Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987 - 08.03.1987, Blaðsíða 6

Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987 - 08.03.1987, Blaðsíða 6
2 á eitt til að nýta þau, opinberir aðilar jafnt sem einka- aðilar. Þott stærstu verkefni utanrlkisþjðnustunnar I náinni framtíð hljðti þannig að vera á sviði utanríkisviðskipta- og útflutningsmála er á engan hátt dregið ör mikilvægi öryggis- og varnarmála. öðru nær. Farsæld íslensku þjóðarinnar hvílir sem fyrr á undirstöðu traustra varna. Það má orða það svo, að traustar varnir seu forsenda þeirra frjálslegu samskipta ríkja á Vesturlöndum, sem Islendingar hafa notið gððs af á undanförnum áratugum. I Nýjar áherslur I utanríkisráðuneytinu (1) Stefnuyfirlýsing ríkisstjðrnarinnar Növerandi rlkisstjórn var mynduð hinn 26. maí 1983. Þann dag var gefin ut stefnuyfirlýsing og er kaflinn um utanríkismál svohljððandi: Meginmarkmið utanrlkisstefnu Islendinga er að treysta sjálfstæði landsins og gæta hagsmuna þjóðarinnar. Það verði m.a. gert með þátttöku I norrænu samstarfi, varnarsamstarfi vestrænna þjðða, alþjóðasamvinnu um efnahagsmál, starfi Sameinuðu þjððanna og stofnana, sem þeim eru tengdar. Á alþjððavettvangi beiti Island ser fyrir aukinni mannöð, mannréttindum og friði. Stefna Islands I afvopnunarmálum miðist við að stuðla að gagnkvæmri og alhliða afvopnun, þar sem framkvæmd verði tryggð með alþjððlegu eftirliti. Standa þarf vörð um fyllstu réttindi Islands innan auðlindalögsögunnar og réttindi landsins á hafsbotnssvæðum utan hennar verði tryggð svo sem alþjóðalög frekast. heimila. I samræmi við þessi atriði hefur verið unnið I tlð növerandi rlkisstjðrnar, fyrst undir forystu Geirs Hallgrlmssonar og síðan undir minni forystu, en ég tðk við embætti utanríkisráðherra hinn 24. janöar 1986. Þegar Geir

x

Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987
https://timarit.is/publication/1789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.