSi,
endaformanni létt um mál.
Fjallháar upphœðir gróðinn víst gerði,
svo gjaldkerinn fagnaði af lífi og sál,
... alveg eins og vera ber.
Á ballinu léku fyrir dansi Sigurður Tryggvason
og Strákabandið. Undirleikarar voru Pálmi
Björnsson, Magnús Kristinsson og Eiríkur
Bóasson. Mæting var góð og mikið fjör.
Texti Hólmfríður Bjartmarsdóttir
Myndir Siggi á Sandi
Leiðrétting varðandi upphaf Galtalækjar og Þrastarskógarmótanna
Okkur undirritaða langar í eins stuttu máli
og mögulegt er, að koma leiðréttingum að
vegna mistúlkunar í grein í jólablaði
Harmonikublaðsins 2018 um sögu
harmonikumóta á íslandi, sem enn virðist
valda sumum misskilningi um raunverulegt
upphaf. Segja má að frásagnir í blaðinu
Harmonikan sem hóf útgáfu 1986 geti valdið
ruglingi, ef útgefendur blaðsins eru ekki sjálfir
spurðir hver raunþráðurinn var. Við það erum
við ekki sátt. Frumkvöðlarnir eru allir á lífi!
Utilegur með félögum FHUR koma hvorki
blaðaútgáfu okkar né upphafi mótanna við,
eða að við höfum farið í útilegu með Senja
Trekkspillklubb, sem aldrei var en er fullyrt í
Harmonikublaðinu. Slíkar fullyrðingar eiga
bara alls ekki við, hvað þá á prenti.
Þróunin var þessi
Rifjum aðeins upp söguna. Við Þorsteinn
Þorsteinsson vorum strax 1984 byrjaðir að
velta fyrir okkur blaðaútgáfu. I samtali við
sænska harmonikusnillinginn Lars Ek 1985,
sem var þá hér á vegum SÍHU til tónleikahalds,
bar blaðið á góma. Sagði Lars að það að gefa
út harmonikublað gæti skipt sköpum við að
auka áhuga fólks á hljóðfærinu og öðru því
tengdu en af því hefði hann mikla reynslu.
Þarna var teningnum kastað og fyrsta blaðið
leit dagsins ljós á haustdögum 1986 sem
kunnugt er. Það fékk betri móttökur en okkur
gat grunað og bókstaflega sannaði sig strax.
Mikil vinna og metnaður var lagður í blaðið,
ekkert til sparað að afla efnis innanlands sem
utan. Svo fór önnur hugmynd að krauma í
höfðum okkar, harmonikumót! Báðir vorum
við áskrifendur að norrænum harmoniku-
blöðum, sem voru uppfull af harmoniku-
mótafrásögnum og höfðum við einnig upplifað
slík mót sjálfir. Að framan sögðu brunnum
við brátt í skinninu að koma á móti er gæti
þá kannske styrkt fjármálahlið blaðsins og
harmonikuáhuga meðal manna. Mótsbálið
tók að loga meir og meir, konur okkar reyndu
ekki að slökkva logana, heldur studdu þessa
brennandi hugsjónamenn frá upphafi til enda.
Ákveðið var að gera tilraun með mót úti í
náttúrunni austur í Galtalækjarskógi sumarið
1987 og hringdum við í eins marga félaga
okkar í FHUR og náð var til. Milli 25 og 30
manns mættu á þetta fyrsta mót okkar. I
Harmonikublaðinu fylgir mynd með
umræddri grein sem sögð er tekin á
Þingvöllum, en er frá Galtalæk af hópnum
6