Harmonikublaðið - 15.09.2019, Síða 6

Harmonikublaðið - 15.09.2019, Síða 6
Fyrsta harmonikumót sumarsins fór fram á Borg í Grímsnesi fyrstu helgina í júní, sem að þessu sinni bar upp á Hvítasunnuna. Margir sáu ástæðu til að mæta tímanlega, enda veðrið í sínu besta skapi. Það eru harmonikufélögin í Rangárþingi og Selfossi sem halda mótið, en þau hafa haft með sér samvinnu undanfarin ár. I þessu sambandi rifjaðist upp sagan af því þegar Björgunarsveitin í Bolungarvík hélt fjáröflunardansleik á Hvítasunnudag. Þá kom í ljós að ekki mátti selja inn á dansleik á þessum rúmhelga degi. Þeir björguðu sér með því að selja bara út í staðinn. Þá var kominn annar í Hvítasunnu og gekk aldrei betur. Strax á föstudagskvöldið á Borg hóf Garðar Olgeirsson leik og brátt var gólfið orðið þéttskipað. Hildur Petra og Kristín Guðný tóku síðan við af Garðari og dró það ekki úr þátttökunni. Vindbelgirnir voru næstir á svið og tókst vel að halda í horfinu. Birgir Hartmanns og Þórður Þorsteins luku síðan ballinu þegar liðið var á nóttina. Laugar- dagurinn heilsaði með sömu sumarblíðunni og daginn áður, en nú var komið að tónleikum. Þeir hófúst með leik hljómsveitar, sem skipuð er hljóðfæraleikurum úr félögunum tveimur og lék hljómsveitin létta tónlist. Þá lékTryggi var komið að skiptum og Hildur Petra tók við. Þar var nú enginn viðvanings- bragur á og þegar líða tók að lokum fóru fleiri að Sveinbjörnsson gítarleikari lj hússins. Hvanneyringarnir Guðmundur og Grétar rifjuðu upp gamla takta, auk þess sem Reynir Jónasson gladdi gestina í smástund. Þá var komið að samspili á svæðinu og þá er tíminn fljótur að líða og fyrr en varði var grillilmur orðinn allsráðandi og þar með stutt í ball. Birgir Hartmanns og Þórður Þorsteins- son hófu leik og fengu ágætis þátttöku í dansinum. Fljótlega bættist Grétar Geirsson í hópinn ásamt söngkonunni góðkunnu Hjördísi Geirs auk þess sem Kristján Olafsson gældi við saxófóninn. Var nú kominn upp stemming eins og hún verður best, enda Hjördís ekki þekkt af neinni lognmollu. Eftir hefðbundinn klukkutíma tínast á sviðið, Haraldur Konráðs, Grétar Geirs og Doddi á Selfossi bættust í Valsinn tekinn áföstudeginum og luku þessari fyrstu harmonikuhelgi sumarsins 2019. Tryggvi Sveinbjörnsson sá um gítarleik alla helgina og Jónas Pétur var með bassann, en Kristján Olafsson sá um trommuleikinn, nema þegar Arni Askelsson leysti hann af þegar Hildur Petra og Guðný Kristín léku. Friðjón Hallgrímsson Myndir: Siggi Harðar Það var góðþátttaka í dansinum á Borg, Hjördís Geirs sannaði að lengi liftr í gömlum Polkinn dansaður með stœl glaðum Hildur Petra og Guðný Kristín öruggar með taktinn Stjörnupolkinn var að sjálfsögðu dansaður

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.