Harmonikublaðið - 15.09.2019, Blaðsíða 11

Harmonikublaðið - 15.09.2019, Blaðsíða 11
kantinum hjá félaginu þar sem hæst ber Landsmót í Stykkishólmi, þrítugasta sumarhátíð FHUE og HFÞ verður haldin að Ydölum í lok júlí og síðast en ekki síst mun félagið fagna 40 ára afmæli félagsins um haustið. Svo það er nóg framundan hjá okkar félagi og höldum við ótrauð áfram, Iárum engan bilbug á okkur finna og höldum áfram að efla og þróa okkar félag með nýjum og hefðbundnum leiðum. Að lokum hvetjum við lesendur til að fylgjast með frekari fréttum, viðburðum og öðru starfi félagsins á andlitsskinnunni víðfrægu Facebook og má finna hópinn undir heitinu Harmoniku- unnendur við Eyjafjörð. Agnes Harpa Jósavinsdóttir Myndir: Félagsmenn Bryngeir mundar nikkuna einbeittur á harmonikudaginn Pétur gladdi margan gestinn á harmonikudaginn - Flemming Viðar Valmundsson blés til tónleika í Grafarvogsldrkju miðvikudaginn 10. júlí sl. Þetta voru fyrstu tónleikar Flemmings á landinu, eftir að hann fór til framhaldsnáms í Danmörku sumarið 2017. Hann byrjaði á Prelúdíu og Fúgu í Es dúr eftir J.S. Bach. Vel þekkt verk sem harmonikuleikarar hafa Iöngum spreytt sig á. Ekki var annað að heyra en oklcar maður gæti túlkað þetta verk á þann hátt að skildist. Þessu var fylgt eftir með verkinu Tears eftir danska tónskáldið Bent Lorentzen. Geysilega tilfinningaþrungið verk þar sem reynir mjög á hæfni flytjandans. Að þessu loknu létti meistarinn aðeins á og lék Skafrenning eftir Braga Hlíðberg. Fékk það ljómandi undirtektir. Því var svo fylgt eftir með Libertango eftir Astor Piazzolla. Ekki alveg hefðbundin útsetning, en geysilega skemmtilegt tillbrigði við ástartangóinn og vandmeðfarið. Heppnaðist ágætlega. Þá var komið að rússnesku verki, Et exspecto, eftir eitt af mestu nútímatónskáldum Rússa, Sofiu Gubaidulinu. Afar sérstakt verk þar sem reynir mjög á hæfni flytjandans. Ýmsum brögðum er beitt, svo sem að banka í belginn og annað í þeim dúr. Þá spilar loftbassinn stórt hlutverk í verkinu, en þess háttar er ekki óvenjulegt í nútímaverkum. Flutningurinn tekur tæpar 20 mínútur og er mjög viðburðaríkt, svo ekki sé meira sagt. Má jafnvel flokka sem gjörning. Mörgum fannst það full hart undir tönn og var undirritaður í þeim hópi. Flytjandinn sannaði aftur á móti að honum eru allir vegir færir þegar harmonika á í hlut. Síðasta stykki tónleikanna var svo Bohemian Rhapsody eftir Queen, í útsetningu Flemmings Viðars. Þar var komið eitthvað sem áheyrendur þekktu og viðbrögðin eftir því. Þetta fræga verk þeirra Queen manna hljómaði stórkostlega í Grafarvogskirkjunni, enda húsið vel fallið til tónleikahalds. Tónleikagestir þökkuðu fyrir sig með langvinnu lófataki, sem lauk ekki fyrr en meistarinn lék sem aukalag, Hríseyjarvalsinn eftir Pálma Snorrason. Þennan glæsilega vals hefur Flemming Viðar leikið fyrir harmonikuunnendur frá því hann lærði hann 2011. Kvöldið var hið skemmtilegasta fyrir hina hundrað áheyrendur sem nutu harmonikutónlistar í Grafarvogskirkju. Friðjón Hallgrímsson Mynd: Asdís Hinriksdóttir 11

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.