Harmonikublaðið - 15.05.2019, Qupperneq 12

Harmonikublaðið - 15.05.2019, Qupperneq 12
Harmonikufélag Rangæinga anno 2018 Starfsárið hófst með spilamennsku á þorrablótum á Selfossi, Hellu og í Sandgerði en Rófustappan sá um það verkefni. Rófustöppuna skipa þeir Grétar Geirsson, Þórður Þorsteinsson og Sigurður Guðjónsson á harmonikur, Tryggvi Sveinbjörnsson á gítar, Haraldur Birgir Haraldsson á bassa. Eftir það hófust reglulegar æfingar og æft til skiptis á Hellu og Selfossi eftir venju. Þann 20. apríl var spilað íTónlistarskóla Rangæinga á Hellu og 21. apríl í sundlauginni á Selfossi á „Vori í Arborg“. Þann 1. maí var spilað á Kirkjuhvoli við vígsluathöfn nýbyggingar Kirkjuhvols, dvalarheimilis aldraðra á Hvolsvelli. 12. maí var farið í Skyrgerðina í Hveragerði með æfingadagskrá vetrarins og 16. maí var sama dagskrá spiluð í Hvoli Hvolsvelli. Orka náttúrunnar var með starfsmannaskemmtun í Básnum í Olfusi 25. maí og bað um harmonikutónlist og fór hluti Rófustöppunnar í það verkefni. Þriðji júní var aðstand- endadagurinn haldinn á Kirkjuhvoli og var beðið um okkur þar. Spiluðum þar við góðan orðstír og fengum meira að segja greitt fyrir. A aðstandendadeginum gera aðstandendur íbúa á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli, sér glaðan dag með vistfólki. Þar var einnig Hjördís Geirs og tókum við nokkur lög með henni, eða hún með okkur. Þann 8. - 10. júní var slegið í útihátíð á Borg í Grímsnesi með Selfyssingum og var ball á föstudags- og laugardagskvöldi ásamt tónleikum á laugardegi. Ágætis mæting og smá tekjur í bónus. 24. júní var harmonikumessan í Arbæjarkirkju og var hún á hendi okkar heimamanna. Eftir þetta var smáhlé hjá spilurum. Þann 27. júlí var spilað á Lundi á Hellu og Kirkjuhvoli á Hvolsvelli um miðjan daginn en um kvöldið var farið á Langbrók í Fljótshlíð og spilað á Veltingi, hinni árlegu útihátíð „brókara“, sem eru eigendur Langbrókar. Þar var mikið stuð og mikið gaman. Þann 10. ágúst var beðið um harmonikutónlist á Hótel Skálakoti undir Eyjafjöllum. Þar er hin glæsilegasta aðstaða og spiluðum við þar um kvöldið á stórum útipalli í góðu veðri í góðri stemningu og fengum greitt fyrir og var þetta mjög gaman og vel heppnað í alla staði og lögðu þeir meira að segja til dansstjóra. Þann átjánda ágúst var komið að Töðugjöldunum á Hellu, en þar var spilað í morgunmatnum og svo eftir hádegi á Blómstrandi dögum í Hveragerði. Grétar lék á milli skúra á ljósahátíð í Múlakoti. Spilarar hittust svo á Langbrókinni 11. september, þar sem sumarstarfinu lauk með grilli og tilheyrandi og svo var talið í nokkur lög. Ekki var langt hlé í boði því 4. okt. voru húsaleigutónleikarnir í Menningarsalnum á Hellu en þar er okkar miðvikudagsæfmgaaðstaða. Var okkar framlagi vel tekið og hófust svo reglubundnar æfingar eftir það. Svo var spilað á Kirkjuhvoli í nóvember og Lundi í desember samkvæmt hefð með Lionsklúbbnum á Hellu. Allt var þetta gert í góðri samvinnu við félaga okkar á Selfossi og á góðu æfingakvöldi eru 10 harmonikur, bassagítar og svo tveir gítarleikarar. Vert er að geta þess að við höfum einnig átt mjög gott samstarf við Tónlistarskóla Rangæinga og þar eru sem stendur 10 nemendur í námi á harmonikur undir handleiðslu Eyrúnar Gylfadóttur en hún tók við kennslunni af Grétari í Ashól sem hefur verið harmonikukennari skólans um langt árabil og á allan veg og vanda af þessu góða starfi tónlistarskólans, en þess má geta að Eyrún er einmitt nemandi hans. Þessir 10 nemendur sem allt eru strákar hafa stofnað harmonikuhljómsveit sem fékk nafnið „Harmonikufélag Rangæinga, yngri“. Auðvitað, hvað annað. Eins og sjá má af ofantöldu þá erum við ekki aðgerðarlaus með öllu og er það vel. Það sem er framundan er svo „Dagur harmonikunnar“ 4. maí en þá troðum við upp í Skyrgerðinni í Hveragerði kl 14:00 og á Hvoli Hvolsvelli 5. maí einnig kl. 14:00 en um þessa helgi stendur yfir handverkssýning eldri borgara í Rangárþingi. Þann 31. maí eru svo lok vetrarstarfsins í vetur en þá blásum við til tónleika í Hvoli og þar verður stuð og stemmari að hætti heimamanna. Helgina 7.-9. júní verður hin árlega útihátíð á Borg í Grímsnesi og eins og harmoniku- unnendur þekkja þá verður enginn svikinn af því að mæta þangað. Haraldur Konráðsson formaður Harmonikufélags Rangœinga Myndir Siggi Harðar Birgir, Þórður og Tryggvi (Hank) d stóra sviðinu á Borg Sameinaðir Rangxingar og Selfyssingar á Borg 12 Munið myndasíðuna á netinu: www.harmoniku-unnendur.com

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.