Harmonikublaðið - 15.05.2019, Qupperneq 20
Strákabandið
landskunni harmonikusnillingur, Aðalsteinn
Isfjörð sem lék af þvílíkri snilld að ég get ekki
lýst því með orðum og vil ég þakka Alla
mínum innilega fyrir allar ánægju- og gleði-
stundirnar sem hann gaf mér. Um þetta leyri
flutti hingað til Húsavíkur fjölskylda úr
Reykjavík. Þarna var kominn harmoniku-
snillingurinn Olafur Þ. Kristjánsson, sem að
fór að spila með líka og stuttu seinna breytti
hann nafninu og kallaði þetta Strákabandið
sem hefur haldist óbreytt síðan.
Hverjir voru í Strákabandinu?
Fljótlega eftir að Strákabandið var stofnað
bættust fleiri í það eins og Hákon Jónsson,
Kjartan Jóhannesson, Kristján Kárason, Kári
V. Arnason og Rúnar Hannesson. En eins og
gengur í gegnum árin þá hafa menn horfið og
nú erum við fjórir orðnir eftir í þessu Strákabandi
og þrír sem spilum, það eru Kjartan Jóhannesson
fæddur 1925, Jóel Friðbjörnsson fæddur 1931,
Kristján Kárason fæddur 1944, Rúnar
Hannesson fæddur 1940. Svo það er nú kannske
eðlilegt miðað við aldur að Strákabandið fari
að hægja á sér eftir öll þessi ár.
Var einhver ferð eftirminnilegri en önnur
með Strákabandinu?
Það er erfitt að segja til um það hvort ein ferð
hafi verið betri en önnur, þetta voru alltaf vel
heppnaðar ferðir og yndislegar í alla staði sem
gleymast seint og eru gott innlegg í sjóð
minninganna.
Gaf Strákabandið út marga diska?
Strákabandið gaf út tvo diska, þann fyrri 1999
og seinni diskurinn kom út 2010. Þessir
diskar fengu mjög góðar viðtökur og ég veit
til þess að þeir hafa verið notaðir við
danskennslu og við margs konar uppákomur.
Og þá þótti konum ekki verra að setja
Strákabandsdisk á spilarann þegar þær voru
að ryksuga hjá sér, þetta létti þeim störfin að
syngja og tralla með.
Attu margar góðar minningar tengdar
harmonikunni?
Já, þær eru orðnar margar og góðar minn-
ingarnar, sem tengdar eru þessu hljóðfæri,
harmonikunni og það eru minningar sem ég
hefði ekki viljað missa af. Og allar þær
samverustundir sem við hjónin höfum átt með
fólki vítt og breitt um allt land sem við hefðum
alls ekki kynnst annars. Þessar gleði- og
ánægjustundir gleymast ekki.
Hvernig sérðu framtíð harmonikunnar og
dansins á Islandi?
Mér sýnist að sem betur fer hafi sum félög
náð til sín ungu fólki sem spilar á harmoniku
og eru þau félög vel sett. En hjá hinum
félögunum þar sem nær engin endurnýjun
hefur orðið eru horfurnar ekki góðar og ef
harmonikumúsikin Ieggst af á þeim stöðum
þá sýnist mér að gömlu dansarnir fari á eftir
og væri það ómetanlegt tjón fyrir menninguna
í landinu, því þetta er ævagömul list sem
þarna myndi hverfa líka.
Viltu segja eitthvað að lokum Jóel?
Þegar ég horfi til baka eftir öll þessi ár og læt
hugann reika til liðinna ára þá er margt sem
kemur upp í hugann, minningar sem mér
þykir vænt um að minnast. En það er fólkið
sem lagði oft á sig langt ferðalag til að koma
á þessa dansleiki hjá Strákabandinu, til að
dansa, syngja og hlusta. Öllu þessu fólki vil
ég færa mínar bestu kveðjur og þakkir fyrir
ógleymanlegar samverustundir, því ef að þið
hefðuð ekki komið þá hefði nú verið lítið
gaman að spila. Þá ekki síður þakkir til allra
þeirra fjölmörgu spilafélaga í gegnum um
tíðina, en með þeim hefi ég átt margar góðar
ánægjustundir. Að lokum er það von mín og
ósk að harmonikan, þessi gleðigjafi, eigi eftir
að seiða til sín unga krafta og halda áfram að
gleðja alla sem henni unna um ár og aldir.
Það er orðið áliðið dags þegar ég kveð hjónin
á Isólfsstöðum eftir kaffi, pönnukökur og
annað bakkelsi. Það er vor í lofti og ég held
heimleiðis úr þessari Mekka harmonikunnar,
Þingeyjarsýslu, um margt fróðari en áður en
ég kom. Mér var þökkuð heimsóknin og
ánægjuleg upprifjun á liðnum dögum.
Friðjón Hallgrímsson
Bandaríkjamenn í heimsókn
Bandaríkjamennirnir Kevin Solecki f. 1978 og Cory
Pesaturo f. 1986, eru væntanlegir til landsins í júlí.
Cory, sem byrjaði að leika á harmoniku 9 ára gamall,
hefúr unnið til fjölmargra verðlauna í harmonikuleik
og ma. hafði enginn svo ungur unnið heimsmeistaratidl,
þegar hann vann dtilinn 16 ára gamall árið 2002.
Hann vann sér það til frægðar í Austurríki árið 2017
að setja heimsmet í harmonikuleik, þegar hann lék
samfellt í 32 klukkustundir. Kevin hefur einnig unnið
til fjölda viðurkenninga og er spilagleði hans rómuð.
Þeir félagar koma hingað á vegum Inga Karlssonar
til að leika á Harmonikuhátíð Reykjavíkur í
Árbæjarsafni 14. júlí. Þeir munu ennfremur halda
tónleika í Hannesarholti í Reykjavík, föstudaginn 12.
júlí og í Skyrgerðinni í Hveragerði laugardaginn 13.
júlí. Ekki er að efa að margir munu bíða spenntir eftir
að hlýða á þá félaga, sem eru jafnvígir á alla tónlist.
20