Harmonikublaðið - 15.09.2019, Page 9

Harmonikublaðið - 15.09.2019, Page 9
Óvenjulegir tónleikar fóru fram á Borg um verslunarmannahelgina. Óvenjulegir fyrir þá sök að hljóðfæraleikararnir, sem léku þarna í dúett, voru af sitt hvoru þjóðerninu. Þetta voru þær harmonikustöllur Asta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Bjordal frá Noregi. Talsverð eftirvænting var meðal áheyrenda, enda slíkt ekki á borðum hversdags á Borg. Tónleikarnir hófust á laginu Svenneprova eftir Norðmanninn Jo Asgeir Lie. Akaflega heillandi nútímaverk sem hæfði vel sem opnunarstykki. Þessu fylgdu þær eftir með þremur þáttum úr Holberg svítunni eftir Edvard Grieg. Þetta verk er ákaflega vinsælt meðal harmonikuleikara víða í heiminum, enda sérstaklega skemmtilegt. Þá var komið að Snjóstorminum, rússnesku nútímaverki, sem notið hefur mikilla vinsælda hjá harmonikuleikurum. Eg held að fyrst hafi ég heyrt lagið með rússnesku tvíburunum sem léku á landsmótinu á Siglufirði forðum. Næst var komið að dæmigerðum norskum brúðarmarsi frá Suður Mæri, Syljer og stas, eftir Jens Synne. Fallegt verk sem snerti áheyrendur. Nú sat Asta Soffía hjá í næstu tveimur lögum meðan Kristina renndi í gegn um Jolly Caballero eftir Pietro Frosini af miklum glæsileik og lauk síðan sínum einleik á Föstudeginum þrettánda eftir Norðmanninn Arnstein Johansen. Stórkostlega skemmtilegt verk sem Kristina flutti af sama öryggi. Þá var komið að verki eftir franska harmonikuleikarann Franck Angelis, Hommage a paco. Þar reynir heldur betur á hæfni og samleik hljóðfæraleikaranna, en verkið er býsna skemmtilegt. Þá fékk Kristina að sitja hjá smá stund meðan Asta Soffía heillaði áheyrendur með sinni útgáfu af Land míns föður, eftir Þórarinn Guðmundsson. Einstaklega fallega leikið og ekki laust við að tár læddust fram í augnkrókunum hjá sumum áheyrenda. Ásta lauk sínum hluta með prelódíu í cis moll eftir Johan Sebastian Bach. Nú var farið að síga á seinni hluta þessara mögnuðu tónleika og tvö síðustu verkin voru höfðu algjörlega heillað þessa 120 áheyrendur sem í salnum voru. Að sjálfsögðu léku þær aukalag og þar varð fyrir valinu Elvira eftir Pietro Deiro, sem hljómaði betur en nokkru sinni og það varð til þess að þær bættu við einum ekta norskum valsi, eftir einn af bestu tveggjaraða spilurum Noregs, Tom Kjetil Törstad. Og nú linnti loks lófatakinu sem Þœr Asta Soffia og Kristina Farstad á sviíinu á Borg hvort öðru fallegra. Scherzo eftir rússneska Bandaríkjamanninn John Gart, fullt af gríni og glensi og Halling eftir Jo Asgeir Lie. Aheyrendur sátu sem dolfallnir, slík var hrifning þeirra. Ungu konurnar á sviðinu dunað hafði um húsið síðustu 70 mínúturnar. Friðjón Hallgrímsson Mynd Siggi Harðar 9

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.