Harmonikublaðið - 15.09.2019, Blaðsíða 10

Harmonikublaðið - 15.09.2019, Blaðsíða 10
Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um hátíð okkar Eyfirðinga og Þingeyinga þegar Friðjón hefur þegar gert henni góð skil hér annars staðar í blaðinu. En þetta var í 29. sinn sem félögin halda hátíð sem þessa sameiginlega. Þótti hún takast með ágætum en slíkt væri ekki mögulegt nema fyrir tilstilli þeirra manna og kvenna sem af ljúfmennsku leggja fram ómælda vinnu við undirbúning og framkvæmd slíkrar hátíðar. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir sitt framlag, hvort sem var við hljóðfæraleik, miðasölu eða vinnu „á bak við tjöldin“. Sú nýjung að bjóða upp á dansnámskeið á föstudeginum tókst ljómandi vel en félagið hefur síðastliðið starfsár verið í samstarfi við Dansfélagið Vefarann, en það er þjóðdansafélag sem er starfandi á vkkureyri. Þau eru liðtæk í fleiri dönsum en þjóðdönsum eins og sannaðist á dansnámskeiðinu þegar farið var yfir hina ýmsu hóp- og skiptidansa eins og Partýpolka, Napóleon polka og fjölskylduvals. Voru dansarnir nýir fyrir suma en upprifjun fyrir aðra og gafst síðan dönsurum færi á að dansa það sem kennt var á námskeiðinu á dansleiknum um kvöldið. Eins er með harmonikudaginn sem haldinn var hátíðlegur í Lóni einn laugardag í byrjun maí, tókst hann með ágætum en nokkrir félagsmenn tóku forskot á sæluna og spiluðu á hinum ýmsu stöðum um bæinn á föstudeginum. Var spilað á tveimur stöðum á Glerártorgi og svo voru dvalarheimili bæjarins heimsótt og fékk heimilisfólk að njóta Ijúfra tóna með seinniparts kaffinu sínu. A harmonikudeginum sjálfum voru hinir árlegu kaffitónleikar að deginum þar sem hlaðborðið svignaði undan kræsingum sem runnu ljúflega niður undir harmonikuleik frá nemendum úr Tónskóla Roars, Bryngeiri Kristinssyni, hljómsveit Einars Guðmunds og stór- sveitarinnar. Ovæntur gestur Pétur Bjarnason úr höfuðborginni tók svo nokkur lög við mikla ánægju gesta. Um kvöldið var síðan dansleikur þar sem G-strengurinn, Steinar Ingi, Einar Guðmunds og Númi héldu uppi fjörinu fram eftir nóttu og þótti það góður endapunktur á dansleikjum vetrarins hjá félaginu. Stórsveitin hélt sína vortónleika seinni partinn í maí í sal Brekkuskóla á Akureyri. Var lagaval fjölbreytt og mátti finna á efnisskránni hin fjölbreyttustu verk, voru flutt lög úr sarpi Einars Guðmundssonar sem er liðtækur lagahöfundur, íslensk og sænsk þjóðlög hljómuðu, kvikmyndatónlist, Bítlalög og syrpa af Abbalögum hljómaði yfir salinn ásamt öðrum þekktum verkum. Þóttu tónleikarnir heppnast prýðilega og voru þeir vel sóttir þrátt fyrir blíðskaparveður og fjölmarga aðra viðburði bæjarins sem hittu á sama tíma. Nú þegar þegar rökkva fer og síga á seinni hluta sumars fara félög landsins að huga að vetrarstarfinu og er FHUE engin undantekning í þeim efnum. Fyrirhugaðir eru tveir dansleikir fyrir áramót og verða dagsetningarnar 5. október og 28. desember líklegar fyrir þá viðburði. Stórsveitin mun halda ótrauð áfram æfingum í vetur undir dyggri stjórn Roars Kvam. Arið 2020 verður síðan í stærri ~J...ik.;"' • ■ ! • Andri Snœr gladdi gesti oggangandi á Glerártorgi 10 Elsa, HörSur, Agnes ogMaria tóku lagiS á Glerártorgifyrir harmonikudaginn

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.