Harmonikublaðið - 15.05.2019, Blaðsíða 7
sem mætti á fyrsta mótið okkar þar, er tókst
með eindæmum vel. Þetta mót gerði
gæfumuninn. Við getum alveg kallað þetta
fyrsta mót okkar tilraunamót en formlega frá
árinu 1988. Tvær fjölskyldur voru komnar út
í straumiðu, sem enginn vissi hvar endaði, en
nánast allur frítími okkar fór í þessa þróun.
Mótin urðu 6 í Galtalæk og 5 í Þrastarskógi,
alls 11. Stóðum við í endalausri þróunarvinnu,
gáfum út vandaðan bækling fyrir hvert mót
með dagskrá, varnaðarorðum og hvatningu á
ýmsa lund, svo sem að ganga vel um og hafa
gleðina að leiðarljósi. Varðeldurinn m.a. og
fjöldasöngurinn í Þrastarskógi gerði lukku og
myndaði stemningu. Ymsar viðurkenningar
og verðlaun voru veitt og gerðum við allt er
gat orðið fólki til gleði og sameiningar.
Konurnar okkar skemmtu börnunum og
þannig mætti lengi telja.
I Harmonikublaðinu koma fram ýmsir
spádómar um hvernig við höfðum komið
upplýsingum um mótin til fólks, t.d. gegnum
FHUR eða á landsmóti SIHU sem á sér enga
stoð. Blaðið sem og mótin eru óumdeilanlega
okkar hugmynd og framtak frá upphafi til
enda. Við ætlum að vona að enginn reyni að
breyta því oftar. Þetta er merkissaga sem mætti
einhvern tíma gefa út á bók. Nú eru liðin 22
ár frá því mótunum okkar lauk. Hægt er líka
að spyrja þeirrar spurningar hvort einhverjir
aðrir hefðu lagt út í slík mót eða jafnvel ekki,
hvar værum við þá stödd? Mótin sem tóku
við í kjölfar okkar, skapa allavega eftirvæntingu
og ómælda gleði meðal harmonikuunnenda
um allt land, verurn stolt af því. Okkur finnst
saga harmonikumóta okkar merkilegri saga
en svo að megi gera lítið úr henni. Þegar skrifa
á um svo langt um liðinn viðburð verður
sagnfræðin að vera ofar öllu, sönn og rituð af
heilindum, er einhver ástæða til annars?
Hilmar Hjartarson, Þorsteinn Þorsteinsson,
Sigríður Sigurðardóttir ogAgústa Bárðardóttir
Frá ritstjóra.
I tilefni af greininni „Leiðrétting varðandi
upphaf Galtalækjar og Þrastarskógarmótanna",
vill ritstjórinn koma eftirfarandi á framfæri.
Gamall málsháttur segir, vinur er sá er til
vamms segir og af þeirri ástæðu hefur grein
fjórmenninganna verið rituð. Það var vegna
misskilnings ritstjórans að Senja
harmonikufélagið var tengt við upphaf
Galtalækjarmótanna og er beðist velvirðingar
á þeim aulaskap. „Þingvallamyndin" birtist
fyrir mistök í stað annarrar myndar sem tekin
var á Þingvöllum. Varðandi smölunina fór
hún fram í gegnum síma samkvæmt grein
fjórmenninganna, en ekki með bréfaskriftum.
Það skýtur reyndar skökku við í greininni, að
þar er sagt að undirritaður fari með fleipur
varðandi samband við félaga í FHUR. Síðar
í greininni er hins vegar talað um að hringt
hafi verið í félaga í FHUR. Þá hafa þeir
félagarnir ekki minnst á Galtalæk á
landsmótinu í Eyjafirði mánuði áður. Það er
skiljanlegt þar sem harmonikumót þekktust
ekki á þessum tíma. Þar má segja að
ímyndunaraflið hafi hlaupið með ritstjórann
í gönur. Hins vegar getur undirritaður ekki
með nokkru móti séð, að hann hafi í greininni
í Jólablaðinu, reynt að draga úr þætti
fjórmenninganna varðandi upphaf
harmonikumótanna á Islandi og jafnvel gera
lítið úr þeirra þætti. Þvert á móti er lögð
áhersla á hve vel var staðið að mótunum, þó
þeir gefi í skyn að greinin sé rituð af
óheilindum. Sömu sögu má segja um þátt
blaðsins, sem bréfritarar telja að gert sé lítið
úr. Það getur undirritaður með engu móti séð
enda kemur hið gagnstæða fram í
Jólablaðsgreininni. Síðari hluti greinar
fjórmenninganna er nær eingöngu um
óheilindi undirritaðs, sem kýs að líta fram hjá
því, sem hverri annarri prentvillu. Finnist
fjórmenningunum þeir hins vegar ekki njóta
sannmælis varðandi harmonikumótin og
blaðið Harmonikuna, er tæplega við
undirritaðan að sakast, sem þó lagði sitt til,
að halda þessu á lofti við samningu
greinarinnar, sem einhverjir hefðu jafnvel
kallað lofgrein. Að lokum má það koma fram
að undirritaður stundaði umrædd mót og var
jafnvel titlaður aðstoðarmaður mótsstjóra
einhvern tímann. Hann á því auðvelt með að
rifja mótin upp, sem hann sótti með vinum
sínum ma. fjórmenningunum og á frá þeim
ógleymanlegar minningar, sem fjölgar árlega
á öðrum harmonikumótum. Þá auðveldar það
vinnuna að geta flett upp í blaðinu
„Harmonikunni“, sem hýsir ómissandi
heimildir um harmonikulífið í landinu á
árunum 1986 til 2001. Ritstjórinn
Verið velkomin á
Harmonikuhátíð ijölskyldunnar
Harmonikufélagið Nikkólína
og Harmonikuunnendur í Húnavatnssýslum
í félagsheimilinu Ásbyrgi, Laugarbakka Miðfirði
... .. sem haldin verður 14.- 16. júní2019
:eN
W Wl VMI I VrftMMMWJJ
ög laugardagskvöld kl. 21:00 - 01:00.
Skemmtidagskrá, happdrætti og kaffihlaðborð
á laugardeginum frá kl. 14:00.
Aðgangseyrir yfir helgina kr. 7.000.-
Nánari upplýsingar gefa
Melkorka s. 434-1223 / 869-9265
og Sólveig s. 452-7107 / 856-1187.
7